Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Side 31

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Side 31
Keppni í netabætingum á sjómannadaginn. — Eru mörg dæmi að menn heygi skip nú á dögum? — Ég veit það nú ekki. Og oft vita leiðsögumenn ekki hvað þeir eiga að segja útlendingum. Eitt- hvað mun þó vera um það, að þeir segi að skipið hafi strandað þarna í óskaplegum stormi. Og til gamans má segja frá því að um seinustu jól, lét ég jólaseríu í möstrin á Garðari og er það lík- lega eindæmi að jólaljós séu höfð á skipi við þessar aðstæður. Og eins í Rauðasandshreppi að skreyta skip með ljósum. En ég vildi hafa þetta svona. Og þetta gerir mikið fyrir mig, fyrir byggð- ina og fyrir þetta gamla og virðu- lega skip. Sjómannadagurinn — Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur lengi á Patreksfirði, og þar hafa margir komið við sögu. Bæði þeir sem hafa haft veg og vanda af því að skipuleggja daginn, skemmtiatriði og hátíðahöld. Þátttaka í sjó- mannadeginum er almenn. Bæði eru menn fúsir til að vinna fyrir daginn og hver sem rólfær er, tek- ur þátt í sjómannadeginum á Pat- reksfirði. Það er líka eðlilegt. Hér er lífs- björgin nær alfarið háð útgerð og sjósókn. Ég man nú ekki upp á hár, hversu lengi dagurinn hefur verið hátíðlegur haldinn, en ég er búinn að taka þátt í sjómannadeginum í 35 ár. Éormaður sjómannadags- ráðs hér er Birgir Pétursson. Dagskrá sjómannadagsins er með líku sniði og í öðrum bæjum. Hér eru gerðir út 5 stórir bátar og togarinn Sigurey, og er þá smá- bátaútgerðin ótalin. Margt er til skemmtunar, kapp- róður, koddaslagur og keppt er í hentugum greinum sjómennsk- unnar. Og til marks um áhugann, þá sendir sjúkrahúsið ávallt kvennasveit í róðrarkeppnina. Maðurinn stundar rányrkju á jörðinni — En hvað með framtíð fisk- veiða? — Ég er líklega ekki einn um að hafa áhyggjur af því sem við nefnum of mikla sókn í fiskistofn- ana. Bolfiskur vex örast fyrstu sjö árin, en þá dregur úr vaxtarhrað- anum. Það er því hægt að sanna það með reikningi, að það sem togari tekur á einum degi, að því kóði meðtöldu, sem út um lensportin fer, gæti dugað einu þorpi í heilt ár, ef fiskurinn hefði fengið að vaxa í arðbæra stærð. Það er stundum sagt að maðurinn sé mesta rándýr jarðarinnar og undir það get ég vissulega tekið, þótt mér sé það ljóst, að þjóðinni er nokkur vandi á höndum — vægast sagt! Og það eitt virðist nú til taks að stjórna veiðunum af meiri hygg- indum, en gjört hefur verið til þessa. Til þess virðast einnig vera nokkur ráð, því með betri meðferð á fiski, má stórauka þjóðartekjur, án þess að auka veiðina. Aður en við fórum frá borði, sýndi Jón Magnússon okkur skip sitt, yfirbyggðan línuveiðara og netabát. Og ljóst er að miklar framfarir hafa orðið á sjónum, ekki síst á allra seinustu árum. Ótrúlega skammt er síðan menn réru opnum skipum, fóru á skút- um, og síðan Vestfirðingar hófu mótorbátaútgerð, sem fyrstu ára- tugina byggðist meira á áræði og sjómannsleikni, en á vönduðum stórum skipum. Formanna- vísa Kristinn Þórarinsson, af Eyrar- bakka: Eiinn er Kristinn aflakló af álma-kvistum haldinn, kjark ei misti kempan, þó Kári hristi faldinn. ,,Margrét“’ hryndir hart á mið Hlés- um strindi breiða. — Hamist vindur, hugað lið herðir í skyndi reiða. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 31

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.