Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Side 25

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Side 25
Patrekur, hið nýja skip Jóns Magnússonar. PATREKSFJÖRÐIJR Kvennasveitin írá sjúkrahúsinu fleygði stýrimanni sínum í sjóinn — Það voru sigurlaunin fyrir kappróðurinn Patreksfjörður er einn helsti útgerðarbær landsins, og hefur verið það lengi. Þegar við tölum um Patreksfjörð, eigum við þó oftast við Vatneyri, útgerðar- bæinn. Og reyndar fjallar grein þessi einkum um þann stað. Firðinum, eða Patreksfirði, lýs- ir Jón Sigurðsson, Yztafelli svo fyrir hálfri öld: Firðir þeir, er skerast vestan í Vestfjarðakjálkann milli Bjarg- tanga og Straumness, heita Vest- firðir. Patreksfjörður er syðstur þeirra. Suður úr firðinum skerast margir dalir inn í fjöllin, en allir mjög þröngir. Lítil byggð er í þessum dölum, og sumir óbyggðir, en einn bær í öðrum eða örfáir saman. Slæm er leiðin milli dalanna. En þar eru víða allgóðar bújarðir. Stunda bændur jöfnum höndum landbúnað og fiskiveiðar. Einna grösugastur þessara dala er Örlygshöfn. Örlygur gamli var einn hinna fáu landnámsmanna, sem var kristinn. Hann var nor- rænn að ætt, en fóstraður upp hjá Patreki biskupi, dýrlingi íra. Hann kom fyrst að landi í Örlygshöfn og skírðifjörðinneftirfóstrasínum.en sneri þaðan braut og byggði suður á Kjalarnesi. Sauðlauksdalur er innarlega með firðinum. Eins og víðar í dölum þessum, er hið litla undirlendi í Sauðlauksdal mynd- að af skeljasandi. En sandurinn er ókyrr og hefir mjög sótt á að eyða graslendi. I Sauðlauksdal bjó á 18. öld sr. Björn Halldórsson, sem var mesti frömuður garðræktar og margra framkvæmda. Þardvaldist með honum Eggert Ólafsson. Sér þar ýmsar minjar þeirra. Enn sést garðurinn „Ranglátur“, sem sagt er að sr. Björn hafi látið sóknar- menn hlaða nauðuga, til vamar sandfoki. í kirkjueru margirfornir munir. Þar er hökull, er saumað hefir Ingibjörg brúður Eggerts, prýðilega gerður. Frá Sauð- lauksdal liggur leið suður á Rauðasand. Þar fór Eggert með búslóð sína og brúði, er hann lagði af stað í síðustu för sina. Að norðanverðu við Patreks- fjörð er strandhlíðin sléttlendari, dalir fáir og lítt byggðir. Þar ganga eyrar í sjó fram og skammt á milli. Heita þær Vatneyri og Geirseyri. Við eyrar þessar er ágæt höfn og SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 25

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.