Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 37
18 skólaskip með um 1100 unglinga frá 8 löndum tóku þátt í kappsiglingu í júlí í
sumar frá suðurströnd Noregs til Ostende í Belgíu. Ólafur Noregskonungur var við-
staddur um borð í konungsskipinu „Norge‘0, þegar siglingin hófst. Myndin sýnir
nokkur skipanna í Oslóarhöfn.
loftvogin byrjað að falla ört, svo að
yfirmenn þessara skipa áttu að geta
gert sér ljóst, að hyggilegra væri að
draga sig út úr hinni óvörðu höfn, í
opinn sjó til þess að mæta væntan-
legu ofviðri. En umhverfið var hlað-
ið taugaspenningi. Hver minnsta
óvænt hreyfing gat valdið stórskota-
hríð milli keppinautanna, og þó til-
kynningar hefðu borist um, að fár-
viðri væri að nálgast Upolu, var
spennan svo hörð í þessari togstreitu,
að enginn vildi létta akkerum til
þess að koma sér út úr skerjaklas-
anum á rúmsjó.
Afleiðingin varð sú að aðeins eitt
af þessum skipum, komst af úr hild-
arleiknum, enska herskipið Calli-
ope, sem vegna sjómennsku hæfi-
leika skipstjóra og skipshafnar, tókst
að komast framhjá brotnandi skip-
um, gegnum margfaldan skerjaklasa
út á rúmsjó. Hin skipin fengu á sig
brotsjói og fylltust af sjó og sukku
eða rak á land og brotnuðu í spón,
145 sjómenn fórust í þessu veðri.
Beinagrindina af þýzka herskipinu
Adler, má enn sjá á kóralrifi í Apia,
þar sem það brotnaði í tvennt.
Þjóðverjum tókst loks að ná yfir-
ráðum á vestur Samoa frá árinu
1900 til 29. ágúst 1914, en þann dag
setti nýsjálenzkur leiðangur herlið
á land og án þess að einu einasta
skoti væri hleypt af, var Union Jack
dreginn að hún. Stjórn Nýja-Sjá-
lands á eyjunum í umboði Bretlands
stóð til loka síðari heimstyrjaldar,
en þá kröfðust SÞ umboðsstjómar í
Samoa eins og öðrum Kyrrahafseyj-
um, og fóru Nýsjálendingar með um-
boð þar á þeirra vegum.
Hinn takmarkaði útflutningur
landbúnaðarafurða, sem eyjaskeggj-
ar byggja gjaldeyristekjur sínar á,
hefir að undanfömu orðið fyrir tals-
verðu verðfalli, einkum á kakaó,
kopra og bananamörkuðum. En Eyj-
arskeggjar lifa ekki neinu luxuslífi,
lifnaðarhættir eru mjög einfaldir og
matvælaframleiðsla er langt fram
yfir eigin þarfir, svo auðvelt er að
draga úr gjaldeyrisfrekum innflutn-
ingi.
Mata ’Afa er bjartsýnn
á framtíðina fyrir Samoaeyjar og
segir: Okkur Samoabúum heppnast
allt sem við tökum okkur fyrir hend-
ur, því við lifum í guðsótta og góð-
um siðum.
Sem svar um álit hans á nýlendu-
stjórn Nýsjálendinga sagði höfðing-
inn hreint út: — Sagan sannar að
hinn stutta yfirráðatíma Þýzkalands
yfir Samoaeyjum átti sér stað mikil
uppbygging, en Nýja Sjáland gerði
ekki annað í 40 ár, en að bíða eftir
þróuninni.
Nýja Sjáland hefir sjálft haft við
svo mikla efnahagslega örðugleika
að stríða í eigin landi, einkum vegna
minnkandi útflutningsframleiðslu,
að það hefir ekki getað séð af fjár-
hagsstuðningi til umboðsstjórnar-
landanna Samaoa og Cook-eyjanna.
Eitt af þeim atriðum í framtíðar-
stjórn Samoa, sem Tamasese og for-
sætisráðherra hans Malietoa eru
sammála um, er það, að gera ekki
eyjarnar að hvíldarheimili fyrir
ferðamenn. Þeir hafa báðir séð
hvernig það hefir reynzt á Hawai og
Tahiti, þeir innfæddu eru að verða
í minnihluta. Við viljum gjarnan
lofa ferðamönnum að koma til þess
að sjá fegurð eyjanna og fólkið, en
við viljum ekki koma hér upp nein-
um peningasjúgandi stofnunum.
Það er því allt útlit fyrir, að
Samoa-eyjarnar verði áfram ein síð-
asta Paradís á jörðinni.
(Úr: Sjömannen).
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 43