Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 18

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 18
sjómenn sem hvöttu hann aS hefjast handa. Um þetta leiti varð hann for- maður Félags íslenzkra loftskeyta- manna og ræddi hann þetta fyrst á stjórnarfundi í félaginu sem haldinn var í Reykjavík 16. des. 1935 en með honum í stjórn félagsins voru þeir. Friðrik Halldórsson, Jón Eiríksson, Ingólfur Matthíasson og Haukur Jó- hannsson. Voru þeir því meðmæltir að leggja það fyrir næsta aðalfund í Félagi íslenzkra loftskeytamanna að félagið beitti sér fyrir samtökum meðal hinna ýmsu starfsgreina sjó- mannastéttarinnar, til að heiðra minningu druknaðra sjómanna og vinna að því að koma á árlegum Sjómannadegi, því þar mætti engin starfsgrein skorast undan ef hug- myndin ætti að ná tilgangi sínum. Til að undirbúa málið skrifaði Henry Hálfdánsson forustugrein í Firðritarann 3. tbl. 1936 3. árgang. Greinin bar nafnið „Sjómannadag- ur“. Þar stóð meðal annars .... „Það búa fáir menn við meira harð- rétti en íslenzkri sjómenn. Lengstum í útlegð frá vinum og flestum lífsins þægindum, eiga þeir í látlausu og við hvíldarlítið erfiði fyrirgera þeir heilsu og kröftum til þess að þjóðin geti lif- að menningarlífi í landinu. Meðan þeirra ennþá nýtur við, er þeim ekki alltaf þakkað að verðleikum og ef þeir drukkna, eða á annan hátt verða undir í baráttunni, eru þeir gleymdir áður en varir. — Enginn leg- steinn er þeim reistur, því oftast er ekkert leiði til að ganga að og minnast. Þegar við athugum hversu mikla rækt aðrar þjóðir leggja við minningu þeirra, sem þeir teljá, að hafi lagt mikið í sölurnar fyrir heill almennngs, og sjáum þann samhug, sem minni- varðar þessir vekja, þá er oss íslend- ingum ekki vansalaust hversu tóm- látir vér erum í þessum sökum. Vér höfum reyndar fyrir tilstilli mætra manna, komið á barnadegi og mæðradegi, en í þessu særíki höfum vér engan dag, sem eingöngu er helg- aður sjómönnum, og engan minnisvarða höfum við reist öllum þeim hetjum, sem fallið hafa á sjónum." Þá er í greininni sagt frá, sam- þykktinn á 12. alþjóðaþingi loft- skeytamanna í Gautaboi’g og stjórn- arfundi F. í. L. 1935, þar* sem sam- þykkt var að undirbúa málið fyrir næsta aðalfund félagsins. Þá var Henry Hálfdansson, aðalhvatamaður að stofnun Sjómannadags- samtakanna og formaður Sj ómannadagsráðs í 23 ár samfleytt. nokkuð rætt um stofnun sameigin- legs Sjómannadags allra íslenzkra sjómanna er hefði með höndum, meðal annarra verkefna, skipulagð- ar framkvæmdir um fjársöfnun og undirbúning að byggingu veglegs minnisvarða íslenzkra sjómanna. Greininni lauk með þessum orð- um: „ — Slíkur minnisvarði, reistur fyrir tilstilli fólksins, má ekki vera nein smásmíð, hann á að vera dýrmæt eign þjóðarinnar og hvatning til kynslóða. Að minnast látinna skörunga er ekk- ert hégómamál, það er þroskamerki og mikilsverður liður í uppeldi hverr- ar þjóðar .... Góðir félagar, hvað ykkur snertir, þá veit ég að þið munið berjast fyrir þessu enáli með þeim dugnaði, sem ein- kennt hefir dugnað ykkar fyrir áhuga- málunum.“ Henry Hálfdánsson. Undirtektir á þessari grein voru góðar, bæði hjá einstaklingum og blöðum. I júlíhefti tímaritsins Ægis, var rætt um greinina og tekið undir það mál sem hún hafði að flytja. Aðalfundur Félags íslenzkra loft- skeytamanna var haldinn 11. júní 1936 að Hótel Borg, og hafði félags- stjórnin undirbúið þetta mál fyrir fundinn. Jafnframt fóru ýmis félög sjómanna að leita hófanna um að mynda landssamtök hinna ýmsu starf sgr eina s j ómannastéttarinnar. Skipstjóra- og stýrimannafélag Reykjavíkur um samband skip- stjórnarmanna. En skipstjórafélagið Aldan og Vélstjórafélag Islands um Landssamband yfirmanna á skipum, sem varð til þess, að Farmanna- og fiskimannasamband Islands varð stofnað. A þessum aðalfundi loftskeyta- manna 11. júní 1936 var samþykkt eftirfarandi tillaga einróma: Fundurinn felur félagsstjórninni að beita sér ötullega fyrir því, að leita samvinnu við öll stéttarfélög sjómanna, um að komið verði á árlegum minn- ingardegi þeirra sem hafa drukknað. Komi til með að Félag ísl. loftskeyta- manna taki þátt í stofnun væntanlegs landsambands sjómanna, skal stjórnin reyna að fá þvi áorkað, að sambandið beiti sér fyrir þessu máli.“ Eftir að fengið var samþykki að- alfundar Félags ísl. loftskeytamanna, byrjaði Henry Hálfdánsson af .mikl- um áhuga að vinna að framgangi þessa máls. Hann reyndi að háfa tal af sem flestum forráðamönnum fé- laganna, fékk að koma á stjómar- fundi hjá þeim og jafnvel flytja mál 24 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.