Templar - 20.08.1923, Page 23

Templar - 20.08.1923, Page 23
Fylgirit Templars 1923 21 og vann nokkuð að bannmálinu. Við at- kvæðagreiðslu i Michigan 1916 sigraði bann- stefnan með 68,644 atkvæðamun. — Bannið komst á. Andbanningar hömuðust á móti þvi, og bentu sérstaklega á smyglunina frá Kan- ada. Ný atkvæðagreiðsla fór því fram hálfu þriðja ári síðar. Meirihlutinn með banninu var í þetta sinn 206,936! Eg hefi oft átt i deilum við andbanninga. En aldrei hafa þeir getað gefið fullnægjandi skýringu á því, hvers vegna bannstefnan hefir unnið meiri sigra þar sem reynslan var feng- in — hvers vegna menn afnámu ekki bann- lögin, ef þau væru eins skaðleg og andbann- ingar segja. Eg man sérstaklega eftir einum andbann- ingi í Danmörku, sem eg hefi mætt á opin- berum umræðufundum um bannmálið, meir en 30 sinnum á seinni árum. Eitt sinn, er hann ætlaði að tala á eftir mér, bað eg hann sérstaklega um að svara þeirri spurningu minni: Hvers vegna meirihlutínn með bann- inu hefði vaxið svo stórkostlega í þeim fylkj- um Bandaríkjanna þar sem atkvæðagreiðslur hata farið fram oftar en einu sinni. Þegar hann hóf ræðu sina, sagði hann:

x

Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.