Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 62

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 62
JOHANN GUNNAR ÓLAFSSON: Skáld sjómanna og sœfara • • — Orn Arnarson <^g*- •• .•■■•.'.. ■ ■ Tfe'r-': -á •••'■••''• Magnús Stefánsson. I. Eg hygg að menn séu yfirleitt sammála um það, að skáldin og verk þeirra mótist af þeirri lífsreynslu, sem þau hafa öðlast. Ekkert skáld- verk eða ljóð verður til af engu. Erfðir, líf og uppeldi setur sín merki á hvern og einn, mótar skapferli hans og hugsunarhátt. Menn mótast einnig af því umhverfi, sem þeir hafa lifað í, á æskuárunum. Pearl Buck, hin fræga skáldkona, segir í ævisögu sinni, að ekkert skáld ætti að semja sögur fyrri en það hefur safnað ríkulegri lífsreynslu og ekki að láta prenta neitt fyrri en það hefur náð þrítugs aldri. Æsk- an sé innantóm, eins og eðlilegt sé. Menn verði að hafa lifað lífinu án nokkurra bakþanka og í fullum mæli og ekki án annars tilgangs en að lifa, áður en lífið geti orðið efni- viður fyrir skáld. Þetta er eflaust hárrétt. Hin erfiðu kjör foreldra Magnúsar Stefánssonar settu sitt mark á hann fyrir lífið. Hann nefndi sig á gamals aldri hreppsómagahnokka í kvæðinu um móður sína, og það sýnir, að hon- um hefur sviðið svo að það gleymd- ist aldrei, að faðir hans varð að þiggja af sveit til þess að geta fram- fleytt fjölskyldunni. Af þeim erfið- leikaárum hafði Magnús að vísu að- eins sagnir. En það er ljóst, að hon- um fannst hann vera einskonar horn- reka á Þorvaldsstöðum, enda kann- ske litið á hann sem gustukabarn á heimilinu, þó að hann væri þar í skjóli móður sinnar, og upp úr því óx umkomuleysis-tilfinning hans. Þó að Þorvaldsstaðaheimilið væri efna- heimili eða öllu heldur bjargálna- heimili, hefur Magnús ekki notið þess, nema í viðurgjörningi. Það kemur greinilega fram í kvæðinu um móður hans, að honum hefur fundizt hann vera þar utanveltu og ómjúklega við honum stuggað. (Rumdi ellin rám). Það fór ekki vel á með Magnúsi og Þórarni ,,stjúpa“ hans og hefur afbrýðissemi barnsins eflaust átt sinn þátt í því. Ingveldur og Þórarinn bjuggu ætíð saman ógift og það sambýli eða hneysklanleg sambúð hefur markað aðstöðu henn- ar á heimilinu, að minnsta kosti fyrst í stað. En Magnús beygði ekki af, til þess hafði hann ekki skaplyndi, þó hægt færi, og fylltist uppreisnar- anda. Vegna þeirra lífskjara og aðstöðu sem Magnús bjó við á æskuárunum og raunar jafnan síðan, varð hann skáld með þeim einkennum, sem raun ber vitni. Ef hann hefði alizt upp í foreldrahúsum við góð efni, hefði hann orðið annarr maður. Stefán Einarsson próf. segir í bók- menntasögunni, að Magnús hafi orð- ið skáld af því að hlusta á rímna- kveðskapinn í baðstofunni á Þor- valdsstöðum. Það hefur að sjálfsögðu ýtt undir það, að hann tók að glíma við rímið. En enginn verður skáld án hæfileika, þó æfing og þekking komi tiL Magnúsi var í brjóst bor- in mikil gáfa til skáldskapar og svo rík dómgreind, að hann lét ekkert frá sér fara fyrri en það var fág- að í marga ára deiglu. Það er ekki tóm hending að öll kvæði Magnúsar eru góð og sum frábær. Hann byrjaði ekki að yrkja fyrir alvöru fyrri en á fertugs aldri, eftir að hann hafði mikla lífsreynslu að baki og aflað sér víðtækrar þekk- ingar á bókmenntum Islendinga og kynnt sér margt af því bezta í heims- bókmenntunum. Æskukveðskapinn lét hann hverfa fyrir róða. Þegar hann kom fyrst til Vestmannaeyja fékk hann um skeið inni uppi á bæjum. Þegar hann flutti í bæinn skildi hann dót sitt eftir og þar á meðal nokkrar syrpur með æsku- kveðskap sínum. Arin liðu og Magn- ús vitjaði ekki dóts síns, þó að hon- um væri gerð skilaboð að hirða það. Þegar hann fluttist úr Eyjum bað hann um það, að dót hans yrði brennt. Hér verður á eftir reynt að lýsa umhverfi Magnúsar frá æskuárun- um, sveitinni og fólkinu, eftir því sem föng eru á fyrir mann, sem aldrei hefur komið á Strönd og verð- ur að sjá allt með annarra augum. En ég vænti að um það er þessum lestri lýkur muni sjást hversvegna 68 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.