Templar - 20.08.1923, Page 6

Templar - 20.08.1923, Page 6
4 Fylgirit Templars 1923 annað strið, sem ekki skóp neyð og kvöl, sorg eða dauða, heldur þjóðarheill og ham- ingju út um fylki hins mikla lýðveldasam- bands í Norður-Ameríku. Og ef segja má, að stríðið í Evrópu hafi afarmikla þýðingu fyrir yfirstandandi ög ókominn tíma, þá er það alveg vafalaust, að stríðið mikla við á- fengisbölið sé stórviðburður í sögu alls heims- ins. Bandaríkin í Ameriku hafa hafið stríð þetta, unnið sigurinn mikla og lýst yfir því, að haldið muni verða áfram, þar til áfengis- vald heimsins er undir lok liðið. Bölið var ægilegt í Bandaríkjunum. Árið 1914 drukku menn þar í landi 2,252,272,765 gallons1) af áfengum drykkjum. Hefði því verið skift jafnt niður á alla ibúa landsins, þá hefðu það orðið $5 lítrar á hrert mannsbarn. Árlega keyptu Bandaríkjamenn áfengi fyrir um 50 miljarða króna. Fyrir hvern íbúa var það um 150 krónur á ári, en ef reiknað væri fyrir hverja fjölskyldu að meðaltali, þá hefði það orðið 1) 1 gallon = 4l/s liter.

x

Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.