Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Síða 14

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Síða 14
Sigurjón Stefánsson, skipstjóri. Nafn hans og b/v Ingólfs Arnarsonar eru nátengd livort öðru. væri í matarveislu. Þeim mun nieiri og betri var aflinn, sem betur var á borð borið í drauma- veislunni. Ég man varla eftir að mig dreymdi fyrir því, hvert ég ætti að fara, og þó dreymdi mig fyrir þvi. En ég var bara svo mikill þver- haus, að ég vildi alltaf ákveða sjálfur um þetta, frekar en fara að ráðum annarra, hvort sem var í vöku eða draumi. Það kom því ekki að nein- um notum fyrir mig, eins og sumir hafa sagt frá, að þeir hafi farið eftir draumkonum. Ég hafði ekki lag á að nýta mér slíkt. Þrátt fyrir það gekk mér alltaf vel og var aldrei langt frá toppnum. Og allt gekk áfallalaust, þó maður lenti á stundum í alls kyns veðrum. Stórslys hafa ekki hent hjá mér, utan að eitt sinn týndist óvanur maður af skipinu, hvarf fyrir borð í blíðskap- arveðri og veit enginn hvað skeð hefur. En góður árangur er mörgum að þakka og mér fylgdi alltaf góður kjarni manna. í þeim efnum er um stóran hóp manna að ræða og varla hægt að nefna nöfn af þeim sökum. Þó vil ég nefna mág minn, Grím Jónsson, sem byrjaði hjá mér sem 2. stýrimaður og var með mér í 20 ár, bátsmanninn Þorvald Guðmundsson, sem var með mér í 25 ár og fór milli skipa með mér að ógleymdum kokkinum, Norðmanninum Kára Ásmá, frábærum manni, sem með sinni góðu matreiðslu átti án efa ríkan þátt í, hvað manni hélst vel á fólki. Hann stóð vel í sínu stykki bæði erlendis og úti á sjó. — Þú tókst við skuttogaranum Bjarna Benediktssyni nýjum og ári síðar við enn nýjum togara BÚR, Ingólfi Arnarsyni. Var jafn mikill munur á að koma í þessi skip eins og að fara af gömlu togurunum á nýsköpunartogarana? — Ég held að munurinn hafi nú verið enn meiri. Þarna varð alveg gjörbylting bæði í veiðitækni og enn einu sinni i aðbúð skips- hafnar og vinnuaðstöðu. Sjórinn var mitt líf — minn heimur — Þú varðst fjölskyldumaður um líkt leyti og þú tókst við skipstjórn 1952. Breytti fjöl- skyldan viðhorfi þínu? Leiddist þér á sjónum? Vildirðu vera á sjónum? — Mér leiddist aldrei á sjó, aldrei. Ég kunni vel við mig og ég þekkti ekkert annað og það komst ekkert annað að. Þetta var mitt líf, minn heimur. Þó börnin kæmu í heiminn fannst mér það engu breyta. Mér fannst í raun að þetta ætti að vera svona. Á mig var aldrei pressa um að skipta um starf, konan stóðalltaf eins og klettur mér við hlið. Það hefur geysilega þýðingu. Margir hafa hætt og gefist upp vegna þess að konurnar hafa legið í þeim með að koma í land og fara í annað. — En svo kom að því, að þú fórst í land. Varstu orðinn saddur? — Já, ég var eiginlega búinn að fá nóg. Ég var að verða 57 ára gamall og hafði eiginlega gert það upp við mig að reyna að þrauka til sextugsaldurs í þessu. En ég vissi það vel, að sextugsaldurinn er alveg toppurinn og eigin- lega einum og langur tími. Það má telja á fingrum annarrar handar skipstjóra, sem enst hafa í starfi fram yfirsextugt og þá er venjulega farið að halla eitthvað undan fæti hjá þeim bæði i afla og sókn. Þá fékk ég tilboð frá Bæjarútgerðinni að koma í land og verða framkvæmdastjóri Tog- araafgreiðslunar. Ég sá að þama var tæki- færið. Þar líkar mér vel, enda er þetta eiginlega það besta, sem gamall skipstjóri getur dottið niður á, að komast í gott starf við höfnina og vera á bryggjunni. Maður á gott færi á að skreppa um borð og fylgjast með málunum, segir Sigurjón og hlær við. Hvað þarf í skipstjóm og hvað missa menn með aldrinum — Þú nefndir að það tæki að halla undan fæti hjá skipstjórum milli fimmtugs og sextugs. Hvað þarf í skipstjóm og hvað missa menn með aldrinum? — Menn missa eiginlega margt. Skipstjóri þarf að vera í toppformi heilsufarslega til að geta skilað góðum árangri. Með aldrinum ger- ast menn værukærir, missa snerpuna og kjark- inn til ákvarðanatöku um að skera sig út úr og gera eitthvað sem bundið er áhættu, en fara þess í stað að fylgja flotanum og eiga ekki frumkvæði. Slíkt gengur ekki ef menn ætla að vera á toppnum. Fleira kemur til. Oft fara menn að eiga erfitt með svefn er aldurinn færist yfir, njóta ekki eðlilegrar hvíldar og þá er and- skotinn laus. — Áttir þú gott með svefn; gastu hvílst t.d. þegar illa aflaðist? — Það var mín sterka hlið alla tíð þar til síðustu árin, að ég gat sofnað að kvöldi, hvemig sem gekk og sofið eins og steinn frá miðnætti til morguns að loftskeytamaður vakti mig með skeyti kl. átta og var þá úthvíldur. — En hvemig voru þessir draumar þinir sem boðuðu þér góðan afla? — Ja, sem dæmi var það eina vertíðina, ég held 1956, að við vorum með flottroll hér á Selvogsbankanum. Aflinn var lítill og veðrið leiðinlegt. Þetta var i apríl árið sem Friðrik Danakonungur og drottning hans komu í heimsókn. Nokkrum dögum fyrir heimsóknina vorum við að þvælast þama í tregðu og reiði- leysi. Þá kom einn af þessum draumum hjá mér, þar sem ég er í veislu heima á Hólum í Dýrafirði, en oftast voru draumaveislur mínar bundnar þessu æskuheimili mínu. I þetta sinn dreymir mig, að Friðrik konungur og drottn- ingin eru komin heim að Hólum og verið er að útbúa stóra veislu. Geysilega mikill matur er fram borinn. Að borðhaldi loknu fer ég I þess- um draumi upp á loft í húsinu, en þar voru svefnherbergin. Þá sé ég í draumnum, að drottningin steinsefur þar uppí rúmi. Þegar ég vakna um morguninn verð ég ofsa- kátur, því ég var þess fullviss að góður fiskur myndi koma út á svona stóra og góða veislu, meira að segja konungsveislu. Ég tók hins veg- ar að velta því fyrir mér, hvað þetta ætti að þýða með drottninguna sofandi uppí rúmi. Ég fékk engan botn í það, fyrr heldur en daginn sem þau komu hingað til landsins konungs- hjónin, þá dettur norðanáttin niður og gerir þetta fína veður á Selvogsbankanum. Ég lenti þama í einhverju mesta mokfiskirii sem ég hef tekið þátt í með flottroll. Við vorum búnir að fylla lestar og allt dekkpláss aftur í ganga og vorum með gæðaþorsk eins og á skipinu toldi, og lögðumst I aðgerð og vorum í henni allan daginn fram á kvöld. Þá áttaði ég mig á því, hvað svefn drottningarinnar hafði boðað. Það var rjómalogn allan tímann meðan við mok- uðum þessum fiski upp og meðan á aðgerðinni stóð. Ef mann dreymdi kvenfólk, sem var svo- lítið líflegt söng mikið og dansaði, þá var það fyrir vitlausu veðri. en sofandi kvenfólk í draumi boðaði logn. — Fleiri draumar? — Einu sinni vorum við að fiska fyrir Þýskalandsmarkað og vorum á Eldeyjarbank- anum svona seinni hluta túrsins. Túrinn hafði verið sæmilegur, en fiskirí þó ekkert sérstakt. 14 SJÓMANNADAGBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.