Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Síða 53

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Síða 53
Guðmundur Ingimarsson*. Fí skiski pastól I i n n 1982 Að ósk ritstjómar Sjónianna- dagsblaðsins verður hér gerð nokkur grein fyrir fiskiskipastól landsmanna, eins og hann var skráður í Sjómannaalmanaki Fiskifélags íslands, sem í desem- ber s.l. kom út í 58. skipti á vegum félagsins. Áður en það er gert skal aðeins litið á fyrsta Almanakið er Fiski- félagið gaf út, íslenzkt Sjómanna- almanak 1926. Þar var að finna margskonar upplýsingar, lög og reglugerðir er nauðsynlegar voru öllum skipstjórnarmönnum. Einnig þar var skrá yfir öll íslensk þilskip, sem þá í fyrsta sinn var samin í samvinnu við Skipaeftirlit ríkisins. Áður höfðu skipaskrám- ar verið samdar eftir upplýsingum úr fiskveiðiskýrslum og gætti þar oft misskilnings vegna rangra upplýsinga við gerð skipaskrár- innar og má t.d. geta þess að hinir svokölluðu HELLYERS togarar 8 að tölu voru taldir með íslensku skipunum, en þeir voru þá gerðir út frá Hafnarfirði. Það var af þessum sökum og fleiri sem Fiskifélagi íslands var árið 1925 falin útgáfa Sjómanna- almanaksins, enda hafði gætt mikillar óánægju með Almanakið allt frá því það kom fyrst út árið 1914 á vegum Stjómarráðsins og í samráði við foringjana á varð- skipinu. Álmanök frá þessum tíma eru nú með öllu ófáanleg og mikið um þau spurt, enda fjölmargir menn um land allt að safna þessari bók. Með útgáfu Sjómannaalmanaks- ins 1926 voru í fyrsta sinn fengnar „nokkuð öruggar“ heimildir um stærð og gerð íslenska fiskiskipa- stólsins, en þá var hann talinn 606 þilfarsskip um 23.582 brúttósmá- lestir (opnir bátar ekki meðtaldir) og skiptist hann þannig: Br.smál. 1. Togarar (gufuskip) 35— 11.303 2. Línuveiðarar (gufuskip) 35— 3.719 3. Vélbátar yfir 30 brl. 71— 3.416 4. Vélbátar undir 30 brl. 445— 4.591 5. Seglskip 20— 553 Eins og búast mátti við var gerð fyrstu skipaskrárinnar í mörgu ábótavant og því þótti rétt að setja eftirfarandi skýringu við skipa- skrána „Eins og skipaskráin sýnir, er henni víða mjög ábótavant, um upplýsingar, því allvíða kemur fyrir í henni að það er lítið annað en nafn skipsins sem upp er gefið, en rjettast þótti samt að taka öll þau skip, sem heimildaritin gátu um; sjest þá best hverju er ábóta- vant. Er þess fastlega vænst, að allir sem hjer eiga hlut að máli stuðli að því, að næsta skipaskrá verði eins fullkomin og hún á að vera, og verður sjerstaklega að beina þessum orðum til sýslu- manna og lögreglustjóra landsins, sem, því miður, allflestir, eigi hafa gert sjer nægilegt far um að hafa skipaskráningu umdæmis síns í góðu lagi. Skímir GK 515 eign Haraldar Böðvarssonar Akranesi. Formaður Eyjólfur Jónsson, gerður út frá Sandgerði á vertíð 1929 til 20 maí. Aftari 988 skp. af furustöðnum fiski, sem þá var hinn mesti afli sem komið hefur á skip af þessari stærð. (Þ.e. 592.800 kg af óslægðum fiski.) SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.