Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 32

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 32
Hluti af einni af hinum glæsilegu setstofum um borð í „Wilhelm Gustloff". borgar á tveimur dögum, eins og ætlunin er, ef við eigum að fara krókaleiðir," sagði skipstjórinn. „Gustloff“ brýst gegnum brimið og storminn — og siglingaljósin loga glatt eins og áður. Skyndilega heyrist gamalkunn rödd gegnum hátalarann. Það er Hitler, sem er að tala. „ í tólf ár hef ég haldið ör- lagaþræði þýzku þjóðarinnar í hendi minni,“ æpir hann. Yfirmenn skipsins ræða vanda- mál stundarinnar. Eiga þeir að skrúfa fyrir foringjann og hætta þannig á klaganir þeirra gestapo- sinnuðu, sem um borð kynnu að vera, eða hætta á að hleypa æsingu í fólkið með því að leyfa honum að halda áfram orðaflaumi sínum? Þegar hér var komið sögu, naut Hitler vinsælda harla fárra. Loks tóku þeir ákvörðun — lok- uðu fyrir útvarpið, er ræðan var hér um bil hálfnuð. Skýringin var — bilun í útvarpinu. Klukkan er ekki nema tæplega sjö e. h., en ég er syfjaður og þreytt- ur eftir undanfarnar vökur. Eg leggst fyrir, — tek aðeins af mér skóna og hálsbindið. Mig dreymir um bernsku mína í Berlín. Skyndilega vakna ég með andfælum. Þrjár ógurlegar sprengingar heyrast einhversstaðar að neðan, og skipið titrar eins og strá í vindi. Ljósin slokkna og „Wilhelm Gust- loff“ hallast skyndilega á bakborða. Ég kastast ómjúklega upp að veggn- um. Við hljótum að hafa rekizt á tund- urdufl, hugsa ég. En ég óttast ekki. „Gustloff“ er stórt og rammbyggt skip, og það kemst örugglega til hafnar. Svo er Eystrasaltið ekki nema um 35 feta djúpt á þessum slóðum eftir því sem mér reiknast til. Einn af læknunum er óttasleginn og þýtur út úr klefanum. Er hann opnar dyrnar, heyri ég skelfingaróp úti fyrir. Konur æpa, gamalmenni stynja og börnin kjökra hjálparvana. Ég lít á sjálflísandi skífuna á úr- inu mínu. — Klukkan er 9,15 e. h. Varaljósamótorinn hefur verið tengdur, og ljósin koma á ný. — Ég fer fram úr og klæði mig í frakkann. Það er erfitt að halda jafnvæginu. Ég reyni að geta mér til um hallann á skipinu. Hann hlýtur að vera kringum 40 gráður — á bakborða. Börnin þrýsta sér, ráðavillt og óttaslegin, upp að mæðrum sínum, hinni hinztu hjálparhellu. Maður reynir að taka sem minnst eftir því — það kemur svo ónotalega við hjartað. Björgunarbátarnir og flekar, sem flotkraninn hafði sett lauslega upp á sóldekkið í höfn, eru nú á fleygi- ferð fram og aftur og engin leið að ná haldi á þeim. Skammt frá mér sé ég, er einn bátanna rennur með ofsahraða eftir sleipu þilfarinu og lendir af afli miklu á stórri mann- þyrpingu. Margir úr hópnum kastast við áreksturinn út fyrir borðstokk- inn og hverfa í freyðandi öldurnar. Einn af yfirmönnum skipsins flýt- ir sér fram hjá okkur, en segir okk- ur um leið, hvað gerzt hefur. .... þrjú tundurskeyti. Rússnesk- ur kafbátur. Nær öll skipshöfnin fórst við sprengingarnar, annaðhvort í vélarrúmi eða í klefum sínum!“ Nú fyrst geri ég mér fyllilega ljóst hver alvara er á ferðum. Er ég loks kemst upp á efsta þilfar, eru drun- urnar í vatnsflaumnum, sem streym- ir inn í skipið, orðnar svo geigvæn- legar, að kvein og neyðaróp fólks- ins heyrast varla lengur. „Wilhelm Gustloff“ hnígur dýpra og dýpra í hafið. Troðningurinn er afskaplegur. Þótt sumir falli í yfirlið, geta þeir ekki dottið, svo þétt er þröngin. Samt sem áður tekst mér einhvern veginn að finna stigann upp á bátaþilfarið. Þar kem ég auga á Karl, vin minn. Ég kalla til hans. An þess að svara, klifrar hann yfir riðið — og hverfur. Ég lít á úrið mitt. Klukkan er tíu. Skyndilega taka eimpípurnar að blása óaflátanlega. Allt í kringum mig hanga karlar og konur hjálparvana á hverju sem hendi er næst, og örvæntingarópin kveða við: „Hjálp! Hjálpið mér!“ „Getið þið ekki hjálpað mér?“ Æðandi og ýlfrandi stormurinn rífur höfuðfötin af fólkinu og feyk- ir þeim eitthvað út í buskann. Eim- pípurnar blása án afláts, rétt við eyrun á mér, svo það er eins og höf- uðið ætli að klofna þá og þegar. „Wilhelm Gustloff“ kippist til, hallast enn meira á bakborða — og sígur dýpra og dýpra í æðandi öld- urnar. Ég ætla að fara að stökkva fyrir borð, en áður en mér gefst tóm til þess að hreyfa mig, er vatnið risið mér upp undir hendur. Og á næsta andartaki er ég farinn að synda eins og óður maður — eitthvað — eitt- hvað burt frá sökkvandi flakinu. Ég heyri eimpípumar blása. Fólk- ið æpir og veinar . . . eimpípurnar þagna . . . ekkert . . . Skyndilega sé ég, að tunglsljósið endurkastast frá gráum síðum bjarg- báts skammt frá. Ég sleppi taki á 38 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.