Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Qupperneq 66

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Qupperneq 66
og fór síðan þriðja lýsing fram 2. apríl. Að henni lokinni kom að nýju bréf til prests frá hreppstjóra og bannaði hann harðlega að hjóna- vígslan færi fram og „ábyrgðist“ presti og svaramönnum öll sveitar- vandræði, sem kynni að hljóta af þessu hjónabandi. Prestur ritaði nú sýslumanni ræki- lega um málið og fékk hann það svar frá honum, að fátæktin ein, hversu mikil sem hún væri, gæti ekki verið hjónabandinu til fyrirstöðu. Þegar hér var komið fann hrepp- stjóri upp á því, að telja það sem meinbugi á hjónabandinu, að þessar persónur hefðu næstu ár á undan, haft óleyfilega húsmennsku í sveit- inni, og væru því fallnar í sekt við hreppinn, sem þau gætu ekki borgað og vildi hann telja það sama, sem þau hefðu þegar þegið óendurgold- inn sveitarstyrk. Um sama leyti skárust svaramennirnir úr leik. Nú tók hreppstjóri það líka fyrir að flytja stúlkuna, sem átti fæðing- arhrepp í Vopnafirði, hreppaflutn- ingi þangað, án fylgiseðils frá sýslu- manni. A manntalsþingi í hreppnum um sumarið var málið lagt undir úr- skurð sýslumanns og úrskurðaði hann bæði munnlega á þinginu og síðar skriflega, að ekkert af því, sem fram hefði verið borið, gæti verið hjónabandinu til hindrunar. Stúlkan var nú aftur komin norð- ur á Strönd og var í dvöl á prests- setrinu. Tveir menn í Vopnafirði gerðust svaramenn hjónaefnanna og voru þau síðan gefin saman 25. júní eftir þetta langa stapp. Áður en hjónavígslan fór fram af- hentu hjónaleysin presti svohljóð- andi beiðni: „Við hjónaefnin Gísli Árnason og Sveinbjörg Davíðsdóttir biðjum prestinn séra J. V. Hjaltalín að gifta okkur upp á skilmála, nefnilega helminga fjárlaga og á því ölum við börn okkar upp, ef hægt verður. En fari svo að við þurfum að þyggja sveitarstyrk, þá eigi ég Gísli Árna- son sveit þar sem ég á hana nú, en Sveinbjörg og börnin, þar sem hún á sveit nú. Þetta gjörum við fyrir fátæktar sakir, ef neyðin setur okk- ur á hrepp, svo hreppunum verði hægra að framfleyta okkur. Skeggjastöðum 25. júní 1871. Gísli Árnason Sveinbjörg Davíðs- dóttir. Vottar að undirskriftunum voru þeir Þórarinn Hálfdánarson á Bakka og Ámi Þorkellsson á Þorvaldsstöð- um, tveir helztu bændur í sveitinni. Prestur skrifaði undir með þess- um fyrirvara: Þó aðeins með því skil- yrði, að þetta sé löglegt og baki mér sem sóknarpresti enga ábyrgð. Hreppstjóravaldið virðist hafa verið svo ríkt, að því hafi ekki hnekkt úrskurður sýslumanns. En hætt er við að lítið hald hafi verið í yfirlýsingum hjónaefnanna um sveitfesti þeirra, en ekki er mér kunnugt, hvort nokkur eftirmál urðu af þessum gerningi. Gísli og Sveinbjörg voru víða á Strönd og eignuðust margt barna og var ávöxtur þessa hjónabands Arn- mundur, sem Magnús gerði víðfræg- an með Æruprís. Þórarinn á Bakka er kunnur af Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar undir heitinu Ketilbjörn á Knerri. í þessu umhverfi og meðal þessa fólks, ólst Magnús upp. Hann kom fjögra ára frá Miðfirði að Þorvalds- stöðum og var orðinn 19 ára gam- all þegar hann flutti að Miðfjarð- arnesseli með móður sinni og Þór- arni sambýlismanni hennar. Á Þorvaldsstöðum er mikið víð- sýni. Þar sá Magnús hamfarir út- hafsins við sjávarströndina, þegar vetrarveltumar geisuðu. Hann sá lognölduna leika sér við steinana í vörunum hjá bænum og hávelluna kafa á spegilsléttri víkinni. Hann sá hafið breyta um ham eftir árstíðum og þegar á bamsaldri kynntist hann því, hversu gjöfull sjórinn gat ver- ið á stundum, og hversu sjávarafl- inn er svipull. Utræði var frá Þorvaldsstöðum. I Vesturvík var góð lending, enda varði Bökuboði víkina, en niður af bænum var lendingin og var þar lent að öllum jafnaði. Á Bakkaflóa var jafnan aflavon, enda stunduðu Hol- lendingar miklar veiðar í kringum Langanes og seinna Frakkar. Var jafnan mikill samgangur við Frakka Á æskuárum Magnúsar var sjórinn ekki mikið stundaður á Strönd. Það lifnaði ekki fyrri yfir útveginum, en verzlun reis upp á Bakkafirði um aldamót, er Halldór Runólfsson frá Skeggjastað hóf þar verzlun og kaup á fiski. Hin síðustu ár Magnúsar í sveit- inni stundaði hann eingöngu sjó að sumrinu, til þess að afla sér fjár til menningar. Eitt sumarið stundaði hann sjóinn á tveggja manna fari með Þórhalli sveitunga sínum frá Dalhúsum, síð- ar lækni. Voru þeir miklir mátar. Þessara sumarróðra minntist Magn- ús löngu síðar í bréfi til Þórhalls á þessa leið: „Manstu eftir sumrinu, sem við rérum saman á Mókollsstöðum? Þá vorum við miklir menn. Þá átti æsk- an allan okkar hug og öll fegurðin var framundan. Manstu eftir deginum þeim, sem við keyptum kompásinn og rérum að því búnu eftir kompásstriki á haf út í þreifandi þoku, þar til við þótt- umst vissir um að við værum komn- ir eins langt eða lengra en nokkur annarra bátur, lögðum línuna, beitt- um upp og lögðum aftur í mestu makindum, þegar aðrir bátar flýttu sér til lands undan rokinu, sem auð- sjáanlega var að skella á? Hefurðu nokkum tíma heyrt greinilegri stormhvin á undan stormi en þann dag, nokkru áður en hvessti? En stormurinn kom okkur ekki við, það var stormhljóð í okk- ur líka. Og háttum þið náið í helvíti þó þið hjarið á meðan þið getið." sungum við í sífellu, þar til stormur- inn skall á. Ur því höfðum við annað að gera en kveða, fyrst að ná upp línunni ,og svo að sigla til lands, þú stýrandi og ég ausandi í djöfulmóð. Hvað skyldi hann hafa þurft að verða hvass til þess að okkur hefði dottið í hug að fækka seglum? Mikið andskoti held ég að við höf- um siglt gapalega og það með öllu föstu. Ég man glöggt, hvað mér sýndist sjávarveggurinn hár utan við borð- stokkinn á hlé, og ég hugsa að ég hafi engar ofsjónir séð.“ Það þarf ekki að fara í grafgötur um það, að þessi sigling gekk aftur í kvæðinu um Stjána bláa löngu síðar. Magnús varð mikið sjómanna- og sæfaraskáld. Þegar hann yrkir um 72 SJÓMANnadagsblaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.