Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Síða 74

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Síða 74
Enn er útgerð farþegaskipa hafin MS EDDA verður í ferðum með bíla, farþega og póst í sumar milli íslands, Bretlands og Þýskalands. hafði 6 ýmisleg trúarbrögð og annaðhvort hefir einn trúarflokkurinn verið réttur á trúnni ellegar enginn. Frelsarinn segir, að það sé ekki nema einn vegur til eilífs lífs og hann þröngur; ég hefi ekki meiri orð um það nú. 40 manns voru á fyrstu káetu. er ætluðu til Nýju Jórvíkur vestur yfir Atlantshaf, en þeir verða að borga fyrir mat og rúm á hverjum degi 40 krónur. og mun ykkur þykja það ótrúlega niikið, en þar er ekki á borðum tálkn og söl og bræðingur við. I 12 daga tutlast úr budd- unni 480 krónur vestur yfir sundið. Á annarri káetu voru 70 manns og áttu þeir að gjalda fyrir rúm og mat 144 krón- ur. Á þriðju káetu 380 manns og þar vor- um við íslendingar og fór fullvel um okkur; við fengum þrisvar á dag nóg af hveitibrauði og kexi, kjöti og kartöflum, smjöri, kaffi og the, stundum graut með sírópi út á. Þetta þótti okkur nú viðkunn- anlegt, og þurfa ekki að borga fyrir á parti. Við lágum við okkar rúmföt sjálf, rúmin voru út við, en borð og bekkir á miðju dekki í 15 faðma löngum sal. Á skipinu var vertshús, sjúkrahús, tukthús; skipsmenn léku ýmsa leiki á hverjum degi til skemmtunar uppi á efsta dekki. Á hverjum degi er öllum skipað upp á dekk einn klukkutíma. Þá eru sópuð öll verelse og svo sáldrað þurru sagi um allt gólfið. Eitt barn úr írlandi dó á hafinu og var látið í poka og kastað fyrir borð. Þann 26. fæddi ein íslensk kona 2 börn, dreng og stúlku, og gekk það fljótt og vel, allt með bestu heilsu. Hún ól þau á sjúkrahúsinu og var þar mjög vel hjúkrað að henni af lækni og skipsjómfrúnni. Mormónar blessuðu yfir börnin og var þeim gefið nafn, kafteinninn hét Tómás, drengurinn hét Tómás Halldór Atlante, en hún Victoria Nevada. Þann 27. kl. 3 e.m. sáum við Ameríku og komum inn á höfn í Nýju Jórvík um kvöldið og voru allir á skipinu um nóttina. Vorum við þá búnir að vera á hafinu 11 Vi dag og fengum alltaf blíðveður, einn dag storm nokkurn á móti.“ Einar Benediktsson og Útsær Til eru margar ritaðar heimildir um ferðir skálda með skipum og Ijóst er, að sjóferðirkomu róti á skáldlega tilfinningu manna. Af bók færeyska skáldsins Willi- am Heinesen má ráða, að Einar Bene- diktsson hafi ort hið mikla kvæði sitt „Útsær“ um borð ígufuskipinu „Botnía“ í ofviðri undan ströndum Noregs um jóla- leytið 1919. Heinesen greinir frá þessu í bókinni Fjandinn hleypur í Gamalíel, og þótt þetta sé smásaga, er hún án efa sönn að 72 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ flestu leyti, því staðhæft er að Heinesen hafi síðan haft það fyrir munaðarvinnu að þýða Útsæ á færeyska tungu. I bókinni er atvikum lýst svo í þýðingu Þorgeirs Þor- geirssonar, en því er þó við að bæta, að samkvæmt íslenskum þjóðsögum, óprentuðum, á Einar Benediktsson þó að hafa flutt Útsæ fyrst á brúarvængnum fyrir storminn: „Daginn eftir lægði ögn veðrið og skipinu fór aftur að miða svolítið; veður- hæðin var frá sjö uppí níu stig. Þannig leið svo rúmt dægur, kominn aðfangadagur og enn glórði hvergi í Noregsströnd. Um hádegisbilið þann dag rauk afturupp með veðurofsa. Særokið af hvítfyssandi hafinu gekk yfir skipið í voldugum hryðjum. En það var heiðskírt. Innámilli saltra fossa- fallanna skein rauðleit lágsólin og baðaði loft og veggi í galdraskímu sem var einna líkust því að hún kæmi úr iðrurn jarðar. Það voru ekki nema fjórir farþegar uppivið á fyrstaplássi. Þeir sátu gleitt í njörfuðum reyksalsstólunum og skorðuðu olnbogana í stólbökin. Þrír þessara salón- riddara voru íslendingar: læknir, úrsmið- ur og þjóðskáldið Einar Benediktsson. Sá fjórði varFæreyingur, Gregersen vélstjóri, smávaxinn, bæklaður og skeggjaður ná- ungi með elskulegt bros á ellilegu skelmisandlitinu. íslendingarnir héldu fast um viskíglösin. Færeyingurinn var bindindismaður. Við stólinn hjá lækn- inum var bundin tágakarfa og í henni rórillaði ferstrend flaska af Mountain Dew fálmkennt einsog barn í leikgrind." Nokkru síðar í sögunni, er aftur vikið að Einari Benediktssyni, en þar segir höf- undur á þessa leið: „Uppí reyksalnum sátu fjórmenning- arnir á njörfuðum stólunum framyfir miðnætti. Milli staðfastra ljósakúplanna í loftinu hrannaðist vindlareykurinn eða hlykkjaðist makindalega án minnsta tiilits til þess hvernig skipið lét. Klukkan á veggnum var stönsuð, tíminn stóð kyrr og nennti ekki meiru; það ríkti djöfullegt tímaleysi í rafljósinu í tómum salnum meðan gráðugar ófreskjur ragnaraka urr- uðu og gólu villt og brjálað útá myrku hafinu. Baltazar var hættur öllum sálmasöng cg naut vindilsins. Honum fannst vera kornið að skáldinu að hafa ofanaf fyrir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.