Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Qupperneq 22

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Qupperneq 22
Einar Thoroddsen, form. Sjómannadagsráðs 1961—62. Samþykkt var í einu hljóði að sem Sjómannadagur skyldi valinn 1. sunnudagur í júní. En þar sem hann bar upp á Hvítasunnudag þetta ár, var ákveðið að fyrsti Sjómannadag- urinn skyldi haldinn 2. Hvítasunnu- dag. Þá voru reglurnar, sem undir- búningsnefndin hafði samið, um starfsvið Sjómannadagsins, sam- þykktar einróma. Ingvar Ág. Bjarnason, gerði þá fyrirspurn hvort nokkuð hefði verið athugað um fjáröflunar möguleika til að standa undir kostnaði við há- tíðahöldin. Guðm. H. Oddsson taldi beztu leiðina til fjáröflunar vera að hafa merkjasölu á Sjómannadaginn. Henry Hálfdánsson, benti á í sam- bandi við merkjasölu og fjáröflun myndi það hafa mikla þýðingu að öllum sjómönnum yrði safnað saman til hópgöngu undir félagsfánum á Sjómannadaginn þar sem sýnd yrði þróunin í sjávarútvegi landsmanna frá fyrstu tíð og hinn þýðingarmikla þátt sjómannsins í rekstri þjóðarbús- ins. Taldi hann að slík sýning, sem seldur yrði aðgangur að, ætti að geta gefið góðar tekjur. Þá taldi hann að það ætti að vera áhættulaust fyr- ir fulltrúana að taka lán, sem full- trúarnir gengu í ábyrgð fyrir til að koma Sjómannadeginum í gang. Júlíus Kr. Ólafsson, taldi ekki rétt að hafa fyrstu dagskrá Sjómanna- dagsins umfangsmikla, en hafa það gott sem gert væri, enda engir pen- ingar fyrir hendi til að gera mikið og lagði hann til að útvarpserindi og greinar í blöðum yrði látið nægja. Jóhannes Hjálmarsson var með sýningu sem nauðsynlegum lið á dagskránni og taldi hana ekki hafa svo mikil útgjöld í för með sér að það gæti orðið til hindrunar. í sama streng tók Sveinn Sveinsson, en þótti tíminn of naumur, þar sem enginn undirbúningur var hafinn til að hægt væri að hafa sýningu í þetta sinn. Eftir talsverðar umræður var þess- um hugmyndum öllum vísað til væntanlegrar stjórnar, til athugunar. Á fundinum var kjörin stjórn fyr- ir samtökin og var þessi fyrsta stjórn Fulltrúaráðs Sjómannadagsins þann- ig skipuð: Formaður, Henry Hálfdánsson, vara- form. Björn Olafs. Ritari Sveinn Sveinsson, vararitari Geir Sigurðsson, gjaldkeri Guðmundur H. Oddsson, vara gjaldkeri Þorgrímur Sveinsson. Endur- skoðendur voru kjörnir Þórarinn Guð- mundsson og Lúther Grímsson og til vara Einar Þorsteinsson. Stjórninni var falið að undirbúa dagskrá Sjómannadagsins til að leggja fyrir næsta fund í Fulltrúa- ráði Sjómannadagsins er halda skyldi, ekki síðar en um miðjan apríl næstkomandi. Á næsta fundi hafði svo stjórnin tilbúið svohljóðandi uppkast að dag- skrá sem formaður las upp og út- skýrði: 1. KI. 08,00: Fánar dregnir að hún á skipum. Heið- ursvörður settur við Leifstyttuna. Merkjasala hefst. Allt séu þetta liðir sem setji hátíð- arbrag á daginn, en beri engin útgjöld í för með sér. Skipsmenn dragi upp fána hver á sínu skipi. Lögreglustjóri hafi lofað að sjá um heiðursvörð við Leifsstyttuna, en í kringum hana þurfi að laga og skreyta. Hafinn væri und- irbúningur merkjasölu. 2. Kl. 10,00. Opnuð Sjávarútvegs og siglingasýn- ing í Markaðsskálanum Hvað þennan lið snertir, þá væri þegar búið að fá leyfi fyrir Grænmetisskála ríkisins fyr- ir sýningunni í allt að hálfan mánuð. Stjórnin hefði unnið dálítið í málinu og undirtektir hefðu allsstaðar verið góðar. 3. Kl. 13.00. Þátttakendur í hópgöngu sjómanna komi saman við stýrimannaskólann. Þar sem liðinu verði fylgt. 3. Kl. 13.30. Hópgangan leggur af stað frá Stýri- mannaskólanum um miðbæinn og stað- næmst í fylkingum beggja megin Leifs- styttunnar, sem yrði umkringd pöllum og skreitt í tilefni dagsins. 5. Kl. 14.00. Aðalræður dagsins og minningarat- höfn við Leifsstyttuna. Fundurinn yrði Kór sjómanna og Sigfús Halldórsson flytja lagið „Stjáni blái“, stjórnandi Jan Moraviek. 28 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.