Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Blaðsíða 48
Breiðfirsk bátasigling á Sjómannadaginn.
Sjómannadagurinn úti um land
Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur um allt land. Fer hér á eftir það
sem náðst hefur til af upplýsingum frá einstökum sjávarþorpum. I næsta blaði (1963)
verður getið hátíðahalda á Akureyri, sem þar verða þá 25 ára.
Sjómannadagurinn
í Grafarnesi
í Grafarnesi við Grundarfjörð var
fyrst byrjað að halda Sjómannadag-
inn hátíðlegan árið 1945 og hefur
hann verið haldinn hátíðlegur nær
óslitið síðan. Þá var Grafames að
byrja að byggjast og um það leyti
varð til sá vísir að útgerð, sem nú
er hér rekin, en undanfarin ár hafa
gengið héðan átta og níu bátar á
vetrarvertíðum. Þeir menn, sem for-
ustu höfðu um hátíðahöld fyrsta Sjó-
mannadagsins, voru þeir Runólfur
heitinn Jónatansson, Þorkell Run-
ólfsson og Björn Lárusson, en þeir
voru allir í stjórn slysavarnadeild-
arinnar á staðnum.
Hátíðahöldin hafa alltaf byrjað
með þeim hætti, að sjómenn, konur
þeirra og börn, sem og flestir þorps-
búar, hafa safnast saman innan við
þorpið og gengið skrúðgöngu undir
fánum í gegnum þorpið og niður að
höfninni. Þar hefur fáninn verið
hylltur og stjórnaði þeirri athöfn
lengi, svo og skrúðgöngunni, Kristj-
án heitinn Þorleifsson sýslunendar-
maður. Frá höfninni hefur jafnan
verið gengið til samkomuhússins,
sem hefur til skamms tíma einnig
verið skóli og kirkja, og þar hafa
menn hlýtt Guðsþjónustu, fyrri árin
hjá prófastinum síra Jósep Jónssyni
og hin síðari hjá sóknarprestinum
síra Magnúsi Guðmundssyni.
Að öðru leyti hafa hátíðahöld
dagsins farið fram með líku sniði
og annarsstaðar hefur tíðkast, tals-
menn útgerðarmanna og sjómanna
hafa haldið ræður í tilefni dagsins,
keppt í íþróttum, keppni í beitingu
og fleira þess háttar. — Kappróður
hefur ekki verið háður sakir skorts
á tilheyrandi bátum.
Agóðanum af skemmtunum dags-
ins var árið 1961 varið til byggingar
minnismerkis um drukknaða sjó-
Minnisvarði um drukknaða breiðfirska
sjómenn reist í Olafsvík.
54 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ