Fíflar - 01.01.1914, Side 62
61
okkur aldrei neins. — ÞaS var ekki okkar
sök“. Og þeir klóruSu sér á bak viS eyraS.
,,ViS skulum setja minnisvarSa á leiSiS
lians, eins og gert er viS alla mikla menn.
ÞaS er bæSi okkur og dalnum til sóma“,
sögðu þeir.
,,ViS ættum aS minsta kosti aS hækka
þaS upp“, mælti fátæklingurinn.
ViS skulum setja á þaS marmarasúlu,
sem verói sú fallegasta á öllu landinu“,
mælti ríkismaSurinn.
,, Og við skulum láta grafa á hana fegursta
versið hans, og láta þess getiS aS þetta sé
þakklætisvottur frá vinum hans“, mælti
gáfumaSurinn.
,,Eg vil aS marmarinn sé í kross, því þaS
á svo vel viS yfir dauSum mönnum", mælti
heimskinginn.
Og þeir settu stóran og vandaðan legstein
á gröf skáldsins, sem kostaSi mörg hundruS
krónur. —
En ekkja skáldsins er ennþá í vinnu-
menskunni meS yngsta barnió sitt. — Hin
tvö eru hreppsómagar þar í dalnum.