Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 57

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 57
Frá vinstri: Sigurjón Sveinbjörnsson og Ásgeir Guðmundsson, hafa unnið til eignar verðlaunabikara í beitingakeppni. — Finnbogi Bernódusson, hefur hlotið heiðurs- merki aldraðra sjómanna. — Hálfdán Einarsson og Bernódus Halldórsson, fyrrverandi formenn Sjómannadagsráðs. Fyrstu árin, eða frá 1939 til 1944 kaus fráfarandi Sjómannadagsnefnd eftirmenn sína, eins og áður hefur verið sagt, er annast skyldu undir- húning hátíðahaldanna á næsta ári. En 2. apríl 1945 héldu sjómenn með sér fund í barnaskólanum til þess að ræða stofnun félags, er hafa skyldi það markmið að annast hátíðahöld sjómanna ár hvert, og var á þeim fundi samþykkt einróma svohljóð- andi tillaga: „Fundur sjómanna, haldinn í barnaskólanum 2. 4. 1945 ályktar að stofna félagskap er hafi það verk- efni að sjá um hátíðahöld á Sjó- mannadaginn og hafi með höndum eignir hans og fjármuni.“ Skrifuðu síðan 37 viðstaddir fund- armenn undir yfirlýsingu um fé- lagsstofnun, þar sem svo segir m. a.: að þeir skuldbindi sig til að „ynna af hendi þau störf í þágu Sjómanna- dagsins, er félagið ákveður.“ Félagið nefndist Sjómannadagur- inn í Bolung^rvík og var fyrsta stjórn þess skipuð þessum mönnum: Bernódus Halldórsson, form.; Guð- mundur Ág. Jakobsson, ritari; Jón Kr. Elíasson, gjaldkeri. Hefur félagið síðan séð um há- tíðahöld Sjómannadagsins, en Sjó- mannadagsnefnd verið kosin ár hvert, sem haft hefur allan veg og Fyrrverandi formenn Sjómanndagsins og núverandi formaður, frá vinstri, í aftari röð: Kristján Fr. Kristjánsson, Kristján G. Jensson, Geir Guðmundsson (núver- andi formaður); fremri röð: Kristján Þ. Kristjánsso, Gísli Hjaltason, form. fyrstu Sj ómannadagsnef ndarinnar. vanda af undirbúningi og skipulagn- ingu hátíðahaldanna. Núverandi stjórn skipa: Geir Guð- mundsson, form.; Sigurjón Svein- björnsson, ritari; Jón Kr. Elíasson, gjaldkeri. Frá fyrstu tíð hafa eftirtaldir menn verið formenn Sjómannadags- ins: Gísli Hjaltason (1939), Jónas Halldórsson (1940—41), Kristján Þ. Kristjánsson (1942—44), Bernódus Halldórsson (1945), Háldán Einars- son (1946—48), Kristján G. Jensson (1949—50), Kristján Fr. Kristjáns- son (1951), Geir Guðmundsson (1952 og síðan). Árið 1948 er fyrst rætt um það á fundi Sjómannadagsins, að hann gerist þátttakandi í byggingu Fé- lagsheimilis Bolungarvíkur, og var á þeim fundi samþykkt að leggja fram kr. 8000,00 í byggingarsjóð fé- lagsheimilisins, gegn því hð Sjó- mannadagurinn fengi til afnota sjó- mannastofu í væntanlegri félags- heimilisbyggingu. Var gengið að þessu af hálfu byggingarnefndarinn- ar og sama ár hlaut Sjómannadagur- inn fulltrúa í stjórn Félagsheimilis- ins, Hálfdan Einarsson, skipstjóra, sem síðan hefur átt sæti í stjórn Fé- lagsheimilisins óslitið sem fulltrúi Sjómannadagsins. Þegar byggingu Félagsheimilisins var lokið, tók Sjó- mannadagurinn við sjómannastof- unni og hefur rekið hana með mikl- um myndarbrag síðan. Er sjómanna- stofan opin alla vetrarmánuðina og mikið notuð af sjómönnum í land- legum. Þar geta þeir setið við spil og tafl, lesið og gert sér annað til dægrastyttingar. Veitingar eru þar einnig á boðstólum. Þá geta að- komusjómenn fengið aðgang að baði í Félagsheimilinu. Sjómannastofan er hin vistlegasta, búin ágætum húsgögnum. Bókasafn er þar sæmilegt. Eru flestar bæk- urnar gjöf frá Eyjólfi Guðmundssyni bókbindara, en aðrir hafa einnig gef- ið þangað bækur. Málverk eftir Guð- mund Einarsson frá Miðdal prýðir þar einn vegginn, en það er gjöf frá Ishúsfélagi Bolungarvíkur h.f. Af öðrum gjöfum, sem sjómannastof- unni hafa borizt, má nefna Fiski- manninn, styttu eftir Guðmund frá Miðdal, er listamaðurinn sendi sjó- mannastofunni að gjöf, eftir að hafa komið þangað. Þá gaf Hólshreppur kr. 3000,00 til kaupa á útvarpstæki og nokkuð hefur sjómannastofunni áskotnazt í áheitum og peningagjöf- um frá ýmsum einstaklingum. Fiski- deild Bolungarvíkur hefur og styrkt sjómannastofuna oft, sömuleiðis hef- ur Fiskideild Vestfjarða veitt henni fjárhagsstuðning. Fyrir nokkrum árum barst sjó- mannastofunni 25 þús. kr. gjöf frá börnum gamals formanns, er róið hafði frá Bolungarvík á áraskipatím- anum, og einnig ánafnaði eitt syst- kinanna sjómannastofunni bókasafn sitt eftir sinn dag. Hafa þessir rausnarlegu gefendur óskað eftir SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.