Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 10

Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 10
8 Fylgirit Templars 1923 þessara áhalda. — Hálfa fimtu stundu sátum vér undir borðum, en mér fanst eg vart vera saddari þá er upp var staðið heldur en þá er veislan hófst. Að heyra Bryan tala er langtum áhrifa- meira. Maður gleymir öllu, gleymir þessum heimi, en flytst í annan betri, þar sem ekki er hugsað um mat eða því um likt. Og þó Bryan tali oft i 2 klukkustundir finst engum sá tími langur. — Þó Ameríkumenn hafi slika snillinga til að flytja bindindis- og bannmálið, þá segi eg samt: Ræðumennirnir hafa ekki »þurlagt landið«, þeir hafa hjálpað til. En hversu vel sem þeir töluðu, fóru sumir áheyrandanna oft til vindrykkju á eftir. Þá álita margir að bindindisfélögin hafi komið á banninu i Bandaríkjunum. Þau hafa vitanlega gert nokkuð til þess, en eg hika ekki við að staðhæfa, að þau hafa ekki verið aðalkrafturinn i þessari stórkostlegu siðbót. Yitskerti maðurinn og vatnskraninn. Á mörgum geðveikrahælum í Ameríku er sá siður við hafður, að þegar sjúklingurinn hefir verið á spítala um nokkurn tíma, og

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.