Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 79

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 79
troðið undir púðann á borðsals- bekknum. „Goðanes“ kallar í mig einhverra erinda og við spjöllum góða stund, og hann segir, að það sé bannsett urg í talstöðinni hjá mér. Eg vopnast því skrúfjárni, töng og sandpappír, ásamt tveimur varakol- um og fer niður í vél til að athuga omformerinn, sem reynist neista í allar áttir. Skipti um kol og slípa slip-hringinn og yfirfer hina mótor- ana líka, en þeir eru í ágætis lagi. Það er farið að halla að kveldmat og við höfðum fengið það á dekkið, sem dugar vel til morguns. Eg fer í borðsalinn og fæ mér steiktan þorsk og brauðsneið og lendi í háværu þrasi um almenna kennslu í barna- skólum, og hafa margir til málanna að leggja, enda þó farið sé að slá í lærdóminn úr þeim aldursflokki hjá flesum okkar, og síðan smeygi ég mér út, enda veit þá enginn hver er að tala við hvem. Eg stend góða stund í kaldri kveldsólinni og horfi yfir í „Fiskanes“, sem er að hífa hvern steyttan pokan eftir annan, skammt frá okkur og á tignarleg fjöll Grænlands í fjarskanum, sem hafa inni að geyma einhverja mestu lit- auðgi, sem gefur að líta nokkurs staðar. Skriðjökull teygir sig langt í sjó fram og tignarlegar jakaborgir glitra í sólinni. Þegar ég geng fram dekkið, veiti ég því athygli, að það er orðinn vel finnanlegur halli á því. Skipið er farið að stinga sér sjáan- lega á nefið og kallinn samsinnir mér um að mér hljóti að vera óhætt að þvo mér um höfuðið í kveld. Þar sem ég er hvort eð er skítug fyrir, munar varla um meira, og að gamni mínu fer ég í klofhá stígvél og stakk, sem reynist á sídd við kjóla þá er ég fer venjulega í á árshátíðir, og klifra yfir nokkur skilrúm á fordekkinu, fæ fiskisting í hendumar og byrja að kasta fiskinum yfir í bak. Stýrimannsvaktin er á dekkinu, allir komnir í flatningu, og það eru samæfð og snör handtök þessara pilta, sem vinna þegjandi með sígar- ettuna í munnvikinu. Mér dettur í hug, hvort þeir sunnudagsdrykkju- menn heima, sem af mestu hörkunni fordæma þann sið sjómannsins að drekka fyrir heilan salttúr á Græn- landsmiðum á tveimur dögum, gætu afkastað því sama og þessir piltar, og eftir törnina bara látið nægja tvo daga til hátíðahaldanna? Stór efast jafnvel um, að þeir gætu innbyrt sama magn og félagar mínir á sama tíma af drykkjarvörum. Kallinn rífur mig upp úr þessum hugleiðingum til að segja mér að tíminn sé að koma. ..., það er fljót- ur að líða klukkutíminn á dekkinu hjá fólki eins og mér, sem gerir þetta að gamni sínu, og ég fer upp í hólinn til að tilkynna hinum félögum okkar hér í útlegðinni, að við séum lögzt til hvíldar í bili með samanllagt inn- byrta 45 poka eftir daginn. Eg nenni ekki niður í slorið aftur, enda lendi ég í barningi við að ná skeyti frá „Júní“, sem er hinum megin Grænlands, og hefur tekið til mín skeyti frá Reykjavík. Kannske við séum nú aftur að fá tilkynningu um að við eigum að fara til Esbjerg með aflann, að loknum veiðum. Það hefur verið bollalagt mikið um að halda þar Jónsmessuhátíð, sem vafa- laust stæði þá ekki að baki Þing- vallahátíðunum heima á sama tíma. Eg fer að lokum vonsvikin afturí með eitt færeyskt afmælisskéyti, og kokkurinn skammar mig fyrir að ég hafi eyðilagt byrjunina á fréttunum með pikkinu á lykilinn. Bræðslumaðurinn er á vakt í brúnni, kallinn hefur farið niður á dekk í aðgerðina og stýrimaður- inn er ekki vaknaður. Þokumóðan er að læðast ofan af jöklinum aftur og kveldið hverfur smám saman inn í stálbláa kalda júnínótt, sem aldrei verður dimm. Hátalarinn glymur dansmúsík frá Godthaab út yfir dekkið, hnífunum er brugðið, ör- uggt og jafnt, á ótrúlegum hraða. Eitt handtak, rist fram úr, lifrin í körfuna, slógurinn á dekkið og hnífnum er brugðið aftur og rist í einu bragði aftur með endilöngum hryggnum hægra megin, og næsti maður grípur fiskinn, snýr honum við fyrir sér og hryggurinn liggur laus með einu hnífsbragði. Svo fell- ur hann niður í pontið, þar sem hálf- drættingurinn þvær í gríð og ergi og hendir fiskinum í kassa yfir lúg- unni. I hvert skipti sem kassinn fyll- ist, hnýtir hann hnút á band, sem hangir við kassann, dregur botninn út og hnýtir annan hnút á band, sem hangir við kassann, dregur botninn Ritstjóri „Háðfuglsins", Blásteinn bræðslu- maður, og fréttaritarinn, 2. kokkur. út og hrúgan fellur niður í lestina, þar sem saltararnir ljúka verkinu. En nú er ekki orðið pláss í lestinni, tilkynna þeir, fyrr en eftir umstöfl- un, svo það er saltað á dekkið fram við hvalbakinn á bak og strákurinn verður að skipta um vinnuaðferð og draga fiskinn fram eftir í körfum. Síðar verður þessu svo umstaflað niður í lest, og við verðum að fara aðra ferð til Færeyingahafnar eftir meira salti. Eg sendi hróðug út á síðasta tím- anum þennan einn bezta afladag „Hausa, fletja, slíta slóg, sleddu hvetja, slægja kóð.“ SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 85
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.