Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 19
þetta á aðalfundum félaganna, þar
sem hægt var að koma því við. 19.
nóv. 1936 sendi F. í. L., út boðs-
kort til allra félaga sjómanna í
Reykjavík og Hafnarfirði, þar sem
þess var óskað að hvert félag til-
nefndi 3 fulltrúa til að mæta á sam-
eiginlegum fundi, með það fyrir aug-
Um að stofna sjómannasamtök form-
lega, jafnvel voru sjómenn í öðrum
landshlutum hvattir til að hefjast
handa í sama skyni.
Fyrsta skriflega svarið sem barst
við þessari viðleitni var frá Skip-
stjórafélaginu Kári, Hafnarfirði dag-
sett 4. desember 1936, svo hljóðandi:
„Móttekð heiðrað bréf yðar d.s. 19.
nóv. s. 1. Efni þess tekið fyrir á fundi
í Skipstjórafélaginu Kári, Hafnarfirði
í gær 3. des. og þar samþykkt og kosn-
ir þrír menn sem fulltrúar frá „Kára“.
Þeir skipstjórar Einar Þorsteinsson,
Júlíus Sigurðsson og Olafur Þórðar-
son og verða þeir væntanlega reiðu-
búnir til frekara samstarfs við yðar
félag, þegar þér óskið, og gjörið boð
þar um.
Vrðingarfyllst
F. h. Skipstjórafélagsins „Kári“.
Sign. Olafur Þórðarson.
(form.)
Næsta bréfið kom frá Sjómanna-
félagi Reykjavíkut dags. 14. des.
1936:
„Útaf heiðruðu bréfi yðar dags. 19.
f. m. samþ. stjórn Sjómannafélagsins
að velja þá Sigurjón A. Olafsson, Sig-
urð Olafsson og Bjarna Stefánsson, til
athugunar um, hvernig og á hvaða
hátt unt er að framkvæma hugmynd
yðar og í samráði við þá menn er
önnur stéttarfélög kynnu að tilnefna
samkvæmt ósk yðar, og um leið að
kynnast skoðunum þeirra á þessu máli,
áður en gengið er til fullnaðarákvörð-
unar.
Með félagskveðju,
f. h. stjórnar Sjómannafélags Reykjav.
Sigurjón Á. Ólafsson
form.
Bjarni Stefánsson
ritari
Bréf Vélstjórafélags íslands barst
svo 6. jan. 1937, þar sem hugmyndin
var talin vissulega góð, og sagt að
vélstjórar vildu fúslega veita henni
lið, því þeir væru ávallt reiðubúnir
til samvinnu um góð mál með góð-
um mönnum.
Fyrsta fulltrúaráð Sjómannadagsins var skipað 22 fulltrúum frá 11 stéttarfélögum í
Reykjavík og Hafnarfirði. Nöfn þeirra fulltrúa, sem enn eru á meðal okkar, fara hér
á eftir: Henry Hálfdansson, Guðmundur H. Oddsson, Þorsteinn Árnason, Hallgrímur
Jónsson, Grímur Þorkelsson, Jónas Jónsson, Friðrik Jóhannsson, Janus Halldórsson,
Halldór Jónsson, Jón D. Eyrbekk. Fjórir fulltrúanna hafa verið lengur en 10 ár sem
aðalfulltrúar í ráðinu: Henry Hálfdansson 25 ár, þar af 23 ár sem formaður. Guðmundur
H. Oddsson 16 ár, Þorsteinn Árnason 15 ár, Hallgrímur Jónsson 13 ár.
Hin félögin tilkynntu flest munn-
lega fulltrúa af sinni hálfu.
Að fengnum þessum góðu undir-
tektum hinna einstöku félaga sjó-
manna, var notað fyrsta tækifærið
til að boða tilnefnda fulltrúa til fund-
ar en taka varð tillit til þess að
margir fulltrúanna voru starfandi
sjómenn sem erfitt var að ná saman
öllum í einu.
Þessi fyrsti fundur fulltrúa sjó-
manna um aðild að Sjómannadags-
samtökum var haldinn í Oddfellow-
húsinu í Reykjavík mánudaginn 8.
marz 1937 kl. 14.00 e. h. mættir voru
fulltrúar frá eftirtöldum 9. félög-
um. Sjómannafélagi Reykjavíkur,
Skipstjórafélaginu „Kári“ í Hafnar-
firði, Skipstjórafélagi Islands. Skip-
stjórafélaginu ,,Ægir“, Skipstjóra-
félaginu Aldan. Skipstjóra- og stýri-
mannafélagi Reykjavíkur, Vélstjóra-
félagi Islands, Matsveina og veitinga-
þjónafélagi Islands og Félagi ís-
lenzkra loftskeytamanna.
Fundarstjóri var kosinn Þorsteinn
Arnason vélstjóri og fundarritari
Friðrik Halldórsson loftskeytamað-
ur.
Fundarboðandi, Henry Hálfdáns-
son form. F. I. L., hóf umræðu.
Skýrði hann frá tildrögum þess að
Félag íslenzkra loftskeytamanna leit-
aði um það samvinnu við önnur
stéttarfélög sjómanna, að stofnað
yrði til sérstaks árlegs Sjómanna-
dags. Er helgaður yrði sjómanna-
stéttinni til að kynna alþjóð starfs-
svið hennar og lífskjör og þýðingar-
mikið hlutverk fyrir þjóðarbúið.
Jafnframt því að unnið yrði að fjár-
söfnun til veglegs minnisvarða, sem
reistur yrði í höfuðstað landsins í
minningu þeirra er farist hefðu við
störf sín á sjónum. Taldi hann að
slíkum samtökum biði mikil og veg-
leg verkefni íslenzkri sjómannastétt
til heilla. Afhenti hann fundarmönn-
um vélritað uppkast að væntanlegri
tilhögun eins og hann hefði hugsað
sér framkvæmd slíks Sjómannadags.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 25