Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 68

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 68
Seglum þöndum sigldi á slóð. Svam að ströndum veiði góð, síli, bröndur, seiði, kóð, svo á höndum einum stóð. í mansöng annarrar rímu lýsir Magnús hafinu með þessum hætti: Liggur blár í logni sær, lítill gári steina þvær, úfin bára byrðing slær, boðinn hár til skýja nær. Oft í hári hangir fjör, hóti fári bylgjan ör, skýzt á árum skriðfrár knörr skers og báru milli að vör. Gullnum bárum glitrar sær, gullnum márinn vængjum slær. Gullinhár er glóey hlær, gullnum árum húskarl rær. Söknuð blandast sveita ró, sjómenn stranda þráin dró. Fimm á landi, sjö í sjó — svo ber andinn kra'p'pan skó. Um þessar mundir mun Magnús hafa ort ferskeytlu um hafið: Syngur klóin, kveður röng, kyngisjóar heyja þing, klingir glóhærð kólguþröng kring um mjóan súðbyrðing. Árið 1927 byrjaði Magnús á kvæð- inu um Stjána bláa, en lauk því ekki fyrr en árið 1935. I árslokin kom það fyrst á prent í Eimreiðinni. Þetta er mesta snilldarkvæði, og á naum- ast sinn líka. I fyrri hlutanum eru þessar vísur: Sunnanrok og austanátt eldu við hann silfur grátt. Þá var Stjána dillað dátt, dansi skeið um hafið blátt. Sló af lagi sérhvern sjó, sat við stýri, kvað og hló, upp í hleypti, undan sló, eftir gaf og strengdi kló. Hann var alinn upp við sjó, ungan dreymdi um skip og sjó, stundaði alla ævi sjó, aldurhniginn fórst í sjó. En siglingarlýsingin í seinni kafl- anum mun vera einhver glæsileg- asta lýsing á siglingu í íslenzkum bókmenntum. Það var ekki tilviljun að hann valdi þeim kafla bragarhátt Kolbeinseyjarvísna, þess mikla sigl- ingabrags. Með þessum vísum hefst seinni hlutinn: Stjáni blái bjóst til ferðar. Bundin skeið í lending flaut. Sjómenn spáðu öllu illu. Yzt á Valhúsgrunni braut. Kólgubólginn klakkabakki kryppu upp við hafsbrún skaut. Stjáni setti stút að vörum, stundi létt og grönum brá, stakk í vasann, strauk úr skeggi, steig á skip og ýtti frá, hjaraði stýri, strengdi klóna, stefndi undir Skagatá. Æsivindur lotulangur löðri siglum hærra blés. Söng í reipum. Sauð á keipum. Sá í grænan vegg til hlés. Stjáni blán strengdi klóna, stýrði fyrir Keilisnes. Sáu þeir á Suðurnesjum segli búinn, lítinn knörr yfir bratta bylgjuhryggi bruna hratt, sem flygi ör — siglt var hátt, og siglt var mikinn —- sögðust kenna Stjána för. Vindur hækkar. Hrönnin stækkar. Hrimgrátt særok felur grund. Brotsjór rís til beggja handa. Brimi lokast vik og sund. Stjáni blái strengdi klóna, stýrði beint á drottins fund. Árið 1939 boðaði Sjómannadags- ráð til samkeppni um sjómannasöng. Þá sendi Magnús Hrafnistumenn nafnlaust til dómnefndarinnar. Sig- urður Nordal prófessor átti sæti í nefndinni. Þóttist hann þekkja ein- kenni Magnúsar á kvæðinu og hringdi til hans og gekkst hann við því. Það fekk fyrstu verðlaun og hefur æ síðan verið sungið á sjó- mannadaginn undir verðlaunalagi Emil Thoroddsens tónskálds. En Ingi T. Lárusson hefur líka gert fal- legt lag við kvæðið. Á bls. 70—71 er kvæðið í handriti höfundar. Kristján Sveinsson (Stjáni blái). Sjómannakvæði Magnúsar hafa orðið mjög vinsæl. Eg hygg að það stafi af því, að þar hittir hann þann tón, sem sjómenn skilja, og lýsir sjónum og sjómannslífinu eins og brugðið væri upp mynd af því. Hann var frá barnæsku bundinn hafinu traustum böndum, þó sjómennska hans yrði ekki langvarandi, því — eins og hann sagði: Út við yztu sundin — ást til hafsins felldi — undi lengstum einn, leik og leiðslu bttndinn. 74 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.