Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 45

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 45
Undanfarna Sjómannadaga hafa félagssamtök kvenna staðið að kaffisölu, þar sem þær hafa borið fram heimabakaðar kökur, snittur, brauð og annað góðgæti endurgjalds- laust og hefur ágóðanum verið varið til að gleðja vistfólk á Hrafnistu um jólin. — Frúrnar, er sjást hér á myndinni, komu með fyrir síðustu jól yfir 30 þúsund krónur í jólaglaðning til vistfólksins i Hrafnistu, og eru þær taldar frá vinstri, efri röð: Frú Laufey Halldórsdóttir, form. Kvenfélagsins Aldan; frú Guðlaug Sigurðardóttir, form. Kvenfélagsins Bylgjan; frú Kristín Hjörvar, form. Kvenfélagsins Keðjan. — Fremri röð: Frú Anna Óskarsdóttir; frú Hrefna Thoroddsen, form. Kvenfélagsins Hrönn; frú Gróa Pétursdóttir, form. Kvennadeildar Slysavarnafélags íslands; frú Jónína Loftsdóttir. — Stjórn Sjómannadagsráðs færir öllum þeim konum, er staðið hafa að kaffisölunni á undanförnum Sjómannadögum alúðar þakkir. virt við þá, sem það gera, og með- ferðin á þeim, sem sýnt hafa sparn- aðarviðleitni og reynt að búa í hag- inn fyrir seinni tímann — þekkjum við. — Undanfarin ár hefur Full- trúaráð Sjómannadagsins reynt að afla fjár til dvalarheimilis fyrir aldr- aða sjómenn og útslitna. Hlaut mál- efni þetta miklar vinsældir og stuðn- ing, og mikið fé safnaðist strax fyrstu árin. Þegar gengi peninganna var fellt nú fyrir skömmu, nam fjáreign- in á þriðju milljón króna. — Fyrir nokkrum árum var hægt að fá nægi- legt byggingarefni, svo hægt hefði verið að byrja að byggja og komast dálítið áleiðis, en okkur þótti það óráðlegt og óforsvaranlegt að hefja framkvæmdir er allt virtist marg- falt dýrara en skynsemi mælti með að það ætti að vera. Þá vissum við ekki, að þeir yrðu verðlaunaðir, sem sýndu mesta ó- hagsýni og færu illa með fé. Þetta er þó komið á daginn og því er nú komið sem komið er. Með því að bíða og lána féð í Stofnlánasjóð útvegsins meðal ann- ars, þá hefur byggingarsjóður dval- arheimilisins tapað um einni milljón króna við gengisfellinguna hvað kaupmátt snertir á erlendu efni og innlendi kostnaðurinn heldur áfram að hækka. Hvað þessa töpuðu milljón snertir, þá vonum við, að þeir hafi fengið sem þurftu, en ekki að einhverjum hafi verið gefið nýtt' tækifæri til að auka óhófseyðslu sína. Ef til vill borgar ríkið okkur þetta til baka seinna, þegar það getur, en það verð- ur þá endurgjald en ekki gjöf. En það skuluð þið vita, að við munum ekki linna sóknina og við vonum að allur almenningur rétti okkur örf- andi hjálparhönd.“ Það opinbera bætti fjársöfnuninni síðar gengistapið með því að gefa Fulltrúaráði Sjómannadagsráðs að- stöðu til að efna til landshappdrættis til fjáröflunar til byggingarfram- kvæmdanna, með sérstökum lögum frá Alþingi og leyfi til 10 ára til að byrja með. Áður var búið að reyna fjáröflun með skemmtunum, skemmtisiglingum, sjómannakabar- ett, og nýbúið að fá leyfi til kvik- myndahússreksturs. Alls hafði safn- azt með þessu móti og almennum gjöfum rúmar fjórar milljónir króna til byggingarframkvæmdanna. Þegar Happdrættti D. A. S. hóf starfsemi sína á Sjómannadaginn 1954, var búið að koma aðalbygging- unum undir þak og var hornsteinn byggingarinnar lagður við þetta tækifæri af forseta Islands, Ásgeiri Ásgeirssyni, og voru þessi Sjómanna- dagshátíðahöld mjög fjölmenn og hin hátíðlegustu. Sérstaklega vakti hóp- ganga sjómanna í þetta skipti mikla athygli. Gengið var frá Rauðarárvík inn að dvalarheimili og var mikið og nýsmíðað víkingaskipslíkan í farar- broddi, en skipið var fullmannað þekktum sjómönnum frá skútuöld- inni, sem flestir voru komnir um átt- rætt. Ganga þessi var kvikmynduð, en mikið af hátíðahöldum Sjómanna- dagsins hefur verið kvikmyndað fyr- ir seinni tímann, þar á meðal kvik- myndin Islands Hrafnistumenn. Við komu happdrættisins, sem undir eins náði almenningshylli, greiddist mjög úr fjárhagsörðugleik- um varðandi áframhaldandi bygg- ingar, en um leið dró úr almennum gjöfum og öðrum fjáröflunaráform- um. Allur undirbúningur þessara bygg- ingarframkvæmda var meiri og tíma- frekari en ókunnuga getur órað fyr- ir, engin leyfi og enginn hlutur fékkst nema með miklum eftirgangsmun- um og aldrei var með vissu vitað, hvort hægt væri að halda áfram, en ríkisstjórninni ber þó sérstaklega að þakka góðan stuðning varðandi und- irbúning þessara framkvæmda, og erfiðleikana ber að kenna sérstak- lega óvenjulegu ástandi og misþenslu í atvinnulífinu á þessum árum. Að lokinni margvíslegri togstreitu um stað fyrir heimilið, sem endaði með tvöföldum umræðum og at- kvæðagreiðslu með nafnakalli í Sjó- mannadagsráði, var fyrst skipuð byggingarnefnd 22. nóv. 1951, og var SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.