Fíflar - 01.01.1914, Page 50

Fíflar - 01.01.1914, Page 50
49 heim, söng hann um alt, sem hann hafSi heyrt og séS, og bændurnir heyrSu söng skáldsins, námu hann og sungu. Svalur gustur blés neSan dalinn. Sólin tók sér náttstaS í suSvestri, eftir endaSa dagsgöngu. ÞaS var komiS liaust. Kveld- skuggarnir læddust meS hægS ofan f jöllin — yfir bleika geira og skrœlnaðar grundir, unz þeir tóku allan dalinn herskildi. Smám- saman fór ein og ein stjarna að birtast á hinum dimmbláa himni. Svo fleiri og fleiri unz himininn var allur orSinn eins og óslit- iS glitrandi perlunet. Og stjörnurnar störðu djúpum augum ofan í litla dalinn dimma, en þaó var oröiS svo dimt, aS þær sáu ekki hin hrörlegu blóm, sem voru aS kveSja hvert annaS meS hneigSu höfði í hinsta sinn. — Fegurð sumarsins var horfin; söngradd- irnar þagnaSar. Hinn þögli sáttasemjari lífsins var aS enda dómþing sitt. SkáldiS liorfSi angurblíSum augum út í dimmuna. Sumarvinirnir höfSu kvatt liann liver af öSrum. Nú var hann aS fylgja seinustu blómunum sínum til grafar. Hann leit yfir hinn þrönga, skuggalega dal, og svo upp í festinguna biástirndu. Honum sýnd- ist stjörnurnar svo alvarlegar og svo kaldar, eins og krystallar vetrarins. Kvöldnepjan næddi í gegnum þunnu og slitnu fótin hans, svo hann skalf, En andi skáldsins fyltist 4

x

Fíflar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fíflar
https://timarit.is/publication/565

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.