Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 56
Núverandi stjórn Sjómannadagsins. Talið
frá vinstri: Jón Kr. Elíasson, gjaldkeri;
Geir Guððmundsson, form. og Sigurjón
Sveinbjörnsson, ritari.
Páls Sigurðssonar, en síðan var stig-
inn dans fram undir morgun.
Sú tilhögun var upp tekin, strax
eftir fyrsta Sjómannadaginn að kjósa
nefnd til að annast hátíðahöldin
næsta ár á eftir. Komu þá saman til
fundar þeir, sem fyrir deginum
höfðu staðið, og kusu eftirmenn sína.
Hefur sá háttur verið hafður á æ
síðan.
Jón Halldórsson, nú bóndi í Skála-
vík, en þá formaður í Bolungarvík,
var kosin formaður Sjómannadags-
nefndarinnar, er kosin var 1939 til
þess að annast hátíðahöldin 1940, en
meðnefndarmenn hans voru 11. þar
af margir þeir sömu, er sæti áttu í
fyrstu Sjómannadagsnefndinni. Að
þessu sinni var Sjómannadagurinn
haldinn 2. júní, og síðan hefur hann
alltaf verið haldinn fyrsta sunnudag-
inn í júní, eins og alls staðar annars
staðar á landinu.
A þriðja Sjómannadeginum, 1941,
var í fyrsta sinn útiskemmtun um
daginn, auk fjölbreyttrar inni-
skemmtunar og dansleiks um kvöld-
ið. Dagurinn hófst að venju á því, að
sjómenn gengu í fylkingu til kirkju
og hlýddu á messu hjá sr. Páli. Kl. 1
e. h. var svo skemmtun sett við
brimbrjótinn af Finnboga Guð-
mundssyni. Að því búnu fór fram
kappróður milli formanna og há-
seta. Róið var á tveim fjögramanna-
förum, en þar eð bátarnir voru ekki
nákvæmlega jafn stórir, var róið
tvisvar, þannig að bæði liðin reru
báðum bátunum, og síðan tekið
meðaltal af róðrartíma þeirra. —
Reyndist tími þeirra svo jafn, að
hvcrugum var dæmdur sigur. Að
kappróðrinum loknum var stakka-
sund. Var synt um 45 metra vega-
lengd við brimbrjótinn. Þátttakend-
ur voru 6 að tölu. — Þetta fyrsta
stakkasund vann Bergur Kristjáns-
son, en næstur honum varð Guð-
mundur Rósmundsson. Hlaut Berg-
ur silfurnælu að verðlaunum, en
Guðmundur áletraðan pening.
Næst var svo reiptog milli for-
inanna og háseta, og unnu hinir síð-
arnefndu. Að lokum fór svo fram
kappbeiting og voru keppendur 13.
Hluskarpastur varð Halldór G. Hall-
dórsson. — Að kappbeitingunni
lokinni fór fram afhending verð-
launa. — Einar Guðfinnsson, út-
gerðarmaður, og Bjarni Eiríksson,
kaupmaður, höfðu gefið Sjómanna-
deginum tvo veglega verðlauna-
gripi, er nú var keppt um í fyrsta
skipti. Var það kappróðrarvitinn,
silfurviti, mjög haglega gerður, er
vera skal kappróðrarverðlaun sjó-
manna, og vinnst hann ekki til eign-
ar, — og silfurlóðabali, verðlaun í
beitingarkeppni, er vinnst til eignar,
ef sami maður vinnur hann þrisvar
í röð eða alls fimm sinnum.
Mjög almenn þátttaka er hér jafn-
an í hátíðahöldum sjómanna, enda
eru flestir Bolvíkingar tengdir sjón-
um á einn eða annan hátt, og allir
byggja þeir afkomu sína fyrst og
fremst á sjósókn og fiskveiðum. —
I kappróðrinum taka oft þátt lið
karla og kvenna úr landi, t. d. starfs-
fólk frystihússins, verzlunarmenn,
iðnaðarmenn o. fl., og svo er einnig
í öðrum kappgreinum, að fleiri en
sjómenn eru þátttakendur.
Eins og fyrr segir varð Halldór G.
Halldórsson hlutskarpastur í kapp-
beitingunni, þegar hún var háð í
fyrsta skipti, árið 1941, og hélt hann
meti sínu, 8 mín. 35 sek. allt til árs-
ins 1956, en þá varð Sigurjón Svein-
björnsson sigurvegari í beitinga-
keppninni og var tími hans 8 mín.
34,7 sek. Næsta ár er hann einnig
sigurvegari á 8 mín. 17,4 sek. og er
það bezti tími, sem hér hefur náðzt
í kappbeitingu.
Arið 1954 var silfurlóðabalinn, er
keppt hafði verið um í beitingu frá
1941, afhentur Asgeiri Guðmunds-
syni til eignar, en hann hafði þá unn-
ið balann 5 sinnum, en þó ekki í röð.
Sama ár gáfu þeir Einar Guðfinnsson
og' Bjarni Eiíksson aftur nýjan verð-
launagrip fyrir kappbeitingu, silfur-
bikar, sem ennþá er keppt um. —
Auk þeirra verðlaunagripa, sem áður
er getið, gaf Morgunblaðið verð-
launabikar fyrir kvennasveitir í
kappróðri og íshúsfélag Bolungar-
víkur h.f. hefur gefið bikar, sem
keppt er um af sveitum úr landi
(öðrum en sjómönnum).
Bolungarvík — ein sögufrægasta verstöð Vestfjarða.
62 SJOMANnadagsblaðið