Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 73

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 73
Rekaviður á þilfari á Oddi. — Ljósm. Gísli Ólafsson. nokkuð eins og oftast vill verða á þessum slóðum. Þótt sólskin væri, varð aldrei heitara um hádegið en 3—5°, og flestar nætur gránaði í sjó niður, ög oft komu hríðarél á daginn. En þetta gerði okkur ekki hið minnsta. Veðuraðstæður til að skipa fram timbrinu voru hinar beztu. Enda var nú unnið órauðlega að því að ferma skipið. Viðurinn var tekinn norðan á eynni í víkunum vestur frá Austurríki, Haugaströnd, Rostungsvík. Viðarvík, Tjaldavík og hvað þær heita allar saman. í öllum þessum víkum eru miklar hrannir rekaviðar, gamals og nýs. Þó var furðulítið um alveg nýjan við að þessu sinni. Miklu mestur var viðurinn þó í Viðarvík einkum forn- viður. Þar rís hár kambur upp frá sjónum að mestu hlaðinn úr göml- um rekavið, og uppi á kambinum er fjaran alþakin gömlu timbri og nýju. En ýmislegt fleira rekur á fjörur Jan Mayen. Krökkt var af netakúlum, lóðabelgjum og ýmsu braki frá skipum. Einnig fundum við nokkur flöskuskeyti. Er ekki grunlaust um að ýmislegt fágætt mætti finna á fjörum þar, ef vel væri kannaður allur reki, gamall og nýr. Ekki var spurt um vinnutíma þessa daga. Venjulega var farið á fætur á fimmta tímanum og unnið langt fram á kvöld. Var sjaldan sofið meira en 4—5 stundir. Mátti þá sjá handtök, hörð og snör bæði þeirra, sem í landi unnu, og skips- manna, sem tóku á móti viðnum á skipsfjöl og hlóðu í lestina. Gengu þar allir ótrauðir að verki, og hefi ég ekki annars staðar séð vasklegri vinnubrögð. Vindur skipsins gengu án afláts með hávaða og braki og skipið skalf við átökin, þegar inn voru hífð stórtré, óslitin röð timbur- stokka flaut í sjónum frá morgni til kvölds. En uppi á landi voru trén losuð úr hrúgum, velt og dregin nið- ur að flæðarmáli, og var það hið erf- iðasta verk. Engin hvíld eða hlé varð á vinnunni, nema stuttir matmáls- tímar og stundirnar, þegar skipið flutti sig milli víkanna. Eg notaði tímann dyggilega til að skoða mig um á eynni sunnan- og vestanverðri. Aldrei þorði ég þó að fara verulega langt frá vinnuflokkn- um, því að ég hafði þegar séð hversu fljótt getur skipt um veður, og mig fýsti ekki aftur að verða eftir í landi. En ýmislegt var að sjá og skoða, þótt ekki væri um langferðir að ræða, og oft gekk ég yfir þvera háslétt- una, og einn daginn yfir í vestur- enda Rekavíkur, sem óveðrið tálm- aði okkur að skoða áður. Ýmsar eru þarna minjar mannaferða. I Rost- ungsvíkinni t. d. er reistur trékross mikill á dálítilli hæð, sem HoIIend- jngahæð heitir. En þar eru legstaðir nokkurra Hollendinga, sem létu líf- ið af skorti og skyrbjúgi, er þeir höfðu þar vetursetu veturinn 1633— 34. En um þær mundir höfðu Hol- lendingar hvalveiðistöð á Jan May- en, og má sjá leifar hennar í Rost- ungsvík. Þar hefir einnig verið reist minningartafla um hina látnu menn. I Rostungsvík er skýli fyrir skip- brotsmenn reist á stríðsárunum. En víða eru minjar á eynni um hersetu Norðmanna og Ameríkana á styrj- aldarárunum, en þá var þar her- flokkur, sem veita skyldi Þjóðverj- um viðtöku, ef þeir reyndu að koma þar upp bækistöðvum. Til átaka kom þó ekki. Víða eru veiðimanna kofar. En á fyrstu tugum aldarinnar stunduðu Norðmenn mjög refaveiðar á Jan Mayen, unz þar kom, að útlit var fyrir að refnum yrði eytt. En nú er öll náttúra eyjarinnar lifandi og dauð, alfriðuð með þeim undantekn- ingum, sem veðurstöðvarmönnunum eru leyfðar, og fyrr var getið. Veiði- mannakofar þessiír eru gerðir úr rekaviðarbjálkum, og eru tæplega manngengir. Dyr eru svo lágar að skríða verður inn um þær. I þeim er bálkur til að liggja á og lítil eld- stó, og þá er gólfrýmið upp tekið. Hefir þr verið daufleg vist, en marg- ir sóttu þó eftir henni eins og heim- skautaveiðunum yfirleitt. Þótt kalt væri í veðri var furðu- legt að sjá hversu hinn strjálvaxni gróður flýtti sér á legg. Þegar við fórum frá eynni voru jöklasóleyjar steinbrjótar og fleiri heimskauts- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.