Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 61
Tunnuboðhlaup á Skagaströnd.
og var þá keppt á kappróðrabátun-
um í fyrsta sinn, en áður var keppt
á smá-skektum.
Bátarnir voru skýrðir og hlutu
nöfnin „Gustur“ og „Gola“, vann
„Gustur þessa árs keppni og 1951.
Arið 1949 Þórarinn Jónsson, form.,
og vann „Gustur“.
Arið 1950 Magnús Kristjánsson,
formaður; „Gola“ vann.
Árin 1953—55 Óli Jón Bogason,
form. á „Gust“ 1953, en hin árin
form. á „Golu“. — Vann Óli bikarinn
til eignar. Hann er skipstjóri á vb.
„Auðbjörgu.“
Árið 1956 gaf Sigurður Sölvason
kaupmaður fallegan silfurbikar til
að keppa um í kappróðri, með svip-
uðum reglum og hinn bikarinn. —
Þessir skipstjórar hafa unnið hann:
Kristinn Jóhannsson tvisvar í röð.
Sigurður Árnason einu sinni, og
Óli Jón Bogason einu sinni, og er
hann handhafi bikarsins nú.
Þær íþróttir, sem hafðar hafa ver-
ið til skemmtunar á Sjómannadaginn
eru þessar: reiptog, stakkasund,
knattspyrna, pokahlaup, tunnuboð-
hlaup, naglaboðhlaup, nálaboðhlaup,
eggjaboðhlaup, bjórhlaup og kapp-
beiting.
Björgun úr sjávarháska ( skotið
úr línubyssu og maður dreginn í
björgunarstól) hefur verið sýnd,
ennfremur lífgun úr dauðadái. —
Söngur og dans á tveimur stöðum,
gömlu og nýju dansarnir hefur farið
fram um kvöldið.
Þ. J. og G. P.
Siglufjörður — höfuðstöðvar sildveiðanna fyrir Norðurlandi.
S j ómannadagurinn
á Siglufirði
Sjómannadagurinn var fyrst há-
tíðlegur haldinn í Siglufirði 2. júní
1940, og var það með dansskemmtun
um kveldið.
Það var Skipstjóra- og stýrimanna-
félagið Ægir, sem stóð að þessari
skemmtun, og æ síðan hefur for-
usta fyrir hátíðahöldum dagsins hvílt
á þess herðum fyrst og fremst, en
önnur félagasamtök hafa einnig
hjálpað til og að sjálfsögðu margir
einstaklingar.
Skemmtiatriði dagsins hafa verið
nokkuð breytileg eftir tíðarfarinu,
en aðallega kappróður og dans og
einstaka sinnum reiptog og stakka-
sund, að ógleymdum ræðuhöldum.
Ágóða af skemmtunum dagsins
hefur verið varið þannig:
Til sundlaugar Siglufjarðarkaup-
staðar kr. 30.000,00.
Til Elliheimilis Siglufjarðar kr.
30.000,00.
Til björgunarskútu Norðurlands
ca. kr. 30.000,00.
Þess utan á Sjómannadagurinn
tvo kappróðrarbáta með öllum
nauðsynlegum útbúnaði, skuld-
skuldlausa.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 67