Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 85

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 85
Úr Sjómannadagsblaðinu 1938 Á fyrsta Sjómannadaginn var mikið um dýrðir. Sjó- menn voru samhuga um að gera daginn hátíðlegan og sem eftirminnilegastan. Sólin baðaði Reykjavík og virðuleiki og stemning var yfir öllum hátíðahöldunum. Það voru alls staðar útréttar hendur til hjálpar að undir- búningi dagsins, en þunginn hvíldi þó fyrst og fremst á nokkrum mönnum. Hér verða á eftir teknar upp setningar úr greinum nokkurra framámanna samtak- anna, er birtust í fyrsta Sjómannadagsblaðinu 1938. „í dag er merkur viðburður í sögu íslenzkrar sjó- mannastéttar að gerast. I fyrsta skipti hafa sjómennimir ákveðið að koma fram sem samtakaheild, til þess að kynna landslýðnum lítið brot af störfum sínum og hug- sjónum, að svo miklu leyti sem því verður við komið, með þeim undirbúningi, er þessi fyrsti sjómannadagur hefir hlotið. Ásgeir Sigurðsson.“ „Sjómannadagurinn hlýtur, hvað snertir íslenzka sjó- menn, að teljast merkasti viðburður ársins; tímamót, sem marka ný viðhorf og veita nýjum straumum og fjörgandi áhrifum, ekki einungis í þau félög, sem að deginum standa, heldur og líka þjóðlífið sjálft, og mun vonandi verða upphafið að því, að áhrifa sjómannanna gæti meira í íslenzku þjóðlífi hér eftir en hingað til. G. H. 0.“ „Við sjómennirnir finnum oft, hvað við erum miklir útlagar hjá þjóð vorri. Með samtökunum um sjómanna- daginn hefst stórfelld viðleitni til að sameina sjómenn- ina til sameiginlegra átaka, fyrir menningarlegum vel- ferðarmálum sínum og il að vekja þjóðina til meðvitund- ar og skilnings á hinu mikilsverða hlutverki sjómanna- stéttarinnar í okkar þjóðfélagi. Dagurinn á einnig að verða minningardagur drukkn- aðra sjómanna. I því sambandi ættu allir landsmenn að geta sameinað sig um mikla hugmynd, en hún er sú: að vinna að því með ráðum og dáð, að hér í höfuðstað landsins verði reistur veglegur minnisvarði yfir drukkn- aða sjómenn. Slíkur minnisvarði myndi hafa stórkost- legt uppeldislegt gildi og verða til uppörfunar fyrir ís- lenzkan æskulýð, sem talandi tákn þess, að þjóðin kynni að meta að verðleikum alla þá, sem látið hafa lífið í hinni hörðu atvinnubaráttu, svo þjóðin gæti lifað menn- arlífi í landinu. Henry Hálfdansson.“ „Vil ég að lokum enda þessar línur með þeirri ósk, að okkur, sem í landi lifum, megi auðnast að láta okkur farast vel við sjómennina okkar, farmenn jafnt sem fiskimenn. Er okkur gott að hafa það hugfast, að þeim og okkur sjálfum er það bezt, að vel sé við þá gert, og að þeir í því sem öðru láti albúnir úr höfn. Þá getum við vænzt áframhaldandi góðs árangurs af starfi þeirra, en á því hvílir að mestu velmegun okkar flestra, er þetta land byggjum. Jón Axel Pétursson.“ „Þekkingarskortur fólksins í landinu á störfum og lífskjörum sjómanna getur oft verið broslegur, því verð- ur að harma, að það skuli vanta í íslenzkar bókmenntir, og þá sérstaklega að því er snertir seinni tíma, er hefðu getað bætt úr þessu. En fyrst aðrir hafa ekki orðið til að kynna fólkinu þessi mál, verða sjómennirnir að gera það sjálfir, því að um leið og fólkið kynnist málum sjó- manna, geta þeir verið öruggir um samúð þess, sem er þeim nauðsynlegur þáttur í baráttunni fyrir menningar- málum stéttarinnar. Sjómenn! í dag minnumst við látinna félaga og hefjum undirbúning til að reisa þeim verðugan minnisvarða. En veglegasta minnisvarðann reisum við þeim með því að standa á verði um þá áfanga, sem þegar er náð, ásamt því að leggja grundvöllinn að vaxandi velferð og menn- ingu stéttarinnar. Sjómaður.“ Þegar þetta er skrifað var ekki að fullu búið að móta markmið Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði, en það gerðist á haustmánuðunum 1938, en þá var meðal annars ákveðið að allar tekjur af starfsemi Sjómanna- dagsins skyldu notaðar til aðreisa dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn og sjómannskonur. •1«. ik - n ■■ n ■■ u wi m ——— i» — i n w—im « STÓRGJAFIR TIL DAS Eftirtaldar gjafir hafa borizt á síðastliðnu ári: Arni Sigurðsson, Týsgötu 5, arfleiddi Dvalarheimili aldr- aðra sjómanna að kr. 35.998,63. Bjami E. Marteinsson, Hafnarfirði, gaf herbergisgjöf til minningar um foreldra sína, þau Martein Óla Bjarnason og Þóru Pétursdóttur, kr. 25.000,00. Jón Hlíðar Guðmundsson gaf herbergisgjöf til minningar um foreldra sína, þau Guðmund Sæberg Jónsson og Guð- rúnu Guðmundsdóttur, kr. 25.000,00. Minningarkort, áheit og aðrar gjafir var að upphæð kr. 45.430,50. Þessar gjafir eru gleggsti votturinn um þann hlýhug og þá velvild, sem almenningur ber til þeirrar uppbyggingar, sem Sjómannadagsráð hefur staðið fyrir með byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða sjc»nenn og sjómannskonur. Stjóm Sjómannadagsráðs færir ofanrituðum gefendum, svo og alþjóð, alúðar þakkir fyrir margvíslegan stuðning við að koma þessu mannúðarmáli í framkvæmd. G. H. O. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.