Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 58

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 58
Aldraðir sjómenn, er heiðraðir hafa verið á Sjómanndaginn, talið frá vinstri: Magnús Kristjánsson, Guðjón Jónsson, Jens Þórðarson, Jón Leví Jónsson, Hjálmar Þorsteinsson. því, að nafna þeirra væri ekki getið. Aldraðir sjómenn voru fyrst heiðr- aðir á Sjómannadaginn 13. júní 1954, en alls hafa 11 gamlir bolvískir sjómenn hlotið heiðurspening Sjó- mannadagsins. Þeir eru: Þorlákur Ingimundarson, Jens Jónsson, Guð- mundur Salomon Jónasson, Halldór Jónasson, Magnús Kristjánsson, Finnbogi Bernódusson, Benedikt Benediktsson, Jens Þórðarson, Hjálmar Þorsteinsson, Jón Leví Jónsson og Guðjón Jónsson. Allir hafa þessir menn átt langan og söguríkan sjómannsferil að baki. Margir hinna eldri sjómanna og forvígismanna Sjómannadagsins eru fallnir í valinn. Einn þeirra er Óskar Halldórsson, er var annar hvatamað- urinn að stofnun Sjómannadagsins. Óskar lifði aðeins tvo Sjómannadaga. Hinn 30. janúar 1941 fórst hann með mb. Baldri frá Bolungarvík. Varð þar mikill mannskaði og stórt skarð höggvið í hóp bolvískra sjómanna. Á bátnum voru auk Óskars, Guð- mundur Pétursson, skipstjóri, Ólafur Pétursson, vélstjóri (bróðir Guðm. og mágur Óskars) og Runólfur Hjálmarsson (mágur Ólafs). Allt voru þetta ungir menn, afburða sjó- menn og aflamenn. Ári síðar lézt Bjarni H. Jónsson, mikill efnismaður, en hann hafði ver- ið ritari Sjómannadagsnefndar frá upphafi til dauðadags. Bera bækur Sjómannadagsins frá þeim tíma fag- urt vitni um framúrskarandi hand- bragð hans og vandvirkni, svo að til mikillar fyrirmyndar er. — Skráði hann mjög nákvæmlega allt er fram fór á Sjómannadaginn af stakri prýði og vandvirkni. Geta má þess, að aðstandendur þeirra, er fórust með mb. Baldri, reistu þeim fallegan minnisvarða í kirkjugarðinum hér, og var hann af- hjúpaður á Sjómannadaginn 1942. Hér hefur verið rakin í stórum dráttum saga Sjómannadagsins í Bolungarvík, og nokkrir menn nafn- greindir, sem komið hafa þar við sögu. Að sjálfsögðu eru þó flestir ótaldir, sem átt hafa þátt í því, að gera Sjómannadaginn í Bolungarvík að einum vinsælasta hátíðisdegi árs- ins, — því að raunar hafa allir bol- vískir sjómenn, fyrr og síðar, hjálp- azt til að gera þennan dag að há- tíðisdegi. S j ómannadagurinn á Súgandafirði Fyrir réttum tuttugu árum tóku súgfirzkir sjómenn að halda Sjó- mannadaginn hátíðlegan. Fyrstu há- tíðahöldin fóru fram fyrsta sunnu- dag júnímánaðar 1942. Síðan hefur hver Sjómannadagur verið hátíðleg- ur haldinn við mjög almenna þátt- töku Súgfirðinga, enda á meginþorri þeirra alla sína afkomu undir sjáv- arafla. Því miður er ekkert til skráð um Sjómannadaginn hér á þessum tveim áratugum, og því margt farið að fyrnast. Á fyrstu árum dagsins var félagsmálum sjómanna þannig hátt- að, að innan Verklýðsfélagsins Súg- anda starfaði sérstök sjómannadeild með þriggja manna stjórn. Kaus sú deild sér sex menn til að starfa með stjórn deildarinnar að undirbúningi sjómannadags, og myndaðist þannig níu manna sjómannaráð. En síðar voru verkalýðsfélagið og sjómanna- deildin sameinuð, og kýs nú Verka- lýðsfélagið Súgandi tólf manna sjó- mannadagsráð ár hvert. Ekki verður með vissu sagt, hverj- ir áttu sæti í hinu fyrsta sjómanna- dagsráði, en eftirtaldir menn áttu mikinn þátt í mótun þessa dags hin fyrstu ár: Ólafur Friðbertsson, skip- stjóri, Suðureyri; Trausti Friðberts- son, nú kaupfélagsstjóri á Flateyri; Ingólfur Jónsson, sjómaður, Suður- eyri; Þorvaldur Kristjánsson, Reykjavík; Kristján Guðmundsson, skipstjóri, Suðureyri; Kjartan Ey- þórsson, þá sjómaður á Suðureyri; Jens Eyjólfsson, vélstjóri, nú bú- settur í Hafnarfirði; Guðni Ólafsson, nú bifreiðarstjóri á Suðureyri, og Þórður Pétursson, vélstjóri, Suður- eyri. Snið hátíðahaldanna hefur verið með nokkuð svipuðu móti frá ári til árs. Hátíðahöldin hafa jafnan hafizt með guðsþjónustu í Suðureyrar- kirkju, og hafa sjómenn gengið þang- að fylktu liði. Að lokinni guðsþjón- ustu hafa farið fram hátíðahöld und- ir beru lofti, ef veður hefur leyft. Er þá venjulega fyrst flutt ræða um sjómannastéttina og störf hennar. — Síðan hafa farið fram margvísleg skemmtiatriði. Hefur þar bæði verið 64 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.