Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Qupperneq 12

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Qupperneq 12
— Höfðu sjómenn í siglingum ekki nóga peninga handa milli? — Jú menn höfðu nóga peninga. Um afla- leysi þurfti aldrei að kvarta á þessum árum og alltaf var selt fyrir hámarksverð, ef komið var með óskemmdan fisk á markaðinn. Bretar settu snemma hámarksverð á fiskinn, svo fiskverð færi ekki upp úr öllu valdi og við vorum nálega alltaf í hámarksverðinu, ef ekki hentu óhöpp. Þess vegna lifðu margir ísl. sjómenn eins og furstar meðan dvalist var í erlendum höfnum, menn „týndust" svona nótt og nótt, en það varð aldrei alvarlegra í þeim hópum sem ég var í. Sjoppueigendurnir bresku voru ákaflega glaðir þegar fslendinga bar að garði á þessum árum. Þá voru viðskiptin blómleg. Þetta gilti hvort sem landað var í Fleetwood á vesturströndinni eða Hull eða Grimsby austanmegin. Hættur stríðsins — Var hættulegra að sigla á austurströnd- ina? — Já, það fylgdi meiri hætta siglingu inn í Norðursjóinn. Þar var hætta á óvinaflugvélum með snöggri skotárás. En Belgaum fékk aldrei slíka heimsókn, sem betur fer. — Hvernig varð ykkur við fréttirnar um árásirnar á Fróða og Reykjaborgina svo dæmi séu tekin? — Þetta snerti okkur, eða minnsta kosti mig, mjög djúpt og var náttúrlega svakalegt. Ég missti bróður minn á Fróða og einnig mág minn, svo að þetta skapaði að sjálfsögðu djúp sár og kom illa við mann. Árásin á Fróða var fyrsta áfallið, sem við fengum i striðinu. Fram að því hafði allt gengið snurðulaust. Þess vegna sló þetta þjóðina meira en margt sem seinna gerðist. Þetta sýndi sjómönnum sem öðrum, í hve mikilli hættu sjómenn voru, en flestir héldu ótrauðir áfram á sömu braut. Það var farið að gera alls kyns varúðarráð- stafanir. Beindust þær einkum að því að bryn- verja brýr skipanna, því augljóst var að þær voru aðal skotmörkin og fyrsta atlaga, ef til hennar kom, miðaði að því að eyðileggja stjómpallinn og drepa þá, sem þar voru. í lífshættu á Kapitönu — Voru veiðar og siglingar látlausar hjá þér öll stríðsárin? — Nei, ég fór t.d. á síld tvö sumur meðan á stríðinu stóð. Ég var með ágætum aflamanni, Barða Barðasyni á Gunnvöru frá Siglufirði 1941 og 1942 sem bæði voru góð síldarár. Barði var toppaflamaður og við mokuðum upp síld- inni. Svo var það seinna árið sem ég kom af síld- inni. að verkfall var á togaraflotanum. Ég var eitthvað að þvælast hér í Reykjavík. Þá bauðst mér pláss á skipi sem var í siglingum. Það hét Kapitana og hafði Magnús Andrésson útgerð- armaður keypt það frá Ameríku. Þetta var lystisnekkja 280 tonna stálskip, geysilega vandað. Þegar ég var kominn um borð var farið til Siglufjarðar og þar átti að kaupa fisk í skipið og selja í Englandi. Ótíð hafði verið og ekkert verið róið, og því engan fisk að fá. Við lágum þarna að ég held hátt i mánaðartíma og biðum eftir fiski. Loksins fékkst I dolluna og við lögð- um af stað til Englands og sú för gekk slysa- laust. Á þessum tima var svo mikið af tundurdufl- um á reki fyrir Austurlandi, að þegar við fórum hjá Austfjörðum síðla dags, var ákveðið að sigla inn undir Vattarnes og lágum við þar af okkur náttmyrkrið. Það þótti ekki ráðlegt að sigla að næturlagi. Þetta voru tundurdufl, sem Bretar höfðu lagt milli íslands og Færeyja og út af Austfjörðum. Þetta slitnaði allt upp meira og minna og rak um allan sjó. Á þessum duflum fórust íslenskir bátar og heilar áhafnir hurfu. án þess að til þeirra spyrðist. Ég man einkum eftir línubát frá Hrísey, sem fórst með allri áhöfn út af Austfjörðum í góðu veðri. Fleiri skip urðu þessum vítisvélum að bráð. Ég fór síðan annan túr á Kapitönu. Þá átti að taka fisk á Grundarfirði úr togurum, því að einhver tregða var þá á siglingum þeirra. Við lágum á Grundarfirði og vorum búnir að fá um það bil hálffermi er NA-veður, ansi slæmt, skall á. Þar rak Kapitönu á land með þeim afleiðingum að stýrið brotnaði og leki kom að skipinu. Eftir þetta var skipið dregið til Reykjavíkur og þar tekið í slipp, fiskurinn lát- inn í annað skip. Eftir viðgerð var farin önnur ferð í Grundarfjörðinn eftir fiski og lagt í sölu- ferð til Englands. En Englandsför þessi var söguleg sjóferð. Alls kyns atburðir gerðust. Það byrjaði með því, þegar við vorum komnir 200 mílur á leið, höfðum siglt suður með landi og tekið stefnu á England og sigldum án ljósa eins og ævinlega tíðkaðist, að við drundu fallbyssuskot. Við heyrðum hvininn í kúlunum er þær þutu framhjá. Enginn þeirra hæfði skipið, enda var það víst ekki meiningin. Bræluveður var og svartamyrkur og við sáum ekkert nema bloss- ana frá fallbyssunum þegar skotið var. Þegar við áttuðum okkur á hvað á seyði var var sigl- ing stöðvuð. Herskipið skaut þá á loft svifblys- um í fallhlífum, sem svifu hægt niður en af þeim stafaði birta sem um dag væri. I ljós kom að þama var bandarískt herskip á eftirlitsferð. Þeir renndu síðan upp undir skipshlið hjá okkur, spurðu um hvaða skip væri að ræða og tilgang ferðar. Þegar spurningum þeirra hafði verið svarað vorum við kvaddir með orðunum: „Good luck". Á svo einfaldan og ljúfan hátt lyktaði þessu atviki, sem hófst með glæringum frá fallbyssum og þyt fallbyssukúlna. En ég gleymi seint þeirri spennu sem um borð ríkti, meðan við biðum eftir því, að í ljós kæmi, hvað um væri að vera 12 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.