Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Síða 41

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Síða 41
Sigurður Guðjónsson við Farsæl. 4 Hér sjáum við afturskipið á Farsæli og má vel greina hin beygðu form og hluta af seglabúnaðinum. Á spjaldinu á veggnum eru sýnishorn af hnútum og splæsum. minjasöfnum. Söfn í landshlutum nefnum við gjarnan byggðasöfn, en í Reykjavík er Þjóðminjasafn- ið, sem varðveitir muni, grefur þá upp, og sýnir. Þjóðminjasafnið verður að 'sinna allri sögu, sem eðlilegt er, munum, minjum og þjóðháttum. Hitt er sjaldgæfara, að einstaklingar dragi saman í söfn fyrir eigið fé, þótt ekki sé það nú einsdæmi. Eyrarbakki Á Eyrarbakka, þar sem brimið deyr aldrei, skiptast á svört sker og hvítur sandur. Þar ofanvið var hlaðinn sjóvarnargarður, eftir að þorp byrjaði að myndast, til að aðgreina betur sjó og land, en sköpunarverkið hafði gert með sinni jarðfræði. Eyrarbakka er svo lýst af Þor- steini Jósepssyni: „Lengi vel var Eyrarbakkahöfn aðalhöfn á allri suðurströnd ís- lands, og hafa skip lent þar allt frá söguöld. Samt er þar hafnleysa og erfitt um lendingar í sunnanveðr- um. Stundum hefur sjór gengið á land og valdið spjöllum á mann- virkjum og eignum, mest árið 1799. Árið 1653 er einnig getið um stórfellt sjávarflóð á Eyrarbakka. Skemmdust hús og fyllti af vatni, svo að matur og önnur verðmæti eyðilögðust, kýr og hestar drukknuðu ýmist í húsum inni eða úti. Fólk fékk bjargað sér upp á hóla og hæðir og hélst þar við meðan sjávargangurinn var hvað mestur, nema sjúkur maður einn, sem ekki komst undan í tæka tíð, og drukknaði. Sum húsin, sem byggð voru úr timbri og danskir áttu, fóru á flot og bárust með flóðinu langt upp á mýrar. Á nærliggjandi bæjum drukknuðu skepnur og varð tjón á mann- virkjum. Til að sporna við sjávarflóðum hefur varnargarður verið hlaðinn meðfram ströndinni. Elsta húsið á Eyrarbakka er frá 1765 og er enn í dag eitt af reisulegustu og falleg- ustu húsum í þorpinu.“ Sigurður Guðjónsson Þótt Eyrarbakki væri aðalhöfn um langar aldir, þá hnignaði staðnum, eftir að þilskipin komu og útgerð á opnum skipum lagðist af. Sjómenn frá Eyrarbakka og Stokkseyri fluttust þá margir til Reykjavíkur og til Faxaflóahafna. Og ef grannt er skoðað, þá rekja ýmsir þekktustu og virtustu sjó- menn í Faxaflóahöfnum ættir sínar austur fyrir Fjall. SJÓMANNADAGBLAÐIÐ 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.