Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Side 47

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Side 47
Langt og vel unnið starí þakkað í mars sl. lét Magnús Guð- mundsson af störfum sem bryti á Hrafnistuheimilinu og jafnframt sem verkstjóri í eldhúsi en hafði einnig yfirumsjón með bakaríi, aðalborðsal og starfsmannaborð- sal eftir rúmlega 25 ár í þeim um- fangsmiklu og erfiðu störfum. Það er ekki tímabært að gera upp starfsferil Magnúsar Guð- mundssonar, þessa mikla elju- manns. Honum fannst að tími væri kominn til að minnka við sig og reyna að fá ábyrgðarminna starf en hann hafði með höndum á Hrafnistu. Magnús var því ekki fyrr genginn út af Hrafnistu, en hann var byrjaður að huga að öðru starfi. Það er hins vegar Sjómanna- dagsblaðinu skylt að flytja þessum manni, sem svo lengi og vel hefur unnið Hrafnistuheimilinu, þakk- arorð og fara nokkrum orðum um starfsferil hans og ekki þá síst af því að einmitt í vor var starfsferill hans til sjós og lands orðinn rétt 60 ár, og skiptist nokkurnveginn jafnt. Til sjós um fermingu Magnús, sem er fæddur 23. ágúst 1909, fór fermingarárið eða 1923 fyrst til sjóróðra og stundaði eftir það samfellt sjómennskuna í rúma þijá áratugi á bátum og togurum. Það segir sína sögu um manninn, að Magnús var ævin- lega í góðum skiprúmum. Hann var lengi með þeim mikla síldar- manni Eggerti Kristjánssyni á Sæhrímni og á togurum var hann lengst með Vilhjálmi Árnasyni á Venusi og Röðli en fór alfarinn í land 1955. Hann var um tíma hjá Byggingafélaginu Brú og rak þar mötuneyti við byggingu Borgar- sjúkrahússins, en 1. des. 1957 hóf hann starf á Hrafnistu, sem hafði tekið til starfa þá um sumarið. Magnús hefur með sínu um- fangsmikla og erilsama starfi unnið mikið að félagsmálum stéttar sinnar, matsveinanna. Hann var einn af stofnendum Matsveinafélagsins og um árabil formaður stjórnarinnar og jafnan í samninganefndum af hálfu fé- lagsins og hefur verið fulltrúi þess á Sjómannasambands- og Al- þýðusambandsþingum. Þegar Magnús hóf starf sitt á Hrafnistu haustið 1957 varenn við alla byrjunarörðugleika að etja, þar sem ekki voru nema sex mán- uðir síðan heimilið tók til starfa og fyrstu vistmennirnir fluttust inn. Magnús var því einn þeirra manna sem áttu þátt í að móta starfsemi heimilisins. Eins og að líkum lætur eru þeir menn ekki margir sem kunna meira að segja af Hrafnistuheim- ilinu en Magnús og þeim miklu breytingum sem orðið hafa á heimilinu frá því fyrstu vistmenn- irnir fluttust inn sumarið 1957. Sjálfur má Magnús muna tímana tvenna í sínu starfi í heimilisblaði Hrafnistu er að finna viðtal við Magnús, þegar hann var sjötugur. Hann rekur í viðtalinu sjómannsferil sinn í 30 ár og bregður upp mynd af Hrafnistu á fyrsta ári starfsem- innar. Magnús Guðmundsson. „Ég hef lifað súrt og sætt“ „Ég hef lifað súrt og sætt með stofnuninni, eða allt frá því að hún var í reyfum og þar voru aðeins 30 vistmenn og við vorum þrjú við eldamennskuna, sem fór fram í tveimur litlum eldhúsum sínu á hvorri hæðinni. Það voru sífelld hlaup á milli hæða við eldamennskuna, en það taldi maður ekki eftir sér. Þessi eldhús voru í C-álmunni og eitt visther- bergi niðri og hluti af ganginum var tekið undir borðsal. Nú er eldhúsið stór salur og þar vinnur margt manna, vistmenn eru jafnan rúmlega 445 og með starfsfólki eru um 610 manns á heimilinu, sem eldað er fyrir. Mitt starf hefur því breyst á þann veg, að það var vinna og stjórnun fyrstu árin, en hin síðari verið meira eftirlit og stjórnun á mörgu fólki og miklum matarkaupum, en alltaf mjög áhugavert starf. Fyrstu árin voru vistmenn yfir- leitt sjómenn, hraustir til heils- unnar og gengu rösklega að mat sínum, en eftir því sem vistmönn- um fjölgaði urðu þarfirnar breyti- legri og erfiðara að gera öllum til hæfis. Það var hér á árum áður SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 47

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.