Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 56

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 56
Núverandi stjórn Sjómannadagsins. Talið frá vinstri: Jón Kr. Elíasson, gjaldkeri; Geir Guððmundsson, form. og Sigurjón Sveinbjörnsson, ritari. Páls Sigurðssonar, en síðan var stig- inn dans fram undir morgun. Sú tilhögun var upp tekin, strax eftir fyrsta Sjómannadaginn að kjósa nefnd til að annast hátíðahöldin næsta ár á eftir. Komu þá saman til fundar þeir, sem fyrir deginum höfðu staðið, og kusu eftirmenn sína. Hefur sá háttur verið hafður á æ síðan. Jón Halldórsson, nú bóndi í Skála- vík, en þá formaður í Bolungarvík, var kosin formaður Sjómannadags- nefndarinnar, er kosin var 1939 til þess að annast hátíðahöldin 1940, en meðnefndarmenn hans voru 11. þar af margir þeir sömu, er sæti áttu í fyrstu Sjómannadagsnefndinni. Að þessu sinni var Sjómannadagurinn haldinn 2. júní, og síðan hefur hann alltaf verið haldinn fyrsta sunnudag- inn í júní, eins og alls staðar annars staðar á landinu. A þriðja Sjómannadeginum, 1941, var í fyrsta sinn útiskemmtun um daginn, auk fjölbreyttrar inni- skemmtunar og dansleiks um kvöld- ið. Dagurinn hófst að venju á því, að sjómenn gengu í fylkingu til kirkju og hlýddu á messu hjá sr. Páli. Kl. 1 e. h. var svo skemmtun sett við brimbrjótinn af Finnboga Guð- mundssyni. Að því búnu fór fram kappróður milli formanna og há- seta. Róið var á tveim fjögramanna- förum, en þar eð bátarnir voru ekki nákvæmlega jafn stórir, var róið tvisvar, þannig að bæði liðin reru báðum bátunum, og síðan tekið meðaltal af róðrartíma þeirra. — Reyndist tími þeirra svo jafn, að hvcrugum var dæmdur sigur. Að kappróðrinum loknum var stakka- sund. Var synt um 45 metra vega- lengd við brimbrjótinn. Þátttakend- ur voru 6 að tölu. — Þetta fyrsta stakkasund vann Bergur Kristjáns- son, en næstur honum varð Guð- mundur Rósmundsson. Hlaut Berg- ur silfurnælu að verðlaunum, en Guðmundur áletraðan pening. Næst var svo reiptog milli for- inanna og háseta, og unnu hinir síð- arnefndu. Að lokum fór svo fram kappbeiting og voru keppendur 13. Hluskarpastur varð Halldór G. Hall- dórsson. — Að kappbeitingunni lokinni fór fram afhending verð- launa. — Einar Guðfinnsson, út- gerðarmaður, og Bjarni Eiríksson, kaupmaður, höfðu gefið Sjómanna- deginum tvo veglega verðlauna- gripi, er nú var keppt um í fyrsta skipti. Var það kappróðrarvitinn, silfurviti, mjög haglega gerður, er vera skal kappróðrarverðlaun sjó- manna, og vinnst hann ekki til eign- ar, — og silfurlóðabali, verðlaun í beitingarkeppni, er vinnst til eignar, ef sami maður vinnur hann þrisvar í röð eða alls fimm sinnum. Mjög almenn þátttaka er hér jafn- an í hátíðahöldum sjómanna, enda eru flestir Bolvíkingar tengdir sjón- um á einn eða annan hátt, og allir byggja þeir afkomu sína fyrst og fremst á sjósókn og fiskveiðum. — I kappróðrinum taka oft þátt lið karla og kvenna úr landi, t. d. starfs- fólk frystihússins, verzlunarmenn, iðnaðarmenn o. fl., og svo er einnig í öðrum kappgreinum, að fleiri en sjómenn eru þátttakendur. Eins og fyrr segir varð Halldór G. Halldórsson hlutskarpastur í kapp- beitingunni, þegar hún var háð í fyrsta skipti, árið 1941, og hélt hann meti sínu, 8 mín. 35 sek. allt til árs- ins 1956, en þá varð Sigurjón Svein- björnsson sigurvegari í beitinga- keppninni og var tími hans 8 mín. 34,7 sek. Næsta ár er hann einnig sigurvegari á 8 mín. 17,4 sek. og er það bezti tími, sem hér hefur náðzt í kappbeitingu. Arið 1954 var silfurlóðabalinn, er keppt hafði verið um í beitingu frá 1941, afhentur Asgeiri Guðmunds- syni til eignar, en hann hafði þá unn- ið balann 5 sinnum, en þó ekki í röð. Sama ár gáfu þeir Einar Guðfinnsson og' Bjarni Eiíksson aftur nýjan verð- launagrip fyrir kappbeitingu, silfur- bikar, sem ennþá er keppt um. — Auk þeirra verðlaunagripa, sem áður er getið, gaf Morgunblaðið verð- launabikar fyrir kvennasveitir í kappróðri og íshúsfélag Bolungar- víkur h.f. hefur gefið bikar, sem keppt er um af sveitum úr landi (öðrum en sjómönnum). Bolungarvík — ein sögufrægasta verstöð Vestfjarða. 62 SJOMANnadagsblaðið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.