Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Qupperneq 57
Frá vinstri: Sigurjón Sveinbjörnsson og Ásgeir Guðmundsson, hafa unnið til eignar
verðlaunabikara í beitingakeppni. — Finnbogi Bernódusson, hefur hlotið heiðurs-
merki aldraðra sjómanna. — Hálfdán Einarsson og Bernódus Halldórsson, fyrrverandi
formenn Sjómannadagsráðs.
Fyrstu árin, eða frá 1939 til 1944
kaus fráfarandi Sjómannadagsnefnd
eftirmenn sína, eins og áður hefur
verið sagt, er annast skyldu undir-
húning hátíðahaldanna á næsta ári.
En 2. apríl 1945 héldu sjómenn með
sér fund í barnaskólanum til þess að
ræða stofnun félags, er hafa skyldi
það markmið að annast hátíðahöld
sjómanna ár hvert, og var á þeim
fundi samþykkt einróma svohljóð-
andi tillaga:
„Fundur sjómanna, haldinn í
barnaskólanum 2. 4. 1945 ályktar að
stofna félagskap er hafi það verk-
efni að sjá um hátíðahöld á Sjó-
mannadaginn og hafi með höndum
eignir hans og fjármuni.“
Skrifuðu síðan 37 viðstaddir fund-
armenn undir yfirlýsingu um fé-
lagsstofnun, þar sem svo segir m. a.:
að þeir skuldbindi sig til að „ynna
af hendi þau störf í þágu Sjómanna-
dagsins, er félagið ákveður.“
Félagið nefndist Sjómannadagur-
inn í Bolung^rvík og var fyrsta
stjórn þess skipuð þessum mönnum:
Bernódus Halldórsson, form.; Guð-
mundur Ág. Jakobsson, ritari; Jón
Kr. Elíasson, gjaldkeri.
Hefur félagið síðan séð um há-
tíðahöld Sjómannadagsins, en Sjó-
mannadagsnefnd verið kosin ár
hvert, sem haft hefur allan veg og
Fyrrverandi formenn Sjómanndagsins og
núverandi formaður, frá vinstri, í aftari
röð: Kristján Fr. Kristjánsson, Kristján
G. Jensson, Geir Guðmundsson (núver-
andi formaður); fremri röð: Kristján Þ.
Kristjánsso, Gísli Hjaltason, form. fyrstu
Sj ómannadagsnef ndarinnar.
vanda af undirbúningi og skipulagn-
ingu hátíðahaldanna.
Núverandi stjórn skipa: Geir Guð-
mundsson, form.; Sigurjón Svein-
björnsson, ritari; Jón Kr. Elíasson,
gjaldkeri.
Frá fyrstu tíð hafa eftirtaldir
menn verið formenn Sjómannadags-
ins: Gísli Hjaltason (1939), Jónas
Halldórsson (1940—41), Kristján Þ.
Kristjánsson (1942—44), Bernódus
Halldórsson (1945), Háldán Einars-
son (1946—48), Kristján G. Jensson
(1949—50), Kristján Fr. Kristjáns-
son (1951), Geir Guðmundsson
(1952 og síðan).
Árið 1948 er fyrst rætt um það á
fundi Sjómannadagsins, að hann
gerist þátttakandi í byggingu Fé-
lagsheimilis Bolungarvíkur, og var
á þeim fundi samþykkt að leggja
fram kr. 8000,00 í byggingarsjóð fé-
lagsheimilisins, gegn því hð Sjó-
mannadagurinn fengi til afnota sjó-
mannastofu í væntanlegri félags-
heimilisbyggingu. Var gengið að
þessu af hálfu byggingarnefndarinn-
ar og sama ár hlaut Sjómannadagur-
inn fulltrúa í stjórn Félagsheimilis-
ins, Hálfdan Einarsson, skipstjóra,
sem síðan hefur átt sæti í stjórn Fé-
lagsheimilisins óslitið sem fulltrúi
Sjómannadagsins. Þegar byggingu
Félagsheimilisins var lokið, tók Sjó-
mannadagurinn við sjómannastof-
unni og hefur rekið hana með mikl-
um myndarbrag síðan. Er sjómanna-
stofan opin alla vetrarmánuðina og
mikið notuð af sjómönnum í land-
legum. Þar geta þeir setið við spil
og tafl, lesið og gert sér annað til
dægrastyttingar. Veitingar eru þar
einnig á boðstólum. Þá geta að-
komusjómenn fengið aðgang að baði
í Félagsheimilinu.
Sjómannastofan er hin vistlegasta,
búin ágætum húsgögnum. Bókasafn
er þar sæmilegt. Eru flestar bæk-
urnar gjöf frá Eyjólfi Guðmundssyni
bókbindara, en aðrir hafa einnig gef-
ið þangað bækur. Málverk eftir Guð-
mund Einarsson frá Miðdal prýðir
þar einn vegginn, en það er gjöf frá
Ishúsfélagi Bolungarvíkur h.f. Af
öðrum gjöfum, sem sjómannastof-
unni hafa borizt, má nefna Fiski-
manninn, styttu eftir Guðmund frá
Miðdal, er listamaðurinn sendi sjó-
mannastofunni að gjöf, eftir að hafa
komið þangað. Þá gaf Hólshreppur
kr. 3000,00 til kaupa á útvarpstæki
og nokkuð hefur sjómannastofunni
áskotnazt í áheitum og peningagjöf-
um frá ýmsum einstaklingum. Fiski-
deild Bolungarvíkur hefur og styrkt
sjómannastofuna oft, sömuleiðis hef-
ur Fiskideild Vestfjarða veitt henni
fjárhagsstuðning.
Fyrir nokkrum árum barst sjó-
mannastofunni 25 þús. kr. gjöf frá
börnum gamals formanns, er róið
hafði frá Bolungarvík á áraskipatím-
anum, og einnig ánafnaði eitt syst-
kinanna sjómannastofunni bókasafn
sitt eftir sinn dag. Hafa þessir
rausnarlegu gefendur óskað eftir
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 63