Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 23

Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 23
Fylgirit Templars 1923 21 og vann nokkuð að bannmálinu. Við at- kvæðagreiðslu i Michigan 1916 sigraði bann- stefnan með 68,644 atkvæðamun. — Bannið komst á. Andbanningar hömuðust á móti þvi, og bentu sérstaklega á smyglunina frá Kan- ada. Ný atkvæðagreiðsla fór því fram hálfu þriðja ári síðar. Meirihlutinn með banninu var í þetta sinn 206,936! Eg hefi oft átt i deilum við andbanninga. En aldrei hafa þeir getað gefið fullnægjandi skýringu á því, hvers vegna bannstefnan hefir unnið meiri sigra þar sem reynslan var feng- in — hvers vegna menn afnámu ekki bann- lögin, ef þau væru eins skaðleg og andbann- ingar segja. Eg man sérstaklega eftir einum andbann- ingi í Danmörku, sem eg hefi mætt á opin- berum umræðufundum um bannmálið, meir en 30 sinnum á seinni árum. Eitt sinn, er hann ætlaði að tala á eftir mér, bað eg hann sérstaklega um að svara þeirri spurningu minni: Hvers vegna meirihlutínn með bann- inu hefði vaxið svo stórkostlega í þeim fylkj- um Bandaríkjanna þar sem atkvæðagreiðslur hata farið fram oftar en einu sinni. Þegar hann hóf ræðu sina, sagði hann:

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.