Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 74
Nokkrir leiðangursmanna við heimkomuna til Akureyrar. — Ljósm. Gísli Ólafsson.
plöntur í fullum blóma, þótt þær
væru aðeins að byrja að skjóta upp
kollinum, er við komum þangað.
Annars er eyjan harðla gróðursnauð
eins og fyrr er sagt, enda er lofts-
lag kalt, og jarðvegur nær enginn,
en mest mun þó vatnsleysið baga
þrátt fyrir allmikla úrkomu, því að
allt regn hripar jafnóðum í sandinn
og hraunin.
Margt er nú orðið af refum, og
minntu slóðir þeirra og traðk helzt
á fjárslóðir í beitilandi á vetrardegi.
Allmikið af fugli verpir í björgun-
um, svartfugl, máfar og fýll, og býsna
margt er þar ýmissa fugla, enn ann-
ars er dýralífið snautt eins og gróð-
urinn.
Ferðalok.
Dagarnir liðu. Alltaf hækkaði í
lestinni í Oddi. Loks fylltist hún og
þá var tekið að hlaða á þilfarið eins
og það þoldi, en einnig það tók enda,
og laugardagskveldið 22. júní var
Oddur fullfermdur. Við sigldum þá
í síðasta sinn inn til Norsku búða
til að kveðja kunningja okkar, taka
á móti bréfum, og þakka þeim fyrir
góðar viðtökur og kynni. Eg held
að sumir þeirra hafi hálföfundað
okkur yfir að vera að fara heim,
þótt ekki létu þeir það í ljós. Loks
var akkerum létt kl. 5 á sunnudags-
morgni. Dálítinn útúrdúr áttum við
þó eftir. Daginn áður höfðum við
séð eitthvert ókennanlegt rekald í
sjónum alllangt undan landi. Var
þá ýmsum getum að leitt, flestum
fjarstæðum, svo sem að um kafbáts-
turn væri að ræða eða því um líkt.
En þetta barst nær og þótti okkur
ófært að kveðja eyna svo, að við
ekki gengjum úr skugga um, hvað
þarna væri á ferðinni. Var tekinn
dálítill krókur norður á við. Þetta
reyndist vera bauja ein mikil, og var
hún tekin í slef, ef verða mætti eitt-
hvert gagn að gripnum. Var klukk-
an því orðin 7 á sunnudagsmorgun-
inn, þegar lagt var af stað frá eynni,
og var nú siglt beint strik til Eyja-
fjarðar.
Veður var hið blíðasta, logn og
léttskýjað, Menn höfðu samt lítið um
sig. Var hvorttveggja, að flestir voru
hvíldinni fegnir, og að skipið gaf
ekki færi til mikilla þæginda eða
skemmtigöngu á þilfari ofan á timb-
urstokkunum. Ekkert bar til tíð-
inda, nema að nú mættum við fjölda
togara erlendra, sem voru að veið-
um undan norðurströnd landsins.
Til Akureyrar komum við kl. 8,30
á þriðjudagsmorgun í sólskini og
hægri sunnangolu. Var okkur vel
fagnað, og þótti sumum sem við vær-
um úr helju heimtir. Ferðinni var
lokið, og hafði hún gengið ákjósan-
lega í hvívetna.
Að endingu vil ég færa öllum sam-
ferðamönnum mínum frá Oddi beztu
þakkir fyrir samvistirnar.
Á sprengikvöld 1962
Brezka flotastjórnin hefir pantað 300 Kelvin Hughes radartæki fyrir sjóherinn.
80 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ