Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Qupperneq 62

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Qupperneq 62
horfið frá því og skipinu hleypt til norðurs í von um betra leiði síðar. Skipstjórinn veikur Skipstjórinn á skútunni hafði verið veikur, þegar við lögðum af stað frá Ástralíu, og hafði legið í koju sinni allan tímann meðan við vorum að berjast við storminn á Tasmanhafinu. Við sáum hann aldrei koma á þilfar, fyrr en dag nokkurn, þegar við höfðum aftur sett á suðlægari stefnu, þá staddir um 100 sjó- mílur norður af Nýja-Sjálandi og vetrar- sólin braust um stund út úr skýjaþykkn- inu og vermdi skip og haf. Ég var þá á stýristörn um kaffileytið klukkan um þrjú um eftirmiðdaginn. Þá kom hann allt í einu á þilfar og sat nokkra stund í skjóli við kortaklefann og andaði að sér fersku lofti. Ég hygg að hann hafi setið þarna í á að giska klukkustund, hann var maður á góðum aldri, en veiklulegur. Síðar, þegar skipið var statt um 200 sjómílur norðaustur af Auckland á Nýja Sjálandi, vildi yfirstýrimaðurinn sigla til lands, til þess að koma skipstjóranum undir læknishendi, en skipstjórinn aftók það með öllu. Hann benti á, að þótt hann lægi sjúkur í klefa sínum, væri hann enn skipstjóri á skipinu og færi með æðsta vald, og þeir ættu að halda áfram ferðinni til áfangastaðar, rétt eins og ekkert hefði í skorist. Éám dögum síðar, þegar skipið var statt mörg hundruð sjómílurfrá landi, hrakaði honum enn: Hann varð máttlaus öðru megin í líkamanum, á vinstri hliðinni og hann missti málið. Við hásetarnir, eða stafnbúarnir, kom- um aldrei í vistarverur yfirmanna, eða skipstjórans og samræður voru ekki miklar. Samt fylgdumst við með heilsu- fari skipstjórans, en við fengunt fréttir okkar frá káetudrengnum. Þótt við vær- um af ýmsum þjóðernum og af misjöfnu sauðshúsi, þá létum við okkur varða örlög skipstjórans, sem var æðsti maður skips- ins og meðan skipið barði suðaustur á bóginn gegnum storma og stórsjói hvíldi skuggi dauðans yfir skipi og mönnum. Þetta var um hávetur (suðurhvel jarðar) og það byrjaði brátt að kólna í veðri, eftir því sem sunnar dró. Dag nokkurn í stormi og illviðri, lést skipstjórinn, eða nánar tiltekið kl. 12.45 þann 30. júlí árið 1924. Skipstjórinn, sem hét Júlíus Gustaffson var aðeins 34 ára að aldri, þegar hann dó. Sólarhring síðar var líkinu varpað út- byrðist eftir stutta athöfn og ég skráði staðinn 44° 42.5 suður breiddar og 122° 16.5 vestlægrar lengdar. Sjálfsagt hefur það verið einmanaleg gröf, hugsaði ég stundum síðar. Við stjórninni tók nú fyrsti stýrimaður skipsins, Carl Holmquist, sem var aðeins 26 ára. í raun og veru hafði hann þó stjórnað skipinu allan tímann og hann naut virðingar allra í skipinu, án tillits til aldurs, eða þjóðernis manna. Ég vissi líka að hann tók starf sitt al- varlega og honum var fullkunnugt urn þá miklu ábyrgð, sem atvikin höfðu lagt honum á herðar, að koma þessu stóra seglskipi til hafnar, gegnum storma og stórsjó, með lélega skipshöfn sér til að- stoðar. Á hitt var einnig að líta, að hann hafði vikunt saman orðið að stunda dauðvona sjúkling, svo til meðalalaus og aðeins með Lækningabók skipstjórans við hlið sér, en það var smárit, á stærð við litla sálmabók, þar sem í voru ýms læknisráð fyrir sjó- menn á hafi úti. Það hlaut að hafa tekið á taugarnar. Öll él birtir upp um síðir En öll él birtir upp unt síðir, stendur einhvers staðar. Því er ekki að leyna, að stöðug vosbúð og kuldi, var farinn að segja til sín, þegar loks var haldið norður á bóginn og það byrjaði að hlýna í veðri. Við fórum fram- hjá Juan Éernandez eynni, sent Robinson Crusoe gjörði heimsfræga og þegar við nálguðumst strendur Suður-Ameríku, hellti sólin geislaflóði sínu yfir okkur og við gátum þurrkað rúmföt okkar, dýnur og klæði, og nú leið okkur betur, og brátt gleymdum við hörmungum vetrarins. Nokkrum dögum síðar, sáum við til lands í Chile, þar sem Andesfjöllin risu úr hálendinu. Vindinn lægði. Hann var suð- lægur og von bráðar hreif Humbolt- straumurinn skipið og bar það upp að ströndinni. Við vorurn að nálgast ákvörðunarstað- inn, Tocopilla, en farminn átti að losa þar í höfninni og gerðum við ráð fyrir að ná þangað síðari hluta dags, en klukkan tvö um eftirmiðdaginn datt á logn og nú rak skipið fyrir hafstraumnum upp að ströndinni. Ég hygg að við hefðum verið komnir það nærri höfninni, að lóðsarnir í landi hefðu átt að sjá seglasíuna, að minnsta kosti toppseglin, en enginn ljóðsbátur, eða dráttarbátur lét sjá sig og nú rak skipið framhjá höfninni, sem var mjög bagalegt með tilliti til aðstæðna. LUCKY LAWHILL var seglskip, og þarna ríkir suðlægur vindur og suðlægur straumur, og það að missa af höfninni gat einfaldlega þýtt það, að skipið varð að sigla aftur til hafs kannski 300 sjómílur og brjótast þar suður á bóginn og gera síðan aðra tilraun til þess að ná til hafnar. Það gæti tekið heilan mánuð og í ljósaskipt- unum lét skipstjórinn skjóta blysum til þess að reyna að vekja athygli þeirra í landi, en ekkert skeði og klukkustundum saman rak skipið framhjá ljósum prýddri borginni. Ný hætta blasir við í fyrstu hafði hugsun okkar beinst að því, hvort okkur tækist að láta vita af okkur í landi, eða hvort við yrðum neyddirtil þessaðsiglaaftur til hafs til að berja aftur á móti straumi og vindi, til þess að geta gjört aðra tilraun til þess að ná til Tocopilla. Tíminn leið, og logn var á jörðu. Við gátum ekki átt'von á að það vindaði fyrr en í morgunsárið, er sólin kæmi upp á ný, en þá var allt orðið of seint. Það var nógu bölvað, en nú blasti skyndilega við ný og ófyrirsjáanleg hætta. Skipið varað reka á land við norðanverðan flóann. Við heyrðum þegar brimhljóðið í fjarska, voldugar drunur, en aðdýpi er þama mikið. Var nú gripið til þess ráðs að setja út stokkakkeri, sem læst var við langan stál- 62 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.