Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 18

Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 18
16 Fylgirit Templars 1933 Að eins tvö fylkin neituðu að samþykkja bannlögin, það voru fylkin Connecticut og Rhode Island. Bæði fylkin til samans telja ekki 2 procent af fólksfjölda Bandaríkjanna. Á 12 árum, frá 1907 til 1919, vanst því í Bandaríkjunum þessi stórkostlegi sigur, sem gefur því landi heiðurinn af að vera heimland og forgönguland »hinnar nýju siðbótar«. Vol8tead-lögin og grnndvallarlagabannið. Með samþykt fylkisþinganna á gerðum sam- bandsþingsins 1919 var því slegið föstu, að »tilbúningur, sala og innflutningur allra áfengra drykkja« skyldi bannaður í öllum Bandaríkj- unum og nýlendum þeirra. En með því var þó ekkert nánara ákveðið um, hvernig skilja bæri orðin: »áfengir drykk- ir« né heldur hvaða hegningu skyldi dæma fyrir brot gegn bannlögunum. Haustið 1919 samþykti sambandsþingið heil- an lagabálk um þessi efni, hin svonefndu »Volstead-lög«, nefnd svo eftir Volstead þing- manni frá Minnesota, sem samið hafði laga- frumvarpið. Áfengismarkiðjvar sett svo, að allir drykkir,

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.