Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 40
brigðum. Algengasta sögnin til sjós
er um skipstjóra að nafni „Van de
Decken“. Fyrir guðlast sitt hlaut
hann þann dóm að vera á enda-
lausri siglingu fyrir Góðrarvonar-
höfða án þess að komast nokkurn
tíma í höfn. I hollenzku sögninni
er um að ræða anda hollenzks sjó-
manns. Sá hét „Van Straaten í lif-
anda lífi. I þýzku sögninni heitir
hetjan Herr von Falkenberg. Hann
er dæmdur til að vera á endalausri
siglingu á Norðursjónum á stjórn-
lausu og stýrislausu skipi, hann spil-
ar á teninga um sál sína við sjálf-
an skrattann.
I skrifum sir Walters Scotts var
Hollendingurinn fljúgandi upphaf-
lega skip hlaðið silfri og gulli. Morð
var framið um borð, eftir það kom
upp drepsótt um borð. Allar hafnir
voru þá lokaðar hinu ógæfusama
skipi.
Wilhelm Richard Wagner notaði
sögnina í óperunni „Der Fliegende
Hollander" og David Belasco not-
aði sögnina þegar hann skrifaði sjón-
leikinn „Van Der Decken“ fyrir
David Warfield.
Hinar miklu vinsældir Meyerbeers
við Óperuna í París höfðu þau áhrif
á Wagner að hann lagði leið sína
þangað. Hann fór sjóleiðis frá Kön-
ingsberg 1839. Sjóferðin stóð yfir í
hálfa fjórðu viku og var storma-
söm. Þetta kom honum til að semja
lög við áður samdan teksta sem
byggðist á munnmælunum um Fljúg-
andi hollendinginn. Tekstinn í þess-
ari óperu Wagners var á margan hátt
frávik frá flestum útgáfum munn-
mælanna um Hollendingimi fljúg-
andi. Óperan fékk ágætar viðtökur
í Dresden .2. janúar 1843.
Vafalaust hefur hin stutta en
stormasama sjóferð Wagners um at-
hafnasvæði Hollendingsins fljúgandi
eins og það er tilgreint í hinu þýzka
afbrigði munnmæla sögunnar skap-
að honum skilning og tilfinningu
fyrir hljóðfalli hreyfinga, en á því
sviði átti hann erfitt með að ná full-
um tökum fyrst framan af sönglistar
starfsemi sinnar. Hafið er hin mikla
uppspretta takts og tóna og hvergi
kemur það betur í ljós en við Hom-
höfða og smækkaðri mynd rétt suð-
ur af Góðrarvonarhöfða.
Við Hornhöfða er kaldara og veðr-
áttan yfirleitt verri en við Góðrar-
vonarhöfða. Sá síðarnefndi bætir það
upp með mögnuðum munnmælasög-
um. Jarðeðlislega er margt líkt með
báðum þessum miklu suðlægu höfð-
um. Báðir eru á mörkum víðáttu-
mikilla heimshafa. Þar, sem þau
mætast, blandast saman straum-
ar þeirra. Við Hornhöfða veldur
samruninn miklum stormum og tíð-
um fárviðrum. Við Góðrarvonar-
höfða nær árstíðavindurinn stund-
um næstum eins miklum styrkleika
þegar hann blæs af Indlandshafi.
Þess vegna hlaut höfðinn upphaflega
nafnið Illviðra eða Stormahöfði
(CAPE of storms).
A Suður-Indlandshafi myndar
Suður-Miðjarðarstraumurinn hring-
laga straumkerfi, sem skýtur grein-
um til suðvesturs báðummegin við
Madagaskar, greinin sem gengur
vestan við eyjuna kallast Mosam-
bique straumur styrkleiki hans eykst
eftir því sem sunnar dregur. Und-
an Suðurodda Afríku kallast hann
Agulhastraumur. Þar mætir hann
vestanáttarstraumnum af Suður-
Atlantshafi eftir að hafa brotist inn
1 hann að nokkru leiti snýr hann til
austurs ásamt straumkvíslinni, sem
rennur til suðurs austan við Mad-
agaskar. Þegar vetur er á Norð-
urhveli jarðar blása staðvindurinn
og árstíðavindurinn báðir frá norð-
austri og styrkja hvor annan. Heild-
ar straumurinn á Norður-Indlands-
hafi er þá yfirleitt vestur á við ásamt
sterku austlægu mótstreymi. Lönd-
in koma þó í veg fyrir kerfi hring-
strauma til jafns við það sem er að
finna í öðrum höfum.
Við Góðrarvonarhöfða er að finna
eins gott dæmi um samverkandi öfl
lofts og lagar og nokkursstaðar ann-
ars staðar á hnettinum. Við austur
og suðurströnd Góðrarvonarhöfða
rennur Aqulhastrumurinn, hann er
nægilega sterkur til að mynda
straum, sem rennur í gagnstæða átt,
hann rennur í norðaustur upp við
ströndina, þennan straum færa skip
sér í nyt á leið frá Höfðaborg til
Natal. Við Vesturströndina er
straumurinn til norðurs. Hann hef-
ur beygt frá stefnu Vestanáttar-
straums stormabeltisins fyrir sunn-
an 40. breiddargráðu. Vegna þess að
hann kemur frá Suður-íshafssvæð-
inu er hann miklu kaldari en
Aqualstraumurinn. Báðir þessir
straumar mætast við suðurodda
Afríku og valda heitum og köldum
víxlstraumum. Þessi hluti strandar-
innar er undirorpinn ámóta sterkum
vestlægum og suð-austlægum vind-
um, sem oft ná miklum ofsa. Auð-
sjáanlega er þetta ástæðan til þess
að Diaz kallaði höfðann Cabo Tor-
mentoso. Hin mörgu skip, sem þarna
hafa strandað og farizt á liðnum öld-
um eru vitni um veðráttuna.
Margir sjómenn, sem siglt hafa á
þessum slóðum, hafa í margar aldir
„séð“ vofuskipnð Hollendinginn
fljúgandi þegar veður hefur verið
vont við Góðrarvonarhöfða. Sjó-
menn algerlega allsgáðir eru reyðu-
búnir að sverja að hið ógæfusama
skip sé enn á flækingi í vofulíki. Að
verða á vegi þess hefur alltaf talizt
illur fyrirboði.
Ekki þarf að fara langt aftur í
tímann, eða treysta eingöngu á sögu-
sagnir venjulegra sjómanna. I
minnisbók tveggja sona Játvarðar
VII. (Annar þeirra síðar GeorgV)
skrifuðu þeir á ferð um borð í H. M.
S. Baccante 1881 meðal annars. Kl.
4 f. h. sigldi Hollendingurinn fíjúg-
andi þvert fyrir framan skipið. Und-
arlegt rautt ljós sást eins og glóa
frá vofuskipi. I miðju ljósinu sáust
greinilega í um 200 stika fjarlægð
möstur, rár og segl á briggskipi.
Varðmaðurinn á bakkanum tilkynnti
að skipið væri rétt við bakborðs
kinnung. Þar sá yfirmaðurinn á
stjórnpalli það líka greinilega og enn
fremur sjóliðsforingja lærlingur á
afturþilfari, hann var strax sendur
fram á bakka, en þegar þangað kom
var ekkert merki um skip sjáanlegt,
hvorki nærri eða lengra frá, nótt-
in var björt og sjór sléttur, þrettán
menn alls sáu skipið, en hvort þetta
var Hollendingurinn fljúgandi eða
eitthvað annað veit enginn. Forma-
line og Cleopatra, sem sigldu fram-
undan á stjórnborða, spurðu með
ljósmerkjum, hvort við hefðum séð
hið undarlega rauða ljós.
I bókinn „A sailors Treasury“ eft-
ir Frank Shay, segir meðal annars:
„Þeir sem hafa séð eða heyrt um
skipið, sem þekkt er undir nafninu
Hollendingurhin fljúgandi hafa ýms-
ar hugmyndir um þá bölvun, sem á
46 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ