Fíflar - 01.01.1914, Page 40
ÞORSTEINN Þ. ÞORSTEINSSON:
STRENGUR HJARTANS.
Hann var fiSluleikari.
ViS vorum vinir, og hann stytti mér oft
stundir í rökkrinu og á kvöldvökunni, því
þaá var eini tíminn, sem hann hafði til aS
leika á fiSluna sína og eg að hlusta á liann.
Einn streng átti hann á fiSlunni sinni,
sem hann elskaSi. ÞaS var strengur hjart-
ans.
Fegurstu, blíSustu og dýpstu tónar fiSl-
unnar voru framleiddir með þessum eina
streng.
En þau voru vandkvæSi á meS strenginn
aS hann gat aldrei látiS hann hljóma í sam-
ræmi viS hina strengina.
ÞaS var árangurslaust þó hann sæti við
kveld eftirkveld. Hanngatekki lagaS þetta.
Á streng hjartans einan, gat liann spilaS
öll uppáhaldslögin sín, en að fá hann til aS
hljóma við hina strengina var ómögulegt.
Honum datt í hug hvort ekki myndi ráS-
legt aS koma fiSlunni í aðgjörS, en hætti
æfinlega jafnfljótt viS það aftur. Enginn
þekkti fiSluna hans eins vel og sjálfur hann