Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Page 48

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Page 48
Hentar bómutroll vid ísland? jafnhressara fólk á Hrafnistu en hin síðari ár. Meðalaldur vist- manna hefur hækkað trúi ég, og hópurinn orðinn blandaðri og sérþarfir margar. Margt gæti ég sagt af starfi mínu á Hrafnistu, en það eitt vil ég segja nú, að ég á miklu fleiri góðar minningar og skemmtilegar úr starfi mínu en leiðar, og marga vini hef ég eignast en engan óvildarmann, það ég viti.“ Magnús Guðmundsson hefur vissulega verið mikilsverður mað- ur á Hrafnistuheimilinu. Það er áríðandi fyrir heimilisbraginn á þessu stóra heimili að vistmenn séu almennt ánægðir með mats- eldina og það er einnig áríðandi fyrir rekstur heimilisins að farið sé vel með mat. Það hleypur fljótt á stórum upphæðum ef hagsýni er ekki gætt á svo fjölmennu heimili. Hvorttveggja þessara mikil- vægu atriða í heimilisrekstrinum hefur Magnús Guðmundsson leyst af hendi með sóma og Sjó- mannadagsráð færir honum þakkir fyrir hans mikla og langa starf við vinsældir vistmanna og traust ráðamanna. Það eru engin ellimörk að sjá á Magnúsi Guðmundssyni. Hann er enn beinn í baki og kvikur á fæti og hress í anda og Sjómanna- dagsblaðið óskar þessum síunga eljumanni langra lífdaga og góðr- ar heilsu. ísland þyrfti nú að eiga fleiri hans líka. Formannavísa Jón Sigurðsson, af Eyrarbakka: Heldur geyst um síla svið súða teistu á floti, jafn að hreysti og jöfrasið Jón frá Neistakoti. „Marvagn“ hleður hetja kná, — hlakkar voð í gjósti. Syngja veður, svignar rá, sýður froða á brjósti. Mjög mikið er rætt um orkuspamað fiskiskipa um þessar mundi, því olía, eða olíuvörur eru að verða stærri og stærri hluti af útgerðarkostnaði fiskiskipa, og reyndar allra skipa. Þetta þýðir auðvitað, að minna verður til skiptanna af þeim afla er veiðist. Þótt útlitið sé heldur dapurlegt í fisk- veiðum, þá hindrar það ekki framsæknar fiskveiðiþjóðir, eins og t.d. Hollendinga í að reyna að finna hentugri skip. Meðal annars láta þeir nú smíða stóra bómutog- ara, en sem kunnugt er, þá er talið að um 30% orkunnar — og olíunnar — fari í það hjá togurum að halda vörpunni opinni með hlerum. Með því að nota bómur til að halda sundur vírunum, þarf minni hlera, einkum á grunnu vatni, og má þá segja að bómu- togarinn sameini kosti skuttogara og tví- buratogveiða, þar sem tvö skip draga vörpuna, hleralausa. Myndin sýnir nýjasta bómutogara Hollendinga af „drottningar“gerðinni, en skipið veiðir m.a. kola, sem bendir til veiða á grunnslóð. Er talið að bómutogarinn sé ef til vill merkasta nýjungin í togveiðum síðari ára. Nýjasta skipið, sem hlotið hefur nafnið MARIA er 40 metra langt (sjá mynd), og það er II. kynslóð raðsmíðaðra bómutog- ara. María er búin 2400 bh. vél. Skipið fer í stuttar veiðiferðir, 4—5 daga, en það tryggir úrvals gæði. Skipið er búið ýmsum vélum til að sortera afla og þvo hann, en nákvæmni af þeirri sort borgar sig nú á dögum. Lestar eru vél- kældar. Það vekur athygli að skrokkar skipanna, en 16 eru nú í pöntun, eru smíðaðir í Pól- landi, þar sem samið hefur verið um 60 skrokka. Og um 60 verktakar, eða undir- verktakar taka að sér ýmsa þætti rað- smíðinnar, sem Maaskant skipasmíða- stöðin (nærri Rotterdam) hefur með höndum. Með þeim hætti er smíðatíminn aðeins 11 vikur, sem er gífurlegt atriði, því hár fjármagnskostnaður fvlgir löngum smiðatíma og er orðinn verulegur hluti af skipsverði t.d. á Íslandi. Ýmsum þykir, sem íslenskir útgerðar- menn hafi verið seinir til að taka upp nýj- ungar í útgerð. Til dæmis er skammt síðan tvíburatroll var reynt á íslandsmiðum, þótt það hafi verið notað t.d. í Norðursjó í áratugi, með mjög góðum árangri. Ef til vill ættu íslendingar að kanna bómutogarann. Hann gæti hentað á vissum fiskimiðum? 48 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.