Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 26

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 26
Merkisberar félaganna tóku sér stöðu í röðum sitt hvoru megin við styttuna og sömuleiðis þeir sem báru íslenzku fánana. Af þessu öllu varð mikil fánaborg og glampaði á fán- ana í sólskininu, hátt yfir mann- fjöldann. Þeir sem göngunni stjórnuðu sáu um að engin þröng myndaðist er skrúðgangan kom að styttunni. Þátt- takendurnir í skrúðgöngunni skip- uðu sér er þangað kom í reglulegar raðir, og fór allt svo skipulega fram að hvergi bar útaf. Svo heppilega vildi til, að norðan- storminn hafði lægt, meðan á göng- unni stóð, og var blíðalogn á Skóla- vörðuhæðinni meðan hátíðahöldin fóru þar fram. Við Leifsstyttuna fór fyrst fram minningarathöfn. A leiði einu í Foss- vogskirkjugarði er trékross, sem á er letrað: Óþekkti sjómaðurinn 1933. Þama er grafinn ókunnur sjómað- ur, sem talinn er vera einn af áhöfn togarans Skúla fógeta, er fórst 1933. Þessi óþekkti sjómaður var jarðsung- inn af Sr. Arna Sigurðssyni 27. maí sama ár. Ræða sú sem presturinn flutti við þetta tækifæri var sér- prentuð og gefin út af Sjómanna- félagi Reykjavíkur. I ræðunni kom fyrst fram hugmyndin um að heiðra minningu óþekkta sjómannsins með svipuðum hætti og aðrar þjóðir heiðra minningu „óþekkta her- mannsins“. Fulltrúaráð Sjómannadagsins ákvað að heiðra minningu þessa óþekkta sjómanns, sem sameiginlegt tákn látinna sjómanna. Um leið og athöfnin við Leifsstyttuna hófst var lítil telpa, Helga dóttir formanns Sjó- mannadagsráðs, látin leggja fagran blómsveig á leiðið. Tilkynnt var með trumbuslagi að látinna sjómanna yrði minnst með einnar mínútu þögn um allt land og sjómennimir létu fána sína drjúpa, meðan á þögninni stóð. Á þessum fyrsta Sjómannadegi var það siglingamálaráðherra, Skúli Guðmundsson atvinnumálaráðherra, sem minntist látinna sjómanna jafn- framt því sem hann flutti aðalræð- una á þessari útisamkomu. En fyrir Sjómannadaginn hafði Fulltrúaráð Sjómannadagsins skrifað prestunum bréf og beðið þá að minnast sjó- manna í ræðum sínum þennan dag. Á eftir þögninni söng söngsveit sjó- manna „þrútið var loft“, þótti það vel til fallið að velja þetta kvæði til söngs, kvæðið um þjóðhetjuna og framfaramanninn sem sökk í hafið með brúði sína, um leið og minnst er þeirra manna, er látið hafa lífið í baráttunni fyrir bættum högum þjóð arinnar. Að minningarathöfninni lokinni, steig Ólafur Thors í ræðustólinn sem fulltrúi útgerðarmanna og afhenti Sjómannadagssamtökunum bikarinn fagra frá Félagi íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda, með nokkrum velvöld- um orðum til Sjómannastéttarinnar. Hann sagði að sjómaðurinn berðist ekki eingöngu fyrir sinni eigin af- komu, heldur legði hann grundvöll- inn að afkomu margra annarra. Fyr- ir þrennt hefðu íslenzkir sjómenn öðlast viðurkenningu og vináttu al- þjóðar, vegna nauðsynjar þjóðarinn- ar á starfinu, vegna áhættu starfsins og fyrir hinn frábæra dugnað. Að lokum gat ræðurmaður þess, að forstöðumenn Sjómannadagsins hefðu ákveðið að nota grip þennan í verðlaun fyrir björgunarsund. Væri því vel tekið, því aldrei væri sjómað- urinn meiri, en þegar hann legði líf sitt í hættu til að bjarga öðrum. Skúli Guðmundsson avinnumála- ráðherra flutti þarna aðalræðuna. Var það snjallt erindi um sjómann- inn og baráttu hans fyrir þjóðina alla bæði fyrr og síðar og hvernig störf íslenzkra sjómanna og bænda hefðu verið saman slungin frá fyrstu tíð. Hann talaði um Sjómannadaginn sem nú væri hátíðlega haldinn í fyrsta skifti. Honum fannst það eigi von- um fyrr, að einni dagstund væri sér- staklega varið til að minnast sjó- manna svo þjóðnýt sem störf þeirra væru. Honum fannst þá ranglæti framið, ef þeim mönnum er þrengri stakkur skorinn eða málsverður þeirra minni gerður heldur en ann- arra stétta í landinu, sem hafa áreynsluminni og áhættuminni störf- um að gegna. Hér þarf að standa á verði. I ræðu sína tók hann upp erindi úr kvæði Einars Benedikts- sonar, Útsær, og dróg af því sam- líkingar úr lífi sjómanna. Að ræðu ráðherra lokinni var leikið Ó, guð vars lands, og þar með var athöfninni við Leifsstyttuna lok- ið. Dreifðist nú mannfjöldinn og hélt í áttina til hafnarinnar þar sem róðra og sundkeppni sjómanna átti að fara fram. Við höfnina var eins fagurt um að litazt, sem frekast varð á kosið. Glaða sólskin og dálítill andvari. Varð brátt órofin mannþröng við höfnina, þar sem íþróttakeppnin fór fram, og þrengdu menn sér allsstaðar þar sem einhver von var að geta séð það sem þar var að gerast. I stakkasundi voru skráðir 9 menn til keppni. Sigurvegari í þessu sundi varð Jóhann Guðmundsson b. v. Hilmi, á 2 mín 59,7 sek. Annar varð Vigfús Sigurjónsson b. v. Garðari, á 3 mín. 1,4 sek. og þriðji Loftur Júlí- usson b. v. Baldri á 3 mín 4,5 sek. Allt voru þetta ungir piltar. I kappróðrinum tóku þátt 11 skipshafnir. Hlutskarpastir urðu skipverjar á bv. Hilmi á 3 mín 58,3 sek. Næstir urðu skipverjar af Agli Skallagrímssyni á 4 mín. 1,1 sek. Seinast var svo keppt í knatt- spyrnu og reipdrætti á íþróttavell- inum og áttust þar við Hafnfirðingar og Reykvíkingar í báðum liðunum. Eins og svo oft, urðu miklar svifting- ar í reiptoginu, en Reykvíkingar báru sigur af hólmi. Síðasti þáttur Sjómannadagshá- tíðahaldanna var sjómannafagnaður að Hótel Borg. Var þar eins fjöl- mennt og húsrúm frekast leyfði. For- maður Sjómannadagsráðs setti hófið en Kristján Bergsson forseti Fiski- félags íslands stýrði samsætinu og kynnti ræðumenn fyrir hlustendum en öllu var útvarpað sem þarna fór fram. Fulltrúi fyrir hverja starfs- grein sjómannastéttarinnar flutti þarna stutt ávarp. Sigurjón Einars- son mælti fyrir hönd skipstjóra, Júlíus Kr. Ólafsson fyrir vélstjóra, Óskar Jónsson fyrir Sjómannafélag Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, Grímur Þorkelsson fyrir stýrimenn, Halldór Jónsson fyrir loftskeyta- Framhald á bls. 49. 32 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.