Fíflar - 01.01.1914, Side 58
57
Hann fann aS hann átti ekki eftir nema lít-
inn tíma ólifaSan, og hann mælti lágt og
meS andhvíldum :
„Sumir menn hljóta laun verka sinna frá
samtíSarmönnum sínum, aSrir ekki, og sum-
ir viróast eiga lítil laun skilin. — En eg hefi
hlotiS mín laun. Ást þín, sem altaf hefir
veriS söm og jöfn, þótt þig hafi brostiS mín
vegna, og hin djúpa unaósfró, sem hefir
gagntekiS sálu mína, þegar eg hefi dvalið á
vorlöndunum dýrSlegu — hjá hinum yndis-
fögru myndum náttúrunnar — umkringdur
töfrahljómi lífsins----alt þetta hefir fylt
anda minn síungum og lifandi krafti, og er
mér meiri laun en alt annaS í veröldinni11.—
,, Eg hefi elskaS, og eg hefi sungiS um þaS,
sem eg liefi elskaS. — Betra getur líf þetta
ekki gefiS.-----Og alt hefSi fariS vel, ef
eg hefSi ekki veriS svona fátælcur. — Eg
vissi altaf, aS eg yrSi ónýtur bóndi, en eg
elskaSi fegurS dalsins, og svo vildi eg vera
hér. — Ó, hann er svo fagur, þegar voriS og
sumariS brosir ! — Og hann var tignarlegur
á haustin og veturna. — Jafnvel þegarstór-
hríSarnar geisuSu, eins og núna, þá fanst
mér hann töfra mig meó mikilleilc sínum, —
— en þegar heilsan fór aS bila og vonirnar
smá-dóu hver af annari, þá varð haustiS
dapurt og veturinn dimmur, — þá fanst mér
dalurinn vera kveljandi þröngur og kald-
ur“. —
,,Frá barnæsku dreymdi mig þaS eitt, aS