Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Síða 63

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Síða 63
vír, en það botnaði ekki, þannig að dýpið var meira en 300 metrar a.m.k. Mönnum var hættan ljós, en úrræði voru fá. Skömmu eftir miðnætti kom gamli seglasaumarinn upp á stjórnborðs- vaktina og óskaði eftir að fá bát til að róa í land, en hann var reyndur sjómaður um sjötugt. Skipstjórinn aftók það. Engir í bátana strax, svaraði hann, en við skulum vera við öllu búnir, og ég geri satt að segja ráð fyrir að það hafi nú verið fremur stutt í þá skipun, uni að yfirgefa bæri skipið, sem var að reka upp í brimið við ströndina. Spennan var ógnþrungin og mögnuð í senn. Þá skyndilega, eins og hendi væri veif- að, skall vindhviða á skipið frá fjöllunum og stefnið snérist í átt til hafnarinnar. Skipstjórinn gaf fyrirmæli hvellum rómi um að aka seglum, og ég held að aldrei í þessari löngu ferð, hafi skips- höfnin verið jafn samtaka og nú. Hún vann sem einn maður, og hið þunglestaða skip, seig hægt frá klettóttri ströndinni í áttina að höfninni, eða á leguna, þar sem seglskipin leggjast við festar. Við sigum hægt inn á leguna og lóð- uðum á botni og rétt í þann mund, er akkerið var látið falla, datt á dúnalogn á ný og akkerið náði festu og skipið nam staðar og lá nú fyrir straumi og haggaðist ekki. Við vorum hólpnir, og það mátti lesa úr svip hvers einasta manns á LUCKY LAWHILL. Að vísu hafði þetta verið sorgarferð. Skipstjórinn hafði andast í hafi. Við höfðum barist við storma og stórsjó í 53 daga, samfellt, en enn einu sinni hafði þetta happaskip, bjargast með lítt skilj- anlegum hætti á örlagastundu. Gamli seglasaumarinn, sem hafði siglt á þessum slóðurh allt sitt líf, sagði að byr eftir sólsetur væri óþekkt fyrirbæri á þessum slóðum. — Við þurftum að fá byr — og við fengum þennan byr, sagði ungi skipstjór- inn, og hann bætti því við, að það væri nú margt milli himins og jarðar, sem menn kynnu ekki að útskýra. Og þegar í land kom, kunnu menn enga skýringu á þessu fyrirbæri. Því skal ekki leynt, að oft sótti sú hugs- un að mér, hvað hefði valdið því að LUCKY LAWHILL bjargaðist við klett- ótta ströndina, og það liðu 50 ár, uns ég fékk svar við þessu, hálf öld. Ég var þá að lesta gufuskip í Mount Maunganui, en farmurinn átti að fara til Chile. Þá upp- götvaði ég að umboðsmaður þess er hafði skipið á leigu, var frá Antofagast, sem er litiíl bær, skammt frá Tocopilla. Ég sagði honum frá ferðinni og atvikinu um borð í LUCKY LAWHILL, og að flestir á skip- inu hefðu álitið þetta með vindinn vera kraftaverk. — Nei vinur minn, svaraði hann. Þetta var ekki kraftaverk, en sýnir ef til vill mátt bænarinnar. Þessir vindsveipir eru mjög sjaldgæfir, en ekki óþekktir með öllu. Þeir eru nefndir Terral. Þeir eru mjög sjaldgæfir, þessir Terral- vindar. Bæjarbúar í Tocopilla og Anto- fagasta verða þeirra ekki varir. Þeir koma yfirleitt milli klukkan 2—4 eftir miðnætti og einu merkin eru brúnt ryklag, sem þeir bera með sér innan frá landinu. í bæj- unum hreyfir ekki vind. — Þið hafið verið heppnir, sagði hann. Terralvindurinn er sjaldgæfur. Hann kemur einu sinni til þrisvar á ári og sum árin blæs hann aldrei. Við þögðum nokkra stund og ég íhug- aði þennan löngu liðna atburð, og sá hann í nýju ljósi. Ég gat að vísu ekki skýrt það hvort máttur bænarinnar hafði gjört kraftaverk, en ég var sammála unga, finnska skipstjóranum um það, að það væri nú margt á himni og jörð, sem mennirnir ekki skilja. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.