Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 24

Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 24
22 Fylgirit Templars 1923 »Ja, ja, dette om Folkeavstemningerne, det mteresserer mig ikke«. En það »interesserer« okkur hina talsvert. Ekki alstaðar eins. Fyrst og fremst ættu menn að minnast þess, að Bandaríkin eru stórt land, svo stórt, að það er hér um bil jafnlangt frá austri til vesturs, t. a. m. írá Maine til Calíforníu eins og frá Noregi til Maine. Fólksfjöldinn er svo mikill, að Bandaríkin hafa fleiri miljónir íbúa en ísland hefir þúsúndir. í slíku landi má búast við, að ástæður séu ærið misjafnar. Því gleyma menn. Við einn velsóttan fyrirlestur í Svíþjóð sá eg mann, á að giska 60 ára, ryðjast gegnum mannfjöldann til þess að ná tali at mér að loknum fyrirlestri. Hann sýndi mikla ákefð í þessu. Pá er hann kom svo nálægt, að hann gat heilsað mér, sagði hann: »Já, eg heyri, að þér hafið verið í Ameríku. »Já, þar hefi eg verið«. »Ællið þér ekki að fara þangað aftur?« »Jú, eg hugsa það«. »Já, þá verðið þér að gera svo vel að bera kveðju til drengjanna minna sjö, því að þeir

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.