Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Page 51

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Page 51
Netabæting á sjómannadeginum á Flateyri. Koddaslagur getur verið niikill háski. hvalveiðistöðvar á Sólbakka, er veitti mikla atvinnu. Áður var byggðin meira í dölunum, í hnöppum, því ekki var auðfært milli þeirra. Einna mest byggð mun hafa verið á Ingjaldssandi, en þar bjuggu um tíma yfir 100 manns, sem þótti mikið. Sólbakkaverksmiðjan, eða hvalstöðin varð því einskonar upphaf útgerðarbæjarins á Flat- eyri. Eigandi stöðvarinnar, Hans Ellefsen, byggði sér skammt frá verksmiðjunni, eitt veglegasta íbúðarhús, sem reist hafði verið á íslandi. Hannes Hafstein, ráðherra fékk húsið síðar að gjöf og var það flutt til Reykjavíkur, og gengur þar undir nafninu Ráðherrabústaður- inn við Tjarnargötu. Hvalstöðin brann árið 1901, en enn sjást merki um þessa stassjón í fjörunni undir Sólbakka. Ekki er fullvíst, hversu lengi hefur verið búið á Flateyri, en telja má líklegt að byggð og útræði hafi verið þarna þegar í upphafi byggðar. Ofanvert við þorpið er Goðhóll, en arfsögnin segir að þar hafi staðið hof; og einhverjir fornir munir hafa fundist þar við uppgröft. Hvalveiðistöðin var ekki endurbyggð, því Norðmenn héldu þá til veiða á öðrurn miðum, og til Suðurhafa. En síldarverksmiðja var þó reist og þilskipaútgerð var mikil frá Flateyri. Margir þekktir sjómenn eru á Flateyri, eða rekja ættir sínar þangað. Nokkur verslun er á Flateyri og mikið um skipakomur. Á ýrnsu hefur gengið með at- vinnu, en segja má að síðustu þrjá áratugina hafi verið blómlegt at- vinnulíf á Flateyri. Þar er nýtísku fiskiðjuver, skuttogaraútgerð og bátaútgerð. Sjómannadagurinn á Flateyri Mikið er unt að vera á Flateyri á sjómannadaginn. Formaður sjó- mannadagsráðs er nú Pétur Þor- ^parnaðnr er ^ ' ui»i»liaf auð» BÚNAÐARBMKI ÍSLANDS SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 51

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.