Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 75

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 75
Sólarhringur við Grœnland „Tíminn. Klukkan er átta.“ Hurð- in skellur, og fótatak stýrimannsins hverfur fram í brúna. Annað augað opnast einhversstaðar vestanvert við sængurhornið, og hendin teygir sig án nokkurs vilja, og kveikir ljósið. Vanahreyfingar, og sængin sviptist til, tveir fætur í síðum nærbuxum finna skóna, og þá er að átta sig á að maður er ekki kominn í vinnubux- urnar. Tvö handtök, eða fremur sagt — fóttök, röndóttum náttjakkanum er troðið ofan í buxurnar, fæturnir í skóna, öll ljós kveikt, móttakaram- ir stilltir, og svo opnar maður dyrn- ar fram, og finnur hráslagalega þoku Grænlandsmorgunsins í vitun- um. Kallinn er ekki kominn upp, og maður stingur andlitinu aðeins út um brúargluggann, fitjar upp á nef- ið, og sér að það er farið að sallast á fiskikösina, sem var á dekkinu kveldinu áður. Verður sennilega kastað aftur um hádegisbilið. Maður geyspar, hellir köldu kaffi í skítuga könnu, sem guð veit hver hefur drukkið úr, og sötrar í sig. „Hvað á að segja?“ Veit þó vel að ekkert er að segja, við höfum legið síðan í gær- í aðgerð. Það rofar í þokuna, og á bakborða greinir mað- ur „Fiskines“, sem líka liggur í að- gerð, með sína sextíu og þrjá menn innan borðs, merkilegt, að þeim gengur ekkert fljótar en okkur. „QRU“, segir stýrimaðurinn, og tekur könnuna, sem ég var að drekka úr, um leið og ég fer inn úr dyrun- um. Kladdabókin liggur tilbúin, codinn við hliðina, ef maður skyldi heyra til austurgrænlendinganna á karfan- um. Við erum codalaus hér, enda er þetta á því herrans ári 1955 eða 56, þegar verandi var á salti við Græn- land, og engum datt í hug, að þar að kæmi, að ekki borgaði sig að vera á togara til æviloka. Sendirinn er á „klar“, og ég rissa á blaðið, meðan ég bíð eftir að fyrsta skipið mæti í fiskifréttatímann. Það er svo sem lítið réttlæti að ræsa mann fyrir eintóm qru, enda komið mínúta fram yfir og enginn mættur. Strákarnir sofa auðvitað allir ....., nei, þar kemur sá fyrsti, „Þorkell máni“, en maður heyrir næstum á sendingunni að hann er jafn svefndrukkinn og ég. Enda illmögulegt að vera drukk- inn af öðru á þessum slóðum, nema að koma samskipa rauðvínsfylltum portúgala inn til Færeyingahafnar. Þrenn qru og eitt „liggjum í að- gerð“, er útkoman úr tímanum, „Goðanesið“ og „Skúli“ sofa, vendi- lega innfært í kladdann. Nú er kall- inn vaknaður, hárið stendur upp í loftið, margra daga skeggbroddar, og skyrtan rifin á herðablaðinu, hangir niður í þríhyming, svo sér í nærbolinn. Eg hef boðið honum að gera við þetta, en á slíkt má ekki minnast, hann fór nefnilega í skyrt- una daginn sem við byrjuðum að fiska, og reif hana svona þegar við vorum að taka annað holið, og í því voru 11 hífingar. Maður á aldrei að fá fisk í fyrsta holinu, það boðar ekkert gott, en annað holið gildir, ef gert væri við skyrtuna, er örugglega búið með fiskiríið! Þríhyrnan eykst dag frá degi, mér til armæðu, en það hækkar ört í lestinni, svo ég held munni með, hvað mér finnst um ann- an eins útgang á svona aflaskipstjóra. Stýrimaðurinn fer niður að telja börnin sín, þ. e. stíumar og steisana í lestinni, ég smokra mér í úlpu utan yfir náttjakkann, sem strákarnir kalla yfirleitt „Sing-sing“, enda er einn trollari á salti lítið annað en smækkuð útgáfa af þeirri öndvegis- vistarveru. Það eru 48 manns á þessu 681 tonni, sem skipið er uppgefið að vera, með bátadavíðum, gálgum og heila klabbinu. Það er eins gott að láta sér bara koma vel saman, þó þarna séu ólíkustu manngerðir sam- ankomnar. Enda er samkomulagið með afbrigðum, bara að öskra hærra en sá sem öskrar á þig, enda er hvergi jafn þægilegt að segja sína meiningu Þórður Hermarmsson skipstjóri á bv. Þor- steini Ingólfssyni og Hjördís Sævar loft- skeytam., ritstjóri „Grænlandsfarans". eins og um borð í togara. Það segja hana nefnilega allir í einu, og svo hækkar maður í hátalaranum, ýmist í vanmáttugri tilraun til að heyra eitthvað í honum, eða almáttugri til- raun til að kæfa aðra sér raddstez'k- ari. Svo var a. m. k. á þessum bú- sældarárum, þegar maður hafði ekki forspá um, að síðar meir ætti maður eftir að vera rígmontinn af 170 tonn- um á hálfum mánuði. Það var svo aftur ennþá seinna, sem maður fór að bölva, ef ekki var siglt með 90 tonn. Hávaðinn var einmitt að komast á rétta stigið þennan morgun, þegar ég kom úr hráslaganum inn í borð- salinn til að fá kaldan hafragraut og tjörusvart kaffi, plús auðvitað vinsælasta kaffibrauð allra vinnandi stétta þessa lýðveldis, franskbrauð, hálfsmjör og ost. Strákarnir eru að þrasa um, hvað margir kassar séu komnir niður síðan á vaktaskiptum. Pontaranum er brugðið um að hann hnýti hnúta á bandið, sem rakni upp af sjálfu sér, og mótmæli strákræfilsins, sem er í fyrsta sinn hálfdrættingur á togara, kafna í margþjálfuðum hávaða hinna. Það er allmikill rígur milli vakta í aðgerðinni, enda hörkumann- skapur á báðum vöktum, og vakta- formennirnir hvor öðrum harðsoðn- ari, enda báðir þekktir menn til sjós í dag. Þessi vakt, annars stýrimanns- vaktin, á kassametið til þessa, 96 kassa yfir vaktina. Reynið bara að gizka á, um hvað hann var að hugsa, sá er samdi „16 tonn“, þegar 6 kassar SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 81
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.