Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 22
Einar Thoroddsen,
form. Sjómannadagsráðs 1961—62.
Samþykkt var í einu hljóði að sem
Sjómannadagur skyldi valinn 1.
sunnudagur í júní. En þar sem hann
bar upp á Hvítasunnudag þetta ár,
var ákveðið að fyrsti Sjómannadag-
urinn skyldi haldinn 2. Hvítasunnu-
dag. Þá voru reglurnar, sem undir-
búningsnefndin hafði samið, um
starfsvið Sjómannadagsins, sam-
þykktar einróma.
Ingvar Ág. Bjarnason, gerði þá
fyrirspurn hvort nokkuð hefði verið
athugað um fjáröflunar möguleika
til að standa undir kostnaði við há-
tíðahöldin.
Guðm. H. Oddsson taldi beztu
leiðina til fjáröflunar vera að hafa
merkjasölu á Sjómannadaginn.
Henry Hálfdánsson, benti á í sam-
bandi við merkjasölu og fjáröflun
myndi það hafa mikla þýðingu að
öllum sjómönnum yrði safnað saman
til hópgöngu undir félagsfánum á
Sjómannadaginn þar sem sýnd yrði
þróunin í sjávarútvegi landsmanna
frá fyrstu tíð og hinn þýðingarmikla
þátt sjómannsins í rekstri þjóðarbús-
ins. Taldi hann að slík sýning, sem
seldur yrði aðgangur að, ætti að
geta gefið góðar tekjur. Þá taldi hann
að það ætti að vera áhættulaust fyr-
ir fulltrúana að taka lán, sem full-
trúarnir gengu í ábyrgð fyrir til að
koma Sjómannadeginum í gang.
Júlíus Kr. Ólafsson, taldi ekki rétt
að hafa fyrstu dagskrá Sjómanna-
dagsins umfangsmikla, en hafa það
gott sem gert væri, enda engir pen-
ingar fyrir hendi til að gera mikið og
lagði hann til að útvarpserindi og
greinar í blöðum yrði látið nægja.
Jóhannes Hjálmarsson var með
sýningu sem nauðsynlegum lið á
dagskránni og taldi hana ekki hafa
svo mikil útgjöld í för með sér að
það gæti orðið til hindrunar. í sama
streng tók Sveinn Sveinsson, en þótti
tíminn of naumur, þar sem enginn
undirbúningur var hafinn til að
hægt væri að hafa sýningu í þetta
sinn.
Eftir talsverðar umræður var þess-
um hugmyndum öllum vísað til
væntanlegrar stjórnar, til athugunar.
Á fundinum var kjörin stjórn fyr-
ir samtökin og var þessi fyrsta stjórn
Fulltrúaráðs Sjómannadagsins þann-
ig skipuð:
Formaður, Henry Hálfdánsson, vara-
form. Björn Olafs. Ritari Sveinn
Sveinsson, vararitari Geir Sigurðsson,
gjaldkeri Guðmundur H. Oddsson, vara
gjaldkeri Þorgrímur Sveinsson. Endur-
skoðendur voru kjörnir Þórarinn Guð-
mundsson og Lúther Grímsson og til
vara Einar Þorsteinsson.
Stjórninni var falið að undirbúa
dagskrá Sjómannadagsins til að
leggja fyrir næsta fund í Fulltrúa-
ráði Sjómannadagsins er halda
skyldi, ekki síðar en um miðjan apríl
næstkomandi.
Á næsta fundi hafði svo stjórnin
tilbúið svohljóðandi uppkast að dag-
skrá sem formaður las upp og út-
skýrði:
1. KI. 08,00:
Fánar dregnir að hún á skipum. Heið-
ursvörður settur við Leifstyttuna.
Merkjasala hefst.
Allt séu þetta liðir sem setji hátíð-
arbrag á daginn, en beri engin útgjöld
í för með sér. Skipsmenn dragi upp
fána hver á sínu skipi. Lögreglustjóri
hafi lofað að sjá um heiðursvörð við
Leifsstyttuna, en í kringum hana þurfi
að laga og skreyta. Hafinn væri und-
irbúningur merkjasölu.
2. Kl. 10,00.
Opnuð Sjávarútvegs og siglingasýn-
ing í Markaðsskálanum Hvað þennan
lið snertir, þá væri þegar búið að fá
leyfi fyrir Grænmetisskála ríkisins fyr-
ir sýningunni í allt að hálfan mánuð.
Stjórnin hefði unnið dálítið í málinu
og undirtektir hefðu allsstaðar verið
góðar.
3. Kl. 13.00.
Þátttakendur í hópgöngu sjómanna
komi saman við stýrimannaskólann.
Þar sem liðinu verði fylgt.
3. Kl. 13.30.
Hópgangan leggur af stað frá Stýri-
mannaskólanum um miðbæinn og stað-
næmst í fylkingum beggja megin Leifs-
styttunnar, sem yrði umkringd pöllum
og skreitt í tilefni dagsins.
5. Kl. 14.00.
Aðalræður dagsins og minningarat-
höfn við Leifsstyttuna. Fundurinn yrði
Kór sjómanna og Sigfús Halldórsson flytja lagið „Stjáni blái“, stjórnandi Jan Moraviek.
28 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ