Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 78

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 78
allsherjar heróp, þegar hann leggur sig fallega á sjóinn og belgurinn breiðir sig á lognöldunni, fullur af fiski langt upp í skver. Róparnir eru lásaðir úr og vefjast ýskrandi upp á spilkoppana, bobbingarnir eru hífðir inn, æfðar hendur grípa höfuðlín- una og bregða henni upp í blökkina í brúarhorninu og síðan á spilið. . . . „Snarlan“, öskrar einhver. Maður á forleisinu réttir vír með mjög opn- um stálkrók á endanum undir trollið og hásetinn á móti bregður honum undir vírinn að ofan, spilið hífir, vír- inn vefst upp á koppinn á bak og belgurinn dregst inn á grindina, þar til pokinn er fullur, gilskróknum er brugðið í lykkjuna og gefið eftir á belgnum, kallinn bakkar aðeins í um leið, það er svo mikið í belgnum. Allt er þetta manni svo kunnugt, að áhuginn fyrir að horfa á pokana skella inn á bakreipið er ekki fyrir hendi. Ég fer inn og leita mér að les- máli, og finn gamalt Morgunblað og rifinn Þjóðvilja. Við nánari yfirsýn þessa andlega fóðurs, sé ég að ekk- ert er eftir í þeim, sem ég ekki er búin að lesa áður, nema nokkrar auglýsingar í Mogganum, um kaup og sölu, og leiðari Þjóðviljans, sem ég skil ekki hvort sem er. Ég sezt niður til að læra hvorttveggja utan- bókar, það er þó dægradvöl, því auð- vitað hefur einhver orðið á undan mér með krossgáturnar. Þegar orð- ið er þröngt í búi með lesmálið, eins og alltaf er eftir viku útivist, að ég tali nú ekki um heilan mánuð, á ég það jafnvel til að leita að prentvill- unum í blöðunum til að stytta mér stundir. I þetta skipti bjarga þeir mér „Máni“ og „Skúli Magg“, sem fara að ræða saman á 2411 um íbúð- ir og húsbyggingar, sem hvorugur viðkomandi hefur vit eða efni á að leggja út í að svo stöddu máli. Það má þó láta sig dreyma, jafnvel við Grænland. I fyrstu fylgist ég ósjálfrátt með hljóðunum utan af dekkinu, og var búin að telja hífða 5 poka, svo sekk ég mér ásamt kollegonum niður í drauma um eigið hús, helzt pipar- höll í Viðey með bílferju yfir sundið og bar á fyrstu hæð. Af draumunum þarf maður allavega ekki að borga skatt. Svo finn ég að skipið er komið á ferð, kallinn ætlar vafalaust að kippa á sama togið aftur. Ég fer fram og sé að farið er að rofa í þokubakkann, sólin er einhvers staðar fyrir ofan og gerir hann mjókurhvítan. Svo fallegt sem það er, er það jafnvel ennþá hættulegra en gráminn, vegna íssins. Það er matarleg hrúgan af þorskin- um, sem komið hefur inn á dekkið og strákarnir standa allir í að fleygja fiskinum yfir í bakborða, svo nóg pláss verði fyrir næstu kös. „Hvað margir?“ spyr ég kallinn. Hann er hýr á svip og þiggur sígar- ettuna, sem ég býð honum. „Tekið í fjórtán. Ánægð?“ Hann réttir skipið af og slær af. Ég hlæ, fæ mér líklega tíundu kaffikönnu dagsins og fer inn til að vita, hvort ég heyri trafiklistann á stuttbylgj- unni. Það heyrist ekki púst fremur venju, loftið hefur verið steindautt í lengri tíma. Ég gefst upp, kalla í „Skúla“ fyrir siðasakir til að athuga hvort hann hafi nokkuð heyrt, hann er þó allavega norðar en ég. Þar er sama sagan, svo ég sný mér að því að prenta dagblað skipsins, „Græn- landsfarann11, sem er eftirmiðdags- blað eins og „Vísir“, og að þessu sinni, „sökum slæmra hlustunar- skilyrða“, álíka fullur af lygasögum eins og blöðin heima. Ég sekk mér niður í ritstjórnarstarfið og er langt komin með blaðið, sem er gefið út í þremur eintökum dag hvem. Og eins og „Mogginn“ væri alveg óal- andi, ef ekki væri „Þjóðviljinn11 til að rífast við. Bræðslumaðurinn hef- ur stofnað aðra blaðaútgáfu, sem hártogar hvert orð, sem í „Græn- landsfaranum“ birtist, og kemur út handskrifað af hreinustu snilld um miðnætti, undir nafninu „Háðfugl- inn“. Málfrelsi er algert í báðum blöðum, enda héldu bæði lífi lengur en mörg blöð heima, eða heil tvö sumur á Grænlandsmiðum, og kom- ust þó aldrei í „sorprita“-flokkinn, og varla hefur nokkurt blað haft upp á jafnvinsæla framhaldssögu að bjóða, eins og „Jómfrú Gáratut“ „Háðfuglsins“. Ég er orðin í seinna lagi í kaffið, skola niður einum sæmundi og tek kringlubitann með mér upp aftur, og það passar, ég sendi út á tíman- um „Tvö hol, 12 og 14 pokar, erum að kasta.“ Það er ágætis fiskirí hjá hinum líka, og þokan er alveg horfin, þegar ég kem fram með tímann. „Þetta hol og eitt svona til, og svo er ég lagztur,“ segir kallinn. Ég klára blaðaútgáfuna og fer með tvö eintök aftur í borðsal og lími á vegginn. Þar situr hinn ritstjórinn, og við tök- um í mesta bróðemi tvær kasínur með hraði, svo verður hann að hlaupa í grútarhúsið og ég fer upp aftur og sezt niður með margra mán- aða gamalt danskt blað, sem ég fann 84 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.