Fíflar - 01.01.1914, Síða 21

Fíflar - 01.01.1914, Síða 21
20 sýndist altaf jafn langt í burtu. Samt misti liann ekki vonina, og gangan styrkti hann svo hann varS stór og hraustur maSur. Mörgum kyntist liann á leió sinni.en meS engum átti hann samleiS til lengdar, því þó báSir stefndu að sama marki þá tók á- valt sína leiSina hvor. ÞangaS til hann mætti ungri stúlku, sem valiS haíSi sömu göíuna, þau urSu samferSa. Nú varS gang- an léttari og leiSin bjartari, þó ómálga barn bættist í förina, tafSi þaS ekkert fyrir. Þeim fanst friSarboginn færast sjálfkrafa í áttina til þeirra. En svo var þaS eitt kvöld þegar sólin var hnígin í vestri, og húmiS breiddi sig yfir * dalinn, aS dauSinn kom og lagSi kalda höndína á konuna og barniS. Daginn eftir var Þráinn aftur einsamall. Sorgin lagSist yfir sál hans, depru sló á aug- un og ískaldur gustur þrengdi sér inn aS lijartarótum. Hann gekk þá aftur til dauS- ans og baS hann aS taka sig. DauSinn svaraSi: ,,Þú ert enn of ungur". En Þráinn bað svo innilega aS jafnvel dauSinn komst við. Steinrunnir drættirnir í andlitinu mýktust og hrímiS viknaSi á skegginu. Hann leit aftur á Þráinn og sagSi: ,,Þó eg vildi get eg ekki hjálpaS þér, nema eg fái skipan frá drottni alföður; eg er hans þjónn“.

x

Fíflar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fíflar
https://timarit.is/publication/565

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.