Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 72

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 72
ég þá vondaufur um að hún mundi nokkurntíma fyllast. Ég stanzaði stutta stund hjá verka- mönnunum, var hvorttveggja, að ég vildi ekki tefja þá, hálfskammaðist mín fyrir að vera eini ónytjungur- inn í hópnum, og þó meira hitt, að nú vildi ég sjá mig um þama í grend- inni. Austurríki, er dálítil vík og upp af henni dalverpi eða smádrög. Nafn hefir staðurinn af því, að þarna hafði auðsturrískur vísindaleiðangur vet- ursetu veturinn 1882-83. Reistu þeir þar skála mikla, stóðu þeir að mestu fram um 1940, en voru þá rifnir af setuliðinu, sem á eynni dvaldist. Eru nú rústir einar eftir og lítill bjálka- kofi þaklaus en fylltur sandi að mestu. Skammt frá húsunum eru þrjú leiði með brotnum trékrossum, í gegnum grjóthrúgurnar, sem leiðin eru gerð af, sér í óvandaðar kistur, sem enn skýla beinum hinna látnu. Ég staðnæmdist ekki lengi á þessum slóðum. Það setti að mér hálfgerðan hroll og ömurleikatilfinningu, við að vera aleinn þar sem ekkert blasti við nema auðar rústir og grafkuml, sandauðn og grjót á allar hendur, en báran, sem nú var að aukast gnauð- aði við ströndina. Ég fór nú um næstu hæðir og dali til hádegis. Kannaði ég hvar greið- færast væri yfir í Rekavík, svo og styztu leið að Veðurstöðinni, ef svo illa skyldi til takast, að ég yrði strandaglópur. Svo var ráð fyrir gert, að" við allir, sem í landi vor- um, kæmum um borð til hádegis- verðar. Þegar ég kom aftur til vinnu- flokksins var báturinn að leggja frá landi, en svo var ráð fyrir gert, að hann sækti okkur hina, er fyrri flokkurinn hefði matast. Við biðum rólegir og veltum einum eða tveim- ur stokkum niður í fjöruna. En allt í einu tók að hvessa ískyggilega, og fyrr en varði var komin býsna mikil alda uppi við sandinn, og þegar bát- urinn kom aftur mátti heita ófært út í hann. Þeir léttfærustu fóru þó um borð en fengu yfir sig þær gusur, að okkur leizt ekki á að fylgja þeim eftir. Urðum við því 3 eftir Ágúst fararstjóri. Bjöm Sveinbjömsson, verkfræðingur og ég. Talstöð var hjá okkur í landi. Höfðum við því samband við skipið og gerðum það ráð fyrir okkur, að Oddur skyldi sigla suður fyrir eyju og taka okkur undir Eggey um kvöldið kl. 8. Ef ólendandi væri þar, myndum við halda til Norðmannanna og gista þar. Við höfðum því daginn fyrir okk- ur til að skoða eyna. En sá var gall- inn, að ekkert var nestið, nema tvær maltölflöskur á mann. Við drukkum úr annarri þeirra og lögðum síðan af stað. Sú var ætlun ökkar að ganga þvert yfir í Rekavík, og síðan vestur milli lóns og fjalls til vesturenda víkur- innar, og loks eftir rifinu til Eggeyj- ar. Þegar yfir eyna kom hafði enn hvesst. Við héldum samt áfram ferð okkar og væntum skjóls undir fjall- inu, en svo varð ekki, því að niður úr hverju skarði stóðu sviftibyljir, svo að við réðum okkur naumast. Fyrir nær miðri Rekavík er drangur mikill laus frá fjallinu, heitir hann Súla, og er sagður vera bergstandur innan úr eldfjalli. I drangnum er all- mikið fýlavarp. Þegar við komum að Súlu var hvassviðrið í algleym- ingi og þaut ægilega í skörðum og glufum. Var líkast sem þar væri komið í tröllaheima. Leist okkur sem ekki væri hættulaust að dvelj- ast þar sakir grjótflugs úr klettun- um, og langaði mig þó til að staldra þar ögn, því að undir Súlu eru dá- litlir grasblettir, sem annars eru næsta sjaldgæf sjón á Jan Mayen. Okkur sóttist ferðin seint, og sáum brátt að sporadrýgra var vestur í víkurenda en okkur hafði grunað, brugðum við því á það ráð að snúa aftur og halda styztu leið til Eggeyj- ar. Þegar þangað kom, var ekkert skip að sjá, og auk þess tekið svo mjög að brima, að auðsætt var, að ekki yrði unnt að lenda þar eftir nokkra stund. Var nú ekki annar kostur fyrir hendi en að halda yfir til Norsku búða og beiðast þar gist- ingar. En nú fórum við alvarlega að kenna þreytu og sultar. Veðrið var nú að mestu í fangið, og glersandinn í Rekavík lamdi í andlit okkar. Þeg- ar upp á fjallið kom létti sandrok- inu, en í stað þess tók við úrhellis- slydda, og urðum við brátt alvotir, nema það sem regnjakkar hlífðu að ofan. Okkur sóttist því seint ferðin, þar sem allt lagðist á eitt, illviðri, Skipið flutti mikinn farm. þreyta og sultur. Urðum við því harðla fegnir, er við náðum Veður- stöðinni um 10 leytið um kvöldið. Höfðum við þá verið á nær sam- felldri göngu frá hádegi, og þeir Ágúst og Björn hafið vinnu á sjötta tímanum, og ég verið á rjátli frá því kl. 8. Mat höfðum við engan. fengið frá því á áttunda tímanum um morguninn. Sjaldan hefi ég verið nær því að gefast upp en í lok þessarar göngu- ferðar, og veit ég varla hversu langt ég hefði treyst mér til að halda áfram, ef nauðsyn hefði krafið, og ekki voru félagar mínir betur farn- ir. En erfiði dagsins gleymdist brátt við hinar alúðlegu viðtökur Norð- manna, sem allt gerðu til að okkur mætti líða sem bezt. En gott var þó að komast í bólið. Um morguninn vöknuðum við við dynjandi músik, og áður en varði heyrðum við rödd forseta Islands, þar sem hann var að flytja þjóðinni kveðju sína frá Bessastöðum á þjóð- hátíðardaginn. Höfðu Norðmennim- ir fundið upp á þessari hugulsemi, að láta okkur vakna við íslenzka út- varpið. Veður var nú hið fegursta, og eftir að hafa talað við skipverja á Oddi, varð það úr að við skyldum ganga yfir eyna á ný og taka skipið undir Eggey. Fylgdi formaður veðurstöðv- arinnar, Messel okkur þangað. Gekk ferðin nú greiðlega, er menn voru óþreyttir og veður gott. Önn dagsins. Dagamir liðu nú hver af öðrum. Veður var gott og stillt en svalt 78 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.