Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 20

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 20
í uppkasti þessu var eftirfarandi tekið fram: 1. Á ári hverju skyldi ákveðinn dag- ur helgaður íslenzkum sjómönnum. 2. Sjómannafélögin myndi með sér sam- tök til að halda daginn hátíðlegan og til að fá daginn í framtíðinni opinber- lega viðurkenndan sem frídag sjó- manna af öllum stéttum og að dagur- inn yrði jafnframt minningardagur minningu sjómanna er farist hafa við störf sín á sjónum og að beita sér þeirra sem látið hafa lífið í baráttunni við Ægi. 3. Tilgangur dagsins sé aðal- lega tvennskonar. I fyrsta lagi, til að efla samhug allra sjómanna ,og nata daginn til að kynna fyrir þjóðinni starf sjómannsins í blíðu og stríðu á sjónum, með ræðuhöldum valinna manna, og á annan hátt, bæði í úivarpi og á öðr- um vettvangi. I öðru lagi, til að heiðra fyrir því, að þeim yrði reistur veg- legur minnisvarði, sem alþjóðlegt tákn þeirra fórna, sem sjórinn hefur kraf- ist. 4. Að stjórn Sjómannadagsins verði í höndum sérstaks fulltrúaráðs, sem sjómenn sjálfir tilnefna, og sem inni að framkvæmd dagsins án sérstakrar þóknunnar fyrir störf sín. 5. Að öll félög sjómanna, hvar sem er á land- inu geti orðið þátttakendur að Sjó- mannadegi. Allt voru þetta ákvæði sem án breytinga eða með litlum breyting- um voru tekin upp í þá reglugerð um Sjómannadaginn sem síðar var samþykkt. Næstur tók til máls Sigurjón A. Ólafsson alþm. form. Sjómannafé- lags Reykjavíkur. Kvaðst hann hlynntur þeim tillögum, er fram hefðu komið í málinu og þakkaði forgöngumönnum þess framkvæmd- ir þeirra. Mælti hann einnig með byggingu minnisvarðans en gat þess jafnframt, að verkefni Sjómanna- dagsins gætu orðið víðtækari og mætti meðal annars benda á stofn- un elliheimilis fyrir sjómenn. Taldi hann réttast að Sjómannadagurinn yrði að haustinu í október eða nóv- embermánuði. Með tilliti til þess kostnaðar, er af deginum kynni að leiða fyrir hin einstöku félög, gat hann þess, að setja þyrfti rækilegri fyrirmæli, en gert væri ráð fyrir í tillögum loftskeytamanna, gagnvart því að stofnað yrði af framkvæmda- nefnd dagsins til fjárhagslegra að- gerða, er valda kynnu óhæfilegum útgjöldum. Kvaðst hann annars ekki geta tekið um mál þetta fullnaðar- ákvörðun, fyrr en úrskurður hefði fengist um það á lögmætum fundi í félagi sínu, en taldi rétt að nefnd yrði skipuð til að annast undirbún- ing málsins. Einar þorsteinsson skipstjóri, full- trúi Kára, taldi og heppilegast að dagui'inn yrði ákveðinn í október ár hvert. Ásgeir Sigui'ðsson skipstjóri, full- trúi Skipstjórafélags Islands. Var á sama máli hvað Sjómannadaginn snerti, en var því andvígur að fjár- söfnun til minnisvarða yrði tengd við hann. Geir Sigurðsson skipstjóri, full- trúi „Öldunnar“, flutti loftskeyta- mönnum, sem yngstu stéttinni á sjón- um, hlýlegar kveð,jur frá starfs- bræðrum sínum í skipstjórafélag- inu Aldan og þakkaði forgöngu þeirra, hvað þá í þessu máli sem öðrum hafa unnið vel og dyggi- lega. Taldi hann réttt að athuga, hvort ekki væri hægt að sameina Sjómannadaginn þeim degi, er þegar væri á hverju ári helgaður sjó- mannastéttinni af Slysavamafélagi Islands, |lokadeginum. Vildi hann að skipuð yrði nefnd í málinu og í hana valdir menn, er vegna atvinnu sinnar hefðu skilyrði til að vinna að framgangi þess. Konráð Gíslason, form. skip- stjóra og stýrimannafélags Reykja- víkur mælti eindregið með hug- myndinni og taldi að á því væri fullkomin þörf, að kynna sjómanna- stéttina meðal almennings, þar eð vitanlegt væri að lífskjör hennar og störf væru þar alloft misskilin og óvirt. Vildi hann einnig, eins og Ás- geir Sigurðsson, að minnisvarðamál- ið yrði ekki haft á stefnuskrá dags- ins eða minningar athafnir, öðru- vísi en að fyrirskipuð yrði árlega al- þjóðarþögn í minningu þeirra. Þorsteinn Árnason þakkaði loft- skeytamönnum aðgerðir þeirra í þessu máli og taldi rétt að nefnd yrði skipuð í málinu til frekari fram- kvæmda. Þá var hann á sama máli og Ásgeir og Konráð, um aðskilnað Sjómannadagsins og minnisvarða- málsins. Um þetta ui'ðu nokkrar umræður, sérstaklega milli Henry og Ásgeirs, og skiftust menn í flokka með eða móti minnisvarðamálinu. Að lokum bar Sigurjón Á. Ólafs- son upp svohljóðandi tillögu sem samþykkt var samhljóða. „Fundur fulltrúa frá ýmsum stéttar- félögum sjómanna í Reykjavík og Hafn- arfirði, til að ræða um stofnun Sjó- mannadags, samþykkir að kjósa einn mann úr hverju félagi í nefnd til at- hugunar um þær tillögur, er fram hafa komið og hvernig og hvenær Sjó- mannadegi skuli fyrir komið og hvaða viðfangsefnum hann skuli beita sér fyrir. Tillögur nefndarinnar skulu lagð- ar fyrir fulltrúafund á þessu ári“. í nefndina voru næst kosnir. Fél. ísl. loftskeytamanna: Henry Hálfdánsson. Skipstjórafélag Islands: Friðrik V. Ólafsson. Skipstjórafélagið Aldan: Guðbjartur Ólafsson. Skipstjóra- og stýrimannafél. R.víkur. Guðmundur H. Oddsson. Skipstjórafélagið Ægir: Björn Ólafs. Vélstjórafélag íslands: Þorsteinn Arnason. Sjómannafélag Reykjavíkur: Sigurjón Á. Ólafsson. Sjómannafélag Hafnarfjarðar: Þórarinn Kr. Guðmundsson. Matsveina og veitingaþj.fél. Islands: Janus Halldórsson. Skipstjórafélagið Kári Hafnarf.: Einar Þórsteinsson. Henry Hálfdánsson var kjörinn for- maður nefndarinnar og skyldi hann kalla hana saman og undirbúa störf hennar. Ekki var hægt að ná nefndinni saman fyrr en um haustið og var fyrsti fundur nefndarinnar haldinn 25. nóvember 1937. Mættir voru þá fulltrúar frá öllum félögunum. For- maður þakkaði góða fundarsókn. Fór hann síðan nokkrum orðum um þann vanda sem hvíldi á íslenzkri sjómannastétt í þessu máli. Varð- andi minnisvarðamálið sem mikið hefði verið rætt á fyrsta fundinum, gat hann þess að í sambandi við samsæti sem Sölusamband ísl. fisk- 26 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.